Fréttir frá Álaborg

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Nú er lokið tvímenningi á HM kvenna í Álaborg.

Í tvímenningi gekk okkar stelpum ágætlega. Sigfríður og Elín spiluðu saman og enduðu í 41. sæti með 194 í meðaltal. Guðný og Jóna enduðu í 95. sæti með 170 í meðaltal og Dagný og Alda enduðu í 102. sæti með 164 í meðaltal. Alls spiluðu 105 tvímenningar.

Nú stendur yfir keppni í þrímenningi og komum við með úrslit úr honum á morgun. Þeir sem vilja fylgjast með geta gert það á slóðinni online1.wwc2005.dk

ÁHE

Nýjustu fréttirnar