Tilmæli vegna Kórónaveirunnar

Facebook
Twitter

Það hefur ekki farið framhjá neinum hér á landi að þessi blessaða veira er komin til landsins. Stjórn Keilusambandsins hvetur sína félagsmenn til að taka þessu af fullri alvöru og fara eftir tilmælum opinberra aðila, sjá m.a. hér.

Það hefur verið gróðra siða háttur að í upphafi hvers leiks að keppendur heilsa hverjir öðrum með handabandi. Skv. leiðbeiningum og almennum varúðarráðstöfunum biðjum við keilara um að sýna samfélagslega ábyrgð og láta nægja óskir með orðum á meðan óværan gengur yfir.

Nýjustu fréttirnar