|
Nú hefur fyrri þremenningur okkar Íslendinga lokið keppni á Evrópumótinu í Kaupmannahöfn. Það eru þeir Stefán Claessen, Róbert Dan Sigurðsson og Bjarni Páll Jakobsson. Þeir eru sem stendur í 19 sæti en spilamennska þeirra var sem hér segir:
Við munum fylgjast með hinum þremenningnum og koma með fréttir um leið og þær berast. |
Super Series – 3 Íslendingar spila þar
|
Þrír Íslendingar leika á Super Series túrnum í Svíþjóð um páskana. Þar leika þeir á mótum í Jönköping og Söderköping. Það eru Arnar Sæbergsson, Árni Geir Ómarsson og Þórhallur Hálfdánarson úr ÍR-KLS. Þeir hafa þegar leikið 6 leiki á mótinu í Jönköping, Arnar var með 1215, Árni Geir 1171 og Þórhallur 933. Hægt er að fylgjast með þeim hér, Jönköping og Söderköping. |
|
Keppni hafin í Danmörku
| Keppni á Evrópumeistaramóti unglinga hófst í Kaupmannahöfn á mánudag með keppni í tvímenningi stúlkna. Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR spilaði þar sína fyrstu 6 leiki og endaði með 983 stig eða 164 að meðaltali í leik og var hún þá í 77. sæti í einstaklingskeppninni. Magna Ýr spilar næstu 3 leiki með þrímenningi stúlkna kl. 12:30 að staðartíma í dag og 3 leiki á sama tíma á morgun.
Sigurvegarar í tvímenningi stúlkna voru Hayley White og Sarah Overall Englandi 2.440, í 2. sæti voru Anne Gales og Sofie Lomholdt Danmörku 2.421 og í 3. sæti Emelie Alm og Caoline Jonsson Svíþjóð 2.393. Hayley White, Anne Gales og Stephanie Huiden Hollandi leiða nú einstaklingskeppni stúlkna. Í gær þriðjudag fór síðan fram keppni í tvímenningi pilta. Stefán Claessen ÍR og Jón Ingi Ragnarsson KFR spiluðu best okkar tvímenninga og enduðu í 18. sæti með 2.280, Skúli Freyr Sigurðsson KFA og Róbert Dan Sigurðsson ÍR urðu í 41. sæti með 2.112 og Andri Már Ólafsson KFR og Bjarni Páll Jakobsson KFR voru í 53. sæti með 2.067. Sigurvegarar í tvímenningi pilta voru Marcus Berndt og Pontus Halvarsson Svíþjóð 2.433, í 2. sæti Frederik Øhrgaard og Anders Vorborg Danmörku 2.418 og í 3. sæti Tom van der Vliet og Mark Jacobs Hollandi. Stefán Claessen spilaði best Íslendinganna í gær og er nú í 9. sæti í einstaklingskeppninni með 1.218 eða 203 að meðaltali í leik og Róbert Dan Sigurðsson er í 43. sæti með 1.134 eða 189 að meðaltali í leik. Marcus Berndt, Anders Vorgorg og Mykhaylo Kalika Úkraíu leiða nú einstaklingskeppni pilta. Keppni í þrímenningi pilta hefst í dag kl. 16:00 að staðartíma hjá fyrri hópnum og hjá seinni hópnum kl. 19:30 og á sama tíma á morgun. Fylgist með gangi mála á heimasíðu mótsins www.eyc2006.com |
|
Leikjaplan deildabikar
ÍA hefur tilkynnt að liðið mæti ekki til leiks á þriðjudagskvöld. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Siðasti dagur vegna tillagna
| Í dag er síðasti skiladagur fyrir félög að skila inn tillögum til stjórnar KLÍ fyrir ársþing sem haldið verður miðvikudaginn 3. maí á Akranesi. Í lögum KLÍ segir „…Málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skulu tilkynnt stjórn KLÍ minnst 4 vikum fyrir þingið. Þá skal stjórn KLÍ tilkynna sambandsaðilum dagskrá þingsins, ásamt tillögum og lagabreytingum sem borist hafa, í síðasta lagi 2 vikum fyrir þing”. Hægt er að senda inn tillögur á netfangið [email protected] | ![]() |
Evrópumeistaramót unglinga 2006
|
Evrópurmeistaramót unglinga 18 ára og yngri verður haldið í Rødovre í Kaupmannahöfn um páskana, eða nánar tiltekið dagana 8. – 17. apríl n.k. Fyrir Íslands hönd keppa þar sex piltar og ein stúlka úr þremur keilufélögum. Piltalandsliðið er þannig skipað: Andri Már Ólafsson KFR, Bjarni Páll Jakobsson KFR, Jón Ingi Ragnarsson KFR, Róbert Dan Sigurðsson ÍR, Skúli Freyr Sigurðsson KFA og Stefán Claessen ÍR. Í stúlknalandsliðinu er Magna Ýr Hjálmtýrsdóttir úr KFR. Þjálfari liðsins og aðalfararstjóri er Theódóra Ólafsdóttir og henni til aðstoðar verða þeir Hafþór Harðarsson og Magnús S. Guðmundsson sem eru þjálfarar hjá Keilufélagi Reykjavíkur og Keilufélagi Akraness. Sjá nánar hér.
|
![]() |
Páskamót ÍR
| Páskamót ÍR verður haldið í Keilu í Mjódd 8. apríl, sjá nánar í auglýsingu. | |
Deildakeppni lokið
| Deildakeppni KLÍ er lokið og að því tilefni var lokahóf KLÍ haldið í Félagsheimili Seltjarnarness s.l. laugardag í umsjón landsliðsmanna. Hápunktur kvöldsins var afhending viðurkenninga fyrir spilamennsku í deildum. Framfaraverðlaunin hlutu þau Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR og Stefán Claessen ÍR. Hér má sjá lista yfir þær viðurkenningar sem veittar voru. Nú tekur við úrslitakeppni í 1. deild karla og kvenna. Undanúrslit verða leikin 18. og 19. apríl en úrslitin 24. – 26. apríl. |
![]() |
ÍR-PLS deildarmeistarar í 1. deild karla
| ÍR-PLS urðu í kvöld deildarmeistarar í 1. deild5karla eftir æsispennandi lokaumferð. ÍR-PLS hlutu 307 stig í deildinni en KR-A, sem urðu í 2. sæti hlutu 305. Réðust úrslit í síðasta ramma í leik ÍR-PLS og Lærlinga. Því er orðið ljóst að í undanúrslitum mætast ÍR-PLS og ÍR-KLS annarsvegar og hinsvegar KR-A og KFR-Lærlingar. |
|
Valkyrjur deildameistarar
|
Nú er lokið keppni í 1. deild kvenna og enduðu KFR-Valkyrjur í 1. sæti með 324,5 stig, KFR-Afturgöngur í 2. sæti með 310,5 stig, ÍR-TT í 3. sæti 297,5 stig og KFR-Flakkarar í 4. sæti með 263,5. Þessi fjögur lið keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna en úrslitakeppnin hefst 18. apríl n.k. ÁHE |
|






