Meistari meistaranna 15. september

Þann 15. september kl. 20:00 verður Meistarakeppni KLÍ. Þar eiga að mætast Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs. Sömu lið unnu þessa titla á síðasta ári, ÍR-KLS í karlaflokki og Valkyrjur í kvennaflokki. Því munu liðin sem lentu í öðru sæti í bikarkeppninni mæta til leiks, Lærlingar og Flakkarar.

Keila í Mjódd
15. september 2005 kl. 20:00

ÍR-KLS – Lærlingar          brautir 1 – 2
Valkyrjur – Flakkarar       brautir 3 – 4

ÁHE

Haustmótið 2005

ÍR-TT stendur fyrir móti sem hlotið hefur nafnið Haustmótið 2005. Keppt verður tvisvar í viku á miðvikudögum og sunnudögum kl. 20:00 í Keilu í Mjodd, alls 8 umferðir. Mótið byrjar miðvikudaginn 24. ágúst og lýkur sunnudaginn 18. september. Mótið er tilvalið tækifæri til að koma sér í æfingu og hitta félagana. Allar nánari upplýsingar gefa Guðný 860 8830 og Sigga 895 8080.

ÁHE

Fækkun hjá konunum

Fækkun hefur orðið í 1. deild kvenna en þar munu sjö lið leika á komandi tímabili. Er þetta slæm þróun og vonandi mun verða fjölgun í deildinni í framtíðinni.
Aftur á móti er fjölgun í 2. deild karla. Þar léku sex lið í fyrra en nú eru þau átta.
Eftir næsta tímabil verður fækkað um tvö lið í 1. deild karla þannig að tímabilið 2006 – 2007 verða þar 10 lið.

ÁHE

Lenging opna tímabilsins

Stjórn KLÍ hefur ákveðið að lengja opna liðaskiptatímabilið til 31. ágúst. Er þetta gert vegna dráttar á ákvarðanatöku varðandi fyrirkomulag deilda í vetur. Öll liðaskipti skulu tilkynnt til KLÍ á til þess gerðu eyðublaði sem hægt er að nálgast hér á síðunni undir Upplýsingar hér vinstra megin. Liðaskiptagjald er kr. 1000.-

ÁHE

Dregið í töfluraðir

Miðvikudaginn 17. ágúst kl. 19:00 hefur KLÍ boðað til fyrirliðafundar í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 2. hæð. Á fundinum verður dregið í töfluraðir í deildunum og farið yfir keppnisfyrirkomulag vetrarins og þær breytirngar sem orðið hafa. „Skyldumæting“ er hjá fyrirliðum allra liða og eins eru aðrir keilarar velkomnir.

ÁHE

Keppni lokið hjá Íslendingum í Álaborg

Þátttöku Íslenska kvennalandsliðsins er lokið á HM í Álaborg.
Stelpunum gekk ekki vel í einstaklingskeppninni. Elín Óskarsdóttir varð efst íslensku stelpnanna með 184 í meðaltal sem skilaði henni í 109 sæti. Sigfríður Sigurðardóttir endaði með 169 í meðaltal og í 179. sæti. Alda Harðadóttir spilaði á 166 í meðaltal og varð í sæti 189, Dagný Þórisdóttir spilaði á 157 meðaltali og varð í 208. sæti, Guðný Gunnarsdóttir endaði með 154 í meðaltal og í 211. sæti og Jóna Þórisdóttir spilaði á 141 í meðaltal og í sæti 213. Alls voru 214 keppendur.
Í samanlögðu varð Elín efst íslensku keppendanna með 187 í meðaltal og í 114. sæti, Sigfríður endaði á 184 í meðaltal og í 128. sæti, Alda spilaði á 172 í meðaltal og varð í 179. sæti, Guðný endaði með 165 í meðaltal og í 201. sæti, Dagný endaði með 161 í meðaltal og í 207. sæti og Jóna spilaði á 160 í meðaltal og varð í 211 sæti.

Liðakeppni á HM í Álaborg

Nú er lokið liðakeppninni á Heimsmeistaramótinu og endaði íslenska kvennaliðið í 31. sæti með 169 að meðaltali í leik.  Sigurvegarar urðu lið Chinese Taipei með 203 að meðaltali í leik, í öðru sæti og með aðeins 12 pinna mun urðu Bandaríkjamenn einnig með 203 að meðaltali og í þriðja sæti heimamenn Danir með 202 að meðaltali.  En Danir hafa átt keppendur á verðlaunapalli í öllum keppnum sem lokið er þrátt fyrir að þeir hafi ekki sigrað ennþá.

Staðan er nú þannig í einstaklingskeppninni (All Events) að Yu-Ling Wang frá Chinese Taipai leiðir ennþá keppnina keppnina, í öðru sæti er Jin-A-Choi frá Kóreu og í þriðja sæti er Lynda Barnes frá Bandaríkjunum.  Sigfríður er nú orðin efst íslensku keppendanna í 107. sæti með 189 að meðaltali í leik eftir 18 leiki, en Elín fylgir henni fast á eftir og er í 113. sæti með 188 að meðaltali. Töluvert bil er síðan í aðra keppendur, Alda er í 172. sæti með 173 að meðaltali, Guðný er í 189. sæti með 169 að meðaltali, Jóna í 201. sæti með 166 að meðaltali og Dagný í 209. sæti með 162 að meðaltali.  Á morgun fimmtudag 11. ágúst og á föstudag 12. ágúst verða spilaðir 6 leikir í einstaklingskeppni.  Guðný og Alda spila í 1. riðli og Sigfríður og Elín í 2. riðli sem báðir eru spilaðir á morgun, en Jóna og Dagný spila í 4. riðli sem spilaður verður á föstudaginn.  Að lokinni einstaklingskeppninni komast 16 efstu keppendurnir áfram í úrslit (Master Round Robin) sem fara fram á laugardaginn 13. ágúst.

Sjá nánar á heimasíðu mótsins, www.wwc2005.dk

ÁHE

Þrímenning lokið

Nú er lokið keppni í þrímenningi á heimsmeistarmótinu.  Sigfríður (191), Elín (193) og Dagný (175) enduðu í 36. sæti með 186 að meðaltali í leik en Alda (178), Jóna (176) og Guðný (168) voru í 55. sæti með 174 að meðaltali, en alls kepptu 70 þrímenningar að þessu sinni.  Sigurvegarnir í þrímenningnum komu frá Chinese Taipai með 212 að meðaltali í leik, í öðru sæti og aðeins þremur pinnum á eftir kom lið frá Singapore með 211 að meðaltali og í þriðja sæti lið heimamanna frá Danmörku með 208 að meðaltali.

Staðan er nú þannig í einstaklingskeppninni (All Events) að Yu-Ling Wang frá Chinese Taipai leiðir keppnina, í öðru sæti er Jin-A-Choni frá Kóreu og í þriðja sæti er Kamilla Kjeldsen frá Danmörku.  Elín Óskarsdóttir og Sigfríður Sigurðardóttir hafa spilað best íslensku keppendanna og eru nú í 87. og 92. sæti báðar með 193 að meðaltali í leik. Aðrir okkar keppanda hafa ekki náð sér alveg á strik.  Næst kemur Alda Harðardóttir sem er í 166. sæti með 174 að meðaltali, Jóna Kristbjörg Þórisdóttir í 172. sæti með 173, Guðný Gunnarsdóttir í 186. sæti með 170 og Dagný Edda Þórisdóttir í 197. sæti með 167 að meðaltali í leik.  Alls taka 216 konur þátt í keppninni að þessu sinni.  Á morgun þriðjudag 9. ágúst hefst keppni í liðakeppni 5 manna liða. Sjá nánar á heimasíðu mótsins www.wwc2005.dk

ÁHE

Fréttir frá Álaborg

Nú er lokið tvímenningi á HM kvenna í Álaborg.

Í tvímenningi gekk okkar stelpum ágætlega. Sigfríður og Elín spiluðu saman og enduðu í 41. sæti með 194 í meðaltal. Guðný og Jóna enduðu í 95. sæti með 170 í meðaltal og Dagný og Alda enduðu í 102. sæti með 164 í meðaltal. Alls spiluðu 105 tvímenningar.

Nú stendur yfir keppni í þrímenningi og komum við með úrslit úr honum á morgun. Þeir sem vilja fylgjast með geta gert það á slóðinni online1.wwc2005.dk

ÁHE