Hist á miðri leið

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Núna er Super World Championship hjá A liðum karla og kvenna lokið og við tekur heimsþing IBF sem og keppni öldunga (50+) á SWC. Lið heldri keilara hélt af stað síðustu nótt og mætti á leiðinni hluta úr hópnum sem er á leiðinni heim og var þessi mynd tekin af því tilefni.

Þau sem halda nú af stað til keppni eru:

  • Bára Ágústsdóttir ÍR
  • Helga Sigurðardóttir KFR
  • Laufey Sigurðardóttir ÍR
  • Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR (þegar stödd í Dubai)
  • Guðmundur Sigurðsson ÍA
  • Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR

Þjálfari í ferðinni er Hörður Ingi Jóhannsson

Til gamans má geta að öll þessi Sigurðarbörn eru ekki systkini.

Á myndinni eru frá vinstri:

Margrét Björg Jónsdóttir ÍR, Skúli Freyr Sigurðsson KFR, Gústaf Smári Björnsson KFR, Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR, Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR, Bára Ágústsdóttir ÍR, Hörður Ingi Jóhannsson ÍR, Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR og Laufey Sigurðardóttir ÍR. Myndina tók Helga Sigurðardóttir KFR.

Hægt er að fylgjast með mótinu og úrslitum þess á vef mótsins en segjast verður að við höfum séð betri upplýsingavefi varðandi keilukeppnir. Fólk er þó hvatt til að skoða vefinn, sjá úrslit og eftir atvikum fylgjast með beinum útsendingum frá keppninni.

Nýjustu fréttirnar