Reglugerð KLÍ um Íslandsmót Öldunga (50+)

1. grein

Íslandsmót öldunga (50 ára og eldri) skal haldið árlega.

2. grein

Keppt skal án forgjafar í karla og kvenna flokki. Til að hafa þátttökurétt í Íslandsmóti öldunga þarf þátttakandi að ná 50 ára aldri á því almanaksári sem mótið er haldið.

3. grein

Ekki skal leika fleiri en 1 leik í senn á sama brautarpari í forkeppni.  Leikmenn á brautum með odda tölu skulu færast niður og leikmenn á brautum með sléttum tölum skulu færast upp.  Leitast skal við að færslur séu þannig að leikmenn spili á sem flestum settum.

4. grein

Ef skera þarf úr um jafntefli í sætaröðun þá skal síðasti leikur látinn gilda þ.e. sá/sú sem er með hærri leik hlýtur efra sætið.  Ef hann er jafn hár þá er farið í næsta leik þar á undan og síðan koll af kolli.

5. grein

Ef keppandi forfallast þegar komið er í undanúrslit, fer sá keppandi sjálfkrafa í neðsta sæti í þeim riðli sem hann mætti ekki til. Ekki skal færa keppendur upp um sæti þó einhver forfallist, þ.e.a.s. að setja inn keppanda sem ekki hefur áunnið sér sæti í viðkomandi riðli.

6. grein: Einstaklingskeppni án forgjafar

Forkeppni

Allir keppendur leika 12 leiki, 4 leiki í senn, bæði kyn spila í blönduðum hóp ef þátttaka leyfir. Skorið úr forkeppninni fylgir í undanúrslit og keppa 6 efstu karlar og 6 efstu konur.

Undanúrslit

Allir keppa við alla, einfalda umferð.

Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig:

Fyrir sigur í leik fást 20 bónusstig

fyrir jafntefli í leik fást 10 bónusstig

Að loknum þessum leikjum fara 2 efstu keppendurnir í úrslit.

Úrslit

Spiluð eru úrslit milli tveggja efstu  manna/kvenna, sá/sú sem er  efst að stigum fyrir úrslit nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig). Jafnteflis viðureignir skal útkljá með því að báðir leikmenn kasta einu kasti og sá sem fellir fleiri keilur sigrar. Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir. Ef jafnt er í síðasta leik skal hver leikmaður kasta einu kasti. Ef enn er jafnt skal kasta öðru kasti og halda þannig áfram þar til úrslit liggja fyrir.  Sigurvegarinn fær titilinn Íslandsmeistari öldunga.

7. grein

Ef ekki er næg þátttaka í flokki getur Mótanefnd fellt flokkinn niður.

8. grein

Íslandsmeistarar Öldunga eiga rétt á að sækja um sérstakan styrk til KLÍ vegna ferða á mót erlendis.

Samþykkt á formannafundi 1.maí 2013

Samþykkt á formannafundi 12. maí 2014

Samþykkt á formannafundi 16. apríl 2015

Samþykkt á formannafundi þann 28.apríl 2016