Úrslit í Deildabikar KLÍ fara fram í Keilu í Mjódd á morgun kl. 20:00. Fjörgur lið leika til úrslita. Leikið var í tveimur riðlum í vetur og fara tvö efstu liðin úr hvorum riðli í úrslit. Lokastaðan í riðlunum var þannig:
*ÍA mætti ekki til leiks í síðustu umferð. Í úrslitum er leikin tvöföld umferð allir við alla. Brautaskipan í úrslitum verða sem hér segir:
|
KFR-Lærlingar tóku þriðja sætið
Í gær léku KFR-Lærlingar og ÍR-KLS um þriðja sætið í 1. deild karla. Leikurinn var æsispennandi og jafn allan tímann. Á endanum fór þó svo að KFR-Lærlingar fóru með sigur af hólmi, sigruðu 11 – 9.
Áður höfðu ÍR-TT tryggt sér 3. sæti í 1. deild kvenna með sigri á KFR-Flökkurum. |
|
ÍR-PLS og KFR-Valkyrjur Íslandsmeistarar
Óhætt er að segja að spennan hafi verið óbærileg í Keilu í Mjódd þegar þriðja og síðasta viðureign í úrslitum 1. deildar karla fór fram. Konurnar léku líka en sá leikur náði aldrei að verða spennandi. Þar léku KFR-Valkyrjur á móti KFR-Afturgöngum og sigruðu KFR-Valkyrjur einvígið nokkuð örugglega, 33 – 27 þrátt fyrir að KFR-Afturgöngur hafi sigrað viðureignina í gær 11 – 9.
Hjá körlunum var hins vegar mikil spenna, þó svo að eftir tvo leiki í gær hafi útlitið verið dökkt hjá KR-A en þá var staðan í heldina orðin 30 – 22 fyrir ÍR-PLS. Héldu flestir að aðeins formsatriði yrði fyrir ÍR-PLS að klára málið en það lið sem fyrr næði 30,5 stigum var orðið íslandsmeistari. En KR-A var ekki á þeim buxunum að gefa eftir og þegar níu rammar voru búnir í síðasta leiknum leit út fyrir að KR-A tæki öll stigin úr þeim leik sem og stigin fyrir heildina og jafnaði því 30 – 30. KR-A hefði þá hampað titlinum á hærra meðaltali. En heilladísirnar voru með ÍR-PLS, Davíð Löve KR-A opnaði 10 ramma og tapaði þar með fyrir Jóni Bragasyni. ÍR-PLS voru þar af leiðandi búnir að tryggja sér titilinn, sigruðu í heildina 31 – 29 en jafntefli varð í viðureigninni í gær 10 – 10. Segja má að Hörður Ingi hafi verið bjargvættur ÍR-PLS en hann spilaði mjög vel í gær eða 659.
|
|
Íslandsmót í tvímenningi, breyting
Að ósk Keilu í Mjódd hefur tímasetningu á milliriðli í Íslandsmóti í tvímenningi verið breytt. Milliriðill átti að vera laugardaginn 6. maí kl. 16:00 en verður þess í stað kl. 11:30. | ![]() |
Íslandsmót í tvímenningi
Íslandsmót í tvímenningi 2006 verður haldið dagana 6. – 7. maí 2006. Mótið verður leikið bæði í Keilu í Mjódd og í Keiluhöllinni. Skráningu líkur 1. maí kl. 22:00 og er skráning í Keilu í Mjódd og á netfanginu [email protected] Sjá auglýsingu hér. |
![]() |
Dagskráin framundan
Nú líður að lokum tímabilsins og ekki úr vegi að renna yfir dagskrána sem eftir er: 26. apríl 20:00 KÍM Úrslit í 1. deild karla og kvenna Einnig eru eftir Sollumótið og Flakkaramótið en þessi mót hafa ekki verið auglýst enn. |
![]() |
Valkyrjur með stórsigur
Valkyrjur stigu stórt skref í átt að íslandsmeistaratitlinum í gær þegar þær unnu stórsigur á Afturgöngum 16 – 4 og leiða þær því einvígið 24 – 16 þegar ein viðureign er eftir. Skor liðana var sem hér segir:
Hjá körlunum er allt í járnum því KR-A sigraði ÍR-PLS í gær 11 – 9 og er staðan í heildina 21 – 19 fyrir ÍR-PLS. Liðin mætast aftur í kvöld og ráðast þá úrslit í báðum deildum.
|
|
Úrslit í 1. deild, dagur 1
Í kvöld hófst úrslitakeppnin í 1. deild karla og kvenna. Úrslit urðu sem hér segir:
1. deild karla. KR-a: 8 2407
PLS: KR-A: 1. deild kvenna. Valkyrjur: 8 1994
Afturgöngur: Valkyrjur: Á morgun leika liðin aftur og hefst keppni kl. 20:00 í Keilu í Mjódd. |
|
ÍR-TT hafnaði í þriðja sæti
ÍR-TT tryggðu sér í kvöld þriðja sæti í 1. deild kvenna þegar þær sigruðu KFR-Flakkara 12 – 8. ÍR-TT spiluðu 1975 á móti 1933 stigum KFR-Flakkara. Spilamennska einstakra leikmanna var sem hér segir: ÍR-TT: Linda Hrönn: 196-166-145=507 Bára Á. 169-165-149=483 Ástrós: 154-146-134=434 Bára Rós. 150-143-118=411 Guðný: 168-190-184=542 Theódóra: 169-143-191=503 Silla: 164-178-150=492 Elín. 166-186-184=536 Leik KFR-Lærlinga og ÍR-KLS var frestað til miðvikudags vegna veikinda í herbúðum ÍR-KLS. |
![]() |
Einvígi um Íslandsmeistaratitlana hefst í kvöld
Í kvöld hefjast úrslitarimmur í 1. deild karla og kvenna. Hjá körlunum mæta KR-A deildameisturum ÍR-PLS en hjá konunum eigast við KFR-Valkyrjur og KFR-Afturgöngur. Þetta eru fyrstu viðureignir af þremur en leikið verður mánudags-, þriðjudags-, og miðvikudagskvöld í Keilu í Mjódd, öll kvöldin kl. 20:00. Jafnframt verður leikið um þriðja sæti í báðum deildum og þar eigast við ÍR-KLS og KFR-Lærlingar hjá körlunum en hjá konunum ÍR-TT og KFR-Flakkarar. |
|