Þrímenning lokið

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Nú er lokið keppni í þrímenningi á heimsmeistarmótinu.  Sigfríður (191), Elín (193) og Dagný (175) enduðu í 36. sæti með 186 að meðaltali í leik en Alda (178), Jóna (176) og Guðný (168) voru í 55. sæti með 174 að meðaltali, en alls kepptu 70 þrímenningar að þessu sinni.  Sigurvegarnir í þrímenningnum komu frá Chinese Taipai með 212 að meðaltali í leik, í öðru sæti og aðeins þremur pinnum á eftir kom lið frá Singapore með 211 að meðaltali og í þriðja sæti lið heimamanna frá Danmörku með 208 að meðaltali.

Staðan er nú þannig í einstaklingskeppninni (All Events) að Yu-Ling Wang frá Chinese Taipai leiðir keppnina, í öðru sæti er Jin-A-Choni frá Kóreu og í þriðja sæti er Kamilla Kjeldsen frá Danmörku.  Elín Óskarsdóttir og Sigfríður Sigurðardóttir hafa spilað best íslensku keppendanna og eru nú í 87. og 92. sæti báðar með 193 að meðaltali í leik. Aðrir okkar keppanda hafa ekki náð sér alveg á strik.  Næst kemur Alda Harðardóttir sem er í 166. sæti með 174 að meðaltali, Jóna Kristbjörg Þórisdóttir í 172. sæti með 173, Guðný Gunnarsdóttir í 186. sæti með 170 og Dagný Edda Þórisdóttir í 197. sæti með 167 að meðaltali í leik.  Alls taka 216 konur þátt í keppninni að þessu sinni.  Á morgun þriðjudag 9. ágúst hefst keppni í liðakeppni 5 manna liða. Sjá nánar á heimasíðu mótsins www.wwc2005.dk

ÁHE

Nýjustu fréttirnar