Masters á Super World Championship í Dubai

Facebook
Twitter

Þessa dagana fer fram Masters mótið á SWC í Dubai en Íslendingar eiga 6 keppendur á því móti. Þetta er Heimsmeistaramót öldunga og keppt er í 50+ og 65+ flokkum karla og kvenna.

Í gær léku karlarnir sína fyrri 5 leiki en sama snið er á þessu móti og Heimsmeistaramóti A landsliða sem lauk á dögunum. Guðmundur Sigurðsson ÍA leikur í 50+ flokki og er í 48. sæti eftir fyrri leikina með 968 seríu eða 193,6 í meðaltal. Leikirnir voru: 237-139-176-212-204. Þórarinn Már Þorbjörnsson leikur í 65+ flokki og er í 7. sæti með 981 seríu eða 196,2 í meðaltal. Leikirnir voru: 221-184-220-179-177.

Síðan var komið að konunum að leika. Helga Sigurðardóttir úr KFR gerði sér lítið fyrir og tyllti sér í 4. sætið í 50+ flokki kvenna í sínum riðli með 948 seríu eða 189,6 í meðaltal. Leikirnir hjá henni voru: 191-216-198-203-140. Helga er í 18. sæti þegar báðir riðlar hafa leikið sína fyrri leiki. Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR sem einnig keppti í A landsliði kvenna á dögunum lék sína leiki á 848 pinnum eða 169,6 í meðaltal. Leikirnir hennar voru: 168-147-191-168-174 og er hún í 45. sæti.

Í seinni riðlinum léku þær Bára Ágústsdóttir ÍR og Laufey Sigurðardóttir ÍR. Bára er í 36. sæti samanlagt með 888 seríu eða 177,8 í meðaltal. Leikir hennar voru 160-147-168-182-231. Laufey er síðan í 62. sæti með 634 seríu eða 126,8 í meðaltal. Hennar leikir voru: 105-155-138-88-148.

Best í 50+ flokki kvenna á mótinu í gær varð hin finnska Tamminen en hún lék leikina 5 á 1.078 eða 215,6 meðaltal. Bestur hjá körlum í 50+ varð Bandaríkjamaðurinn Tom Hess með 1.270 seríu eða 254,0 í meðaltal. Nokkrir þekktir leikmenn eru í 50+ flokki karla. Þar má helst nefna Bandaríkjamennina Chris Barnes sem er í 4. sæti með 1.193 / 238,6, Parker Bohn III er þar á eftir í 5. sæti með 1.169 / 233,8. Tore Torgersen frá Noregi er í 3. sæti með 1.196 / 239,2.

Hópurinn sem keppir í Masters keppninni á Super World Champpionship í Dubai. Frá vinstri: Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR, Guðmundur Sigurðsson ÍA, Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR, Laufey Sigurðardóttir ÍR, Helga Sigurðardóttir KFR og Bára Ágústsdóttir ÍR. Þjálfari hópsins og líklegur myndasmiður er Hörður Ingi Jóhannsson ÍR.

Nýjustu fréttirnar