Marika Katarina E. Lönnroth og Gunnar Þór Ásgeirsson eru keilarar ársins 2021

Marika sem fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir stuttu hefur heldur betur sett svip á kvennakeiluna hér á landi. Hún náði næst besta árangri kvenna á Reykjavíkurleikunum í upphafi árs en hún endaði í 15. sæti með 207,3 í meðaltal. Það gaf ákveðin fyrirheit fyrir Íslandsmót einstaklinga sem fram fór í mars á þessu ári en þar stóð Marika uppi sem Íslandsmeistari kvenna í keilu 2021. Hún kláraði keppnistímabilið 2020 til 2021 með liði sínu KFR Valkyrjum með því að landa bæði Íslands- og Bikarmeistaratitli deildarliða. Marika lauk síðan árinu með enn einum Íslandsmeistaratitli þegar hún og Jón Ingi Ragnarsson úr KFR urðu Íslandsmeistarar para 2021.

Gunnar Þór hefur heldur betur spilað sig upp sem einn besti keilari landsins. Gunnar Þór varð í 2. sæti á Íslandsmóti einstaklinga í ár og varð með liði sínu ÍR PLS bæði Íslands- og Bikarmeistari deildarliða. Gunnar Þór fór til keppni á Evrópumóti landsmeistara sem fulltrúi Íslands og náði þar stórglæsilegum árangri og endaði þar í 5. sæti örfáum pinnum frá því að komast í úrslit mótsins. Er hann 3. Íslendingurinn sem nær í efstu 8 á því móti.

Marika K E Lönnroth

Gunnar Þór Ásgeirsson

Andri Freyr Jónsson og Jón Ingi Ragnarsson úr KFR eru Íslandsmeistarar í tvímenningi 2021

Í dag lauk keppni á Íslandsmótinu í tvímenningi. 6 efstu tvímenningar úr forkeppni og milliriðli komust áfram í undanúrslit sem spiluð voru í dag í Round Robin formati. Eftir það var komið að úrslitum tveggja efstu tvímenninga en það voru auk Andra og Jóns þeir Einar Már Björnsson og Hafþór Harðarson úr ÍR en þeir urðu síðast Íslandsmeistarar í tvímenningi 2019, ekki var keppt í fyrra vegna Covid.

Þeir Andri og Jón lögðu Einar og Hafþór í úrslitum með tveim vinningum gegn tveim en þeim nægði akkúrat 2 vinninga þar sem þeir voru í efsta sæti eftir undanúrslit. Leikirnir voru nú ansi spennandi og munaði oft litlu á þeim félögum.

Í 3. sæti urðu svo þeir Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR og Gústaf Smári Björnsson KFR. Úrslit dagsins má sjá hér fyrir neðan.

Úrslitin

Nafn Félag Leikur 1 Leikur 2 Leikur 3  Leikur 4 Samtals Meðaltal
Jón Ingi Ragnarsson KFR 168 230 164 184 746 186,5
Andri Freyr Jónsson KFR 223 210 219 219 871 217,8
Samtals   391 440 383 403 1.617 202,1
               
Nafn Félag Leikur 1 Leikur 2 Leikur 3  Leikur 4 Samtals Meðaltal
Einar Már Björnsson ÍR 194 242 181 171 788 197,0
Hafþór Harðarson ÍR 193 220 225 213 851 212,8
Samtals   387 462 406 384 1.639 204,9

Udnanúrslit

  Andri og Jón Ingi Gunnar og Gústaf Einar og Hafþór Skúli og Mikael Jóhann og Gummi Svavar og Hlynur Bónus  Fyrri dagar Skor Samtals Sæti
Andri og Jón Ingi x 410 423 445 415 415   3.449 2.108 5.767 1
  x 50 10 50 50 50 210 216      
Gunnar og Gústaf 377 x 407 316 380 370   3.336 1.850 5.276 3
  0 x 10 0 40 40 90 209      
Einar og Hafþór 439 430 x 479 386 403   3.232 2.137 5.619 2
  50 50 x 60 40 50 250 202      
Skúli og Mikael 432 365 370 x 336 399   3.080 1.902 5.072 4
  10 40 0 x 0 40 90 193      
Jóhann og Gummi 381 374 317 370 x 376   2.996 1.818 4.854 5
  0 0 0 40 x 0 40 187      
Svavar og Hlynur 267 359 337 316 383 x   2.887 1.662 4.589 6
  0 0 0 0 40 x 40 180      

Frá vinstri: Jón Ingi Ragnarsson, Andri Freyr Jónsson, Einar Már Björnsson og Hafþór Harðarson

 

Íslandsmót í tvímenning 2021

Í dag var fyrri dagurinn á Íslandsmóti í tvímenning 2021
Spilaðir voru 4 leikir í forkeppni sem að hófst kl 09:00 og fóru svo efstu 10 og spiluðu milliriðil
Skor úr forkeppni: 

Sæti Nafn Félag Forgjöf 1 2 3 4 Skor  
1 Jón Ingi Ragnarsson KFR   233 234 208 278 953 1.669
Andri Freyr Jónsson KFR   146 199 229 142 716
2 Einar Már Björnsson ÍR   243 181 211 217 852 1.657
Hafþór Harðarson ÍR   209 176 191 229 805
3 Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR   193 193 244 186 816 1.610
Gústaf Smári Björnsson KFR   194 176 191 233 794
4 Skúli Freyr Sigurðsson KFR   178 202 183 179 742 1.515
Mikael Aron Vilhelmson KFR   168 224 138 243 773
5 Jóhann Ársæll Atlason KFA   197 150 235 201 783 1.472
Guðmundur Sigurðsson KFA   181 207 156 145 689
6 Svavar Þór Einarsson ÍR   201 152 156 160 669 1.422
Hlynur Örn Ómarsson ÍR   146 225 194 188 753
7 Freyr Bragason KFR   168 202 150 188 708 1.372
Guðjón Júlíusson KFR   172 165 158 169 664
8 Ásgeir Karl Gústafsson KFR   217 196 165 156 734 1.358
Tristan Máni Nínuson ÍR   185 160 137 142 624
9 Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR 8 135 161 155 147 598 1.267
Margrét Björg Jónsdóttir ÍR 8 143 162 152 212 669
10 Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR 8 115 170 124 186 595 1.245
Marika Lönnroth KFR 8 126 180 157 187 650
11 Laufey Sigurðardóttir ÍR 8 154 146 186 147 633 1.206
Bára Ágústsdóttir ÍR 8 148 129 142 154 573
12 Bjarki Sigurðsson ÍR   149 143 163 159 614 1.254
Sigurður Björn Bjarkason ÍR   174 123 159 184 640
13 Ísak Birkir Sævarsson KFA   157 171 149 204 681 1.219
Aron Hafþórsson ÍR   107 130 140 161 538
14 Tómas Freyr Garðarsson KFA   191 124 157 148 620 1.180
Matthías Leó Sigurðsson KFA   132 132 147 149 560
15 Geirdís Hanna Kristjánsdóttir ÍR 8 125 142 145 140 552 1.065
Bergþóra Pálsdóttir ÍR 8 158 124 110 121 513
16 Sævar Þór Magnússon KFA   140 111 93 113 457 966
Anton Kristjánsson KFA   131 169 111 98 509

Skor úr milliriðil þar sem að efstu 6 fara áfram í undanúrslit á morgun:

Sæti Nafn Flutt 1 2 3 4 Forgj Skor Samt.
1 Jón Ingi Ragnarsson 953 212 255 234 258   959 3.449
Andri Freyr Jónsson 716 213 193 237 178   821
2 Gunnar Þór Ásgeirsson 816 199 188 206 213   806 3.336
Gústaf Smári Björnsson 794 226 236 249 209   920
3 Einar Már Björnsson 852 173 173 173 194   713 3.232
Hafþór Harðarson 805 227 220 211 204   862
4 Skúli Freyr Sigurðsson 742 221 186 243 202   852 3.080
Mikael Aron Vilhelmson 773 142 226 207 138   713
5 Jóhann Ársæll Atlason 783 200 198 163 193   754 2.996
Guðmundur Sigurðsson 689 241 137 245 147   770
6 Svavar Þór Einarsson 669 148 148 185 209   690 2.887
Hlynur Örn Ómarsson 753 191 231 149 204   775
7 Freyr Bragason 708 175 175 221 181   752 2.806
Guðjón Júlíusson 664 168 159 163 192   682
8 Linda Hrönn Magnúsdóttir 598 191 183 175 160 8 709 2.610
Margrét Björg Jónsdóttir 669 140 169 153 172 8 634
9 Nanna Hólm Davíðsdóttir 595 164 179 189 166 8 698 2.550
Marika Lönnroth 650 137 118 194 158 8 607
10 Ásgeir Karl Gústafsson 734 146 162 130 138   576 2.517
Tristan Máni Nínuson 624 202 131 135 115   583

Ámorgun er svo spilaður milliriðill kl 09:00 og fara 2 efstu eftir það og spila til úrslita.

Brautir á morgun eru:

  Sunnudagur 12.12.2021       Samtals    skor  
Braut Nafn Félag Forkeppni Milliriðill  
13 Jón Ingi Ragnarsson KFR 953 959 1912 3449
Andri Freyr Jónsson KFR 716 821 1537
14 Svavar Þór Einarsson ÍR 669 690 1359 2887
Hlynur Örn Ómarsson ÍR 753 775 1528
15 Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR 816 806 1622 3336
Gústaf Smári Björnsson KFR 794 920 1714
16 Jóhann Ársæll Atlason KFA 783 754 1537 2996
Guðmundur Sigurðsson KFA 689 770 1459
17 Einar Már Björnsson ÍR 852 713 1565 3232
Hafþór Harðarson ÍR 805 862 1667
18 Skúli Freyr Sigurðsson KFR 742 852 1594 3080
Mikael Aron Vilhelmson KFR 773 713 1486

 

 

 

 

 

Meistarakeppni ungmenna – 3. umferð

Í dag fór fram 3. umferð í Meistarakeppni ungmenna 2021 til 2022. Best í dag spilaði Steindór Máni Björnsson ÍR í 1. flokki pilta en hann lék leikina 6 á 1.049 eða 174,8 í meðaltal. Best stúlkna spilaði Málfríður Jóna Freysdóttir KFR í 1. flokki en hún lék leikina á 1.012 eða 168,7 í meðaltal. Nokkuð erfitt var fyrir alla krakkana í dag að spila en aðstæður voru pínulítið sérstakar og erfitt að spila upp línu. Það skilaði sér í lægra skori hjá öllum.

Úrslit í dag voru annars þessi:

1. fl. pilta 18 – 20 (fæddir 2001-2003) Félag L1 L2 L3 L4 L5 L6 Samt. Mtl.
  Steindór Máni Björnsson ÍR 159 177 190 159 171 193 1.049 174,8
  Jóhann Ársæll Atlason KFA 151 221 172 139 171 164 1.018 169,7
  Adam Geir Baldursson ÍR 165 142 126 168 147 170 918 153,0
                     
1. fl. stúlkna 18 – 20 ára (fæddar 2001-2003) Félag L1 L2 L3 L4 L5 L6 Samt. Mtl.
  Málfríður Jóna Freysdóttir KFR 163 171 146 194 183 155 1.012 168,7
  Elva Rós Hannesdóttir ÍR 140 160 119 131 154 157 861 143,5
                     
2. fl. pilta 15 – 17 ára (fæddir 2004-2006) Félag L1 L2 L3 L4 L5 L6 Samt. Mtl.
  Aron Hafþórsson ÍR 179 167 148 159 199 146 998 166,3
  Hlynur Helgi Atlason KFA 176 168 128 191 150 160 973 162,2
  Guðbjörn Joshua Guðjónsson ÍR 136 150 157 180 162 169 954 159,0
  Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 222 144 141 114 164 167 952 158,7
  Ísak Birkir Sævarsson KFA 145 170 157 170 133 136 911 151,8
                     
2. fl. stúlkna 15 – 17 ára (fæddar 2004-2006) Félag L1 L2 L3 L4 L5 L6 Samt. Mtl.
  Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR 178 131 144 200 140 178 971 161,8
  Viktoría Þórisdóttir KFA 112 117 126 119 100 124 698 116,3
                     
3. fl. pilta 12 – 15 ára (fæddir 2007 -2009) Félag L1 L2 L3 L4 L5 L6 Samt. Mtl.
  Mikael Aron Vilhelmsson KFR 179 184 183 149 160 166 1.021 170,2
  Ásgeir Karl Gústafsson KFR 155 125 130 205 194 147 956 159,3
  Tristan Máni Nínuson ÍR 138 194 111 152 145 126 866 144,3
  Matthías Leó Sigurðsson KFA 157 104 147 139 141 164 852 142,0
  Tómas Freyr Garðarsson KFA 140 99 123 136 137 156 791 131,8
  Matthías Ernir Gylfason KFR 142 167 89 114 117 144 773 128,8
                     
3. fl. stúlkna 12 – 15 ára (fæddar 2007 -2009) Félag L1 L2 L3 L4 L5 L6 Samt. Mtl.
  Nína Rut Magnúsdóttir KFA 69 95 91 133 118 30 536 89,3
                     
4. fl. pilta 9 – 11 ára (fæddir 2010 -2012) Félag L1 L2 L3 Samt. Mtl.      
  Gottskálk Ryan Guðjónsson ÍR 104 148 117 369 123,0      
  Viktor Snær Guðmundsson  ÍR 124 103 139 366 122,0      
  Guðmundur Ásgeir Svanbergsson ÍR 68 78 77 223 74,3      
  Þorbjörn Guðrúnarson ÍR 69 76 33 178 59,3      
                     
4. fl. stúlkna 9 – 11 ára (fæddar 2010 -2012) Félag L1 L2 L3 Samt. Mtl.      
  Særós Erla Jóhönnudóttir KFA 129 186 137 452 150,7      
  Bára Líf Gunnarsdóttir ÍR 138 132 155 425 141,7      
  Friðmey Dóra Richter KFA 117 80 92 289 96,3      
  Margrét Lára Arnfinnsdóttir KFA 82 73 65 220 73,3      
                     
5. fl. pilta 5 – 8 ára (fæddir 2013-2017) Félag L1 L2 L3 Samt. Mtl.      
  Sigfús Áki Guðnason ÍR 60 51 58 169 56,3      

1. flokkur pilta, frá vinstri: Jóhann Ársæll Atlason ÍA, Seindór Máni Björnsson ÍR og Adam Geir Baldursson ÍR

1. flokkur stúlkna, frá vinstri: Elva Rós Hannesdóttir ÍR og Málfríður Jóna Freysdóttir KFR

2. flokkur pilta, frá vinstri: Hlynur Helgi Atlason ÍA, Aron Hafþórsson ÍR og Guðbjörn Joshua Guðjónsson ÍR

2. flokkur stúlkna, frá vinstri: Viktoría Þórisdóttir ÍA og Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR

3. flokkur pilta, frá vinstri: Mikael Aron Vilhelmsson KFR og Tristan Máni Nínuson ÍR. Á myndina vantar Ásgeir Karl Gústafsson KFR sem þurfi að fara snemma.

3. flokkur stúlkna: Nína Rut Magnúsdóttir ÍA

4. flokkur pilta, frá vinstri: Viktor Snær Guðmundsson ÍR, Gottskálk Ryan Guðjónsson ÍR og Guðmundur Ásgeir Svanbergsson ÍR

4. flokkur stúlkna, frá vinstri: Bára Líf Gunnarsdóttir ÍR, Særós Erla Jóhönnudóttir ÍA og Friðmey Dóra Richter ÍA

5. flokkur pilta: Sigfús Áki Guðnason ÍR

EBF Level II þjálfaranámskeið á Íslandi

KLÍ hefur ákveðið að halda EBF Level II námskeið hér á landi á næsta ári nánar tiltekið dagana 24. til 27. febrúar 2022. Til landsins kemur Mark Heathorn frá Englandi en hann er einn af aðal kennurum EBF og hefur m.a. verið yfirþjálfari breska sambandsins. Verður námskeiðið haldið í Keilusalnum á Akranesi frá fimmtudegi til sunnudags.

Vakin er athygli á því að aðeins þeir sem lokið hafa EBF Level I námskeiði og verið við þjálfun í samtals 150 klst. eru gjaldgengir á Level II. KLÍ þarf að staðfesta tíma viðkomandi en það er þá gert í samráði við yfirþjálfara félags. Einnig er vakin athygli á því að dagarnir eru nokkuð langir en þess vegna er þetta haldið frá fimmtudegi til sunnudags til að koma til móts við þátttakendur og þörf fyrir frí frá vinnu.

Verð fyrir námskeiðið er ekki alveg komið og verður sent félögum þegar það liggur fyrir á næstu dögum.

Þetta er nokkuð metnaðarfullt af okkur að kalla til landsins þjálfara fyrir Level II en um leið erum við að stórauka þjálfunarmenntun okkar fólks í íþróttinni.

Vinsamlega beinið öllum fyrirspurnum í pósti á netfangið [email protected]

16 liða bikar Leikdagar

Dregið var í 16 liða bikar í kvöld upp í Egilshöll
Þau lið sem að dróust saman í bikar kvenna eru:
Mánudaginn 13.des kl 19:00
ÍR-Elding – KFR- Ásynjur (17-18)
ÍR-BUFF – ÍA-Meyjur (19-20)
ÍR-N – ÍR-BK (21-22)

Þau lið sem sitja hjá í 16 liða kvenna eru:
ÍR-KK
ÍR-TT
KFR Skutlurnar
KFR-Afturgöngurnar
KFR-Valkyrjur

Þau lið sem að dróust saman í bikar karla eru:
Þriðjudaginn 14.des kl 19:00
KFR-JP KAST – KFR-Stormsveitin (9 – 10)
KFR-Grænu töffararnir – ÍA-W (11 – 12)
ÍR-NAS – KFR-Þröstur (13 – 14)
ÍR-A – KFR-Lærlingar (15 – 16)
ÍR-KLS  – ÍA (17 – 18)
ÍR-L – ÍA-B (19 – 20)
ÍR-Broskarlar – ÍR-PLS (21 – 22)                             

Unnið er í því af mótanefnd að finna leikdag fyrir leik                     
ÍR-S – Þór (21-22)

Leikdagur fyrir 8 liða bikar er 13.febrúar 2022

16.liða bikar dráttur

Nú fer að líða að því að 16 liða bikar verði spilaður. 
Dregið verður þriðjudaginn 30.nóv 2021 kl 18:30.
16 liða bikar er settur mánudaginn 13 – 14.des 2021
Þau lið sem eru í pottinum hjá körlum eru:
ÍA
ÍA-B
ÍA-W
ÍR-A
ÍR-Broskarlar
ÍR-KLS eða ÍR-Land (unnið er að því að finna leikdag í 32.liða) 
ÍR-PLS
ÍR-L
ÍR-NAS
ÍR-S
KFR-Grænu töffararnir
KFR-JP KAST
KFR-Lærlingar
KFR-Stormsveitin
KFR-Þröstur
Þór

Í kvennaflokki eru 11 lið skráð til þátttöku.
Bikarmeistarar frá í fyrra KFR-Valkyrjur sitja hjá í fyrstu umferð.
Þannig að það verða þrír leikir í 16 liða bikar kvenna.
Þau lið sem einnig eru skráð hjá konum eru:
ÍA-Meyjur
ÍR-BK
ÍR-BUFF
ÍR-Elding
ÍR-KK
ÍR-N
ÍR-TT
KFR- Ásynjur
KFR Skutlurnar
KFR-Afturgöngurnar

Guðmundur og Þórarinn áfram í tvímenningi á MSWC

Í dag léku Guðmundur Sigurðsson ÍA og Þórarinn Már Þorbjörnsson í tvímenningi á Master Super World Championship mótinu í Dubai. Gerðu þeir sér lítið fyrir og enduðu í 15. sæti og komast þar með áfram í keppninni. Léku þeir leikina 10 á 2.068 pinnum eða 206,8 meðaltal en keppt er í svokölluðu Baker fyrirkomulagi þar sem hver keppandi leikur einn ramma og svo næsti keppandi.

Efstir í keppninni eru Parker Bohn III og Bob Learn með 2.363 pinna.

Allar upplýsingar um mótið má finna hér.

Þórarinn, Guðmundur og Hörður Ingi þjálfari á góðri stund í Dubai.

Masters á Super World Championship í Dubai

Þessa dagana fer fram Masters mótið á SWC í Dubai en Íslendingar eiga 6 keppendur á því móti. Þetta er Heimsmeistaramót öldunga og keppt er í 50+ og 65+ flokkum karla og kvenna.

Í gær léku karlarnir sína fyrri 5 leiki en sama snið er á þessu móti og Heimsmeistaramóti A landsliða sem lauk á dögunum. Guðmundur Sigurðsson ÍA leikur í 50+ flokki og er í 48. sæti eftir fyrri leikina með 968 seríu eða 193,6 í meðaltal. Leikirnir voru: 237-139-176-212-204. Þórarinn Már Þorbjörnsson leikur í 65+ flokki og er í 7. sæti með 981 seríu eða 196,2 í meðaltal. Leikirnir voru: 221-184-220-179-177.

Síðan var komið að konunum að leika. Helga Sigurðardóttir úr KFR gerði sér lítið fyrir og tyllti sér í 4. sætið í 50+ flokki kvenna í sínum riðli með 948 seríu eða 189,6 í meðaltal. Leikirnir hjá henni voru: 191-216-198-203-140. Helga er í 18. sæti þegar báðir riðlar hafa leikið sína fyrri leiki. Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR sem einnig keppti í A landsliði kvenna á dögunum lék sína leiki á 848 pinnum eða 169,6 í meðaltal. Leikirnir hennar voru: 168-147-191-168-174 og er hún í 45. sæti.

Í seinni riðlinum léku þær Bára Ágústsdóttir ÍR og Laufey Sigurðardóttir ÍR. Bára er í 36. sæti samanlagt með 888 seríu eða 177,8 í meðaltal. Leikir hennar voru 160-147-168-182-231. Laufey er síðan í 62. sæti með 634 seríu eða 126,8 í meðaltal. Hennar leikir voru: 105-155-138-88-148.

Best í 50+ flokki kvenna á mótinu í gær varð hin finnska Tamminen en hún lék leikina 5 á 1.078 eða 215,6 meðaltal. Bestur hjá körlum í 50+ varð Bandaríkjamaðurinn Tom Hess með 1.270 seríu eða 254,0 í meðaltal. Nokkrir þekktir leikmenn eru í 50+ flokki karla. Þar má helst nefna Bandaríkjamennina Chris Barnes sem er í 4. sæti með 1.193 / 238,6, Parker Bohn III er þar á eftir í 5. sæti með 1.169 / 233,8. Tore Torgersen frá Noregi er í 3. sæti með 1.196 / 239,2.

Hópurinn sem keppir í Masters keppninni á Super World Champpionship í Dubai. Frá vinstri: Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR, Guðmundur Sigurðsson ÍA, Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR, Laufey Sigurðardóttir ÍR, Helga Sigurðardóttir KFR og Bára Ágústsdóttir ÍR. Þjálfari hópsins og líklegur myndasmiður er Hörður Ingi Jóhannsson ÍR.

Hist á miðri leið

Núna er Super World Championship hjá A liðum karla og kvenna lokið og við tekur heimsþing IBF sem og keppni öldunga (50+) á SWC. Lið heldri keilara hélt af stað síðustu nótt og mætti á leiðinni hluta úr hópnum sem er á leiðinni heim og var þessi mynd tekin af því tilefni.

Þau sem halda nú af stað til keppni eru:

  • Bára Ágústsdóttir ÍR
  • Helga Sigurðardóttir KFR
  • Laufey Sigurðardóttir ÍR
  • Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR (þegar stödd í Dubai)
  • Guðmundur Sigurðsson ÍA
  • Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR

Þjálfari í ferðinni er Hörður Ingi Jóhannsson

Til gamans má geta að öll þessi Sigurðarbörn eru ekki systkini.

Á myndinni eru frá vinstri:

Margrét Björg Jónsdóttir ÍR, Skúli Freyr Sigurðsson KFR, Gústaf Smári Björnsson KFR, Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR, Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR, Bára Ágústsdóttir ÍR, Hörður Ingi Jóhannsson ÍR, Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR og Laufey Sigurðardóttir ÍR. Myndina tók Helga Sigurðardóttir KFR.

Hægt er að fylgjast með mótinu og úrslitum þess á vef mótsins en segjast verður að við höfum séð betri upplýsingavefi varðandi keilukeppnir. Fólk er þó hvatt til að skoða vefinn, sjá úrslit og eftir atvikum fylgjast með beinum útsendingum frá keppninni.