Liðakeppni á HM í Álaborg

Facebook
Twitter

Nú er lokið liðakeppninni á Heimsmeistaramótinu og endaði íslenska kvennaliðið í 31. sæti með 169 að meðaltali í leik.  Sigurvegarar urðu lið Chinese Taipei með 203 að meðaltali í leik, í öðru sæti og með aðeins 12 pinna mun urðu Bandaríkjamenn einnig með 203 að meðaltali og í þriðja sæti heimamenn Danir með 202 að meðaltali.  En Danir hafa átt keppendur á verðlaunapalli í öllum keppnum sem lokið er þrátt fyrir að þeir hafi ekki sigrað ennþá.

Staðan er nú þannig í einstaklingskeppninni (All Events) að Yu-Ling Wang frá Chinese Taipai leiðir ennþá keppnina keppnina, í öðru sæti er Jin-A-Choi frá Kóreu og í þriðja sæti er Lynda Barnes frá Bandaríkjunum.  Sigfríður er nú orðin efst íslensku keppendanna í 107. sæti með 189 að meðaltali í leik eftir 18 leiki, en Elín fylgir henni fast á eftir og er í 113. sæti með 188 að meðaltali. Töluvert bil er síðan í aðra keppendur, Alda er í 172. sæti með 173 að meðaltali, Guðný er í 189. sæti með 169 að meðaltali, Jóna í 201. sæti með 166 að meðaltali og Dagný í 209. sæti með 162 að meðaltali.  Á morgun fimmtudag 11. ágúst og á föstudag 12. ágúst verða spilaðir 6 leikir í einstaklingskeppni.  Guðný og Alda spila í 1. riðli og Sigfríður og Elín í 2. riðli sem báðir eru spilaðir á morgun, en Jóna og Dagný spila í 4. riðli sem spilaður verður á föstudaginn.  Að lokinni einstaklingskeppninni komast 16 efstu keppendurnir áfram í úrslit (Master Round Robin) sem fara fram á laugardaginn 13. ágúst.

Sjá nánar á heimasíðu mótsins, www.wwc2005.dk

ÁHE

Nýjustu fréttirnar