Keppnisdagur 2 á WSOB

Facebook
Twitter

Mót nr 2 á WSOB er Chameleon Championship þar sem spilað er á samnefndum olíuburði. Arnar náði ekki flugi í dag og endaði í 92. sæti með skor uppá rúmlega par. 

Arnar situr svo í 92. sæti í PBA World Championship sem er mót úr samanlögðum árangri í þessum 3 mótum en efstu 40 fara áfram eftir þessi 3 mót. Það virðist sem að Evrópskum keilurum gangi erfiðlega í ár en einungis 3 Evrópskir spilarar eru í topp 40. 

Í dag spilar Arnar svo í Scorpion Championship og er það síðasti sénsinn til að koma sér áfram bæði í því móti og í World Championship. 

Hægt er að fylgjast með Arnari á Flobowling og heimasíðu PBA

Nýjustu fréttirnar