Úrslit Deildabikar

Úrslit í Deildabikar KLÍ fara fram í Keilu í Mjódd á morgun kl. 20:00.  Fjörgur lið leika til úrslita. Leikið var í tveimur riðlum í vetur og fara tvö efstu liðin úr hvorum riðli í úrslit. Lokastaðan í riðlunum var þannig:

A riðill
Sæti Lið L U J T Skor Mtl. Stig
1 ÍR-KLS 36 25 0 11 14.218 192,14 50
2 KR-A 36 25 0 11 14.204 191,95 50
3 ÍR-A 36 24 0 12 13.703 185,18 48
4 ÍR-L 36 17 0 19 13.140 177,57 34
5 KFR-Valkyrjur 36 16 0 20 12.912 174,49 32
6 ÍR-TT 36 10 0 26 12.547 169,55 20
7 KR-C 36 9 0 27 12.285 166,01 18
B riðill
Sæti Lið L U J T Skor Mtl. Stig
1 ÍR-PLS 35 25 0 10 13.762 191,14 50
2 KR-B 35 24 1 10 12.722 176,69 49
3 ÍR-P 35 24 1 10 12.658 175,81 49
4 KFK-Keiluvinir 35 16 0 19 12.279 170,54 32
5 ÍA* 30 14 1 15 10.499 174,98 29
6 KFR-Flakkarar 35 12 1 22 11.886 165,08 25
7 KFK-Keila.is 35 3 0 32 10.548 146,50 6

*ÍA mætti ekki til leiks í síðustu umferð.

Í úrslitum er leikin tvöföld umferð allir við alla. Brautaskipan í úrslitum verða sem hér segir:

 

Fyrri umferð

Seinni umferð

1 – 2

ÍR-KLS

KR-B

ÍR-PLS

KR-A

3 – 4

ÍR-PLS

KR-A

ÍR-KLS

KR-B

 

1 – 2

KR-B

KR-A

ÍR-KLS

ÍR-PLS

3 – 4

ÍR-KLS

ÍR-PLS

KR-B

KR-A

 

1 – 2

ÍR-PLS

KR-B

KR-A

ÍR-KLS

3 – 4

KR-A

ÍR-KLS

ÍR-PLS

KR-B

   

KFR-Lærlingar tóku þriðja sætið

Í gær léku KFR-Lærlingar og ÍR-KLS um þriðja sætið í 1. deild karla. Leikurinn var æsispennandi og jafn allan tímann. Á endanum fór þó svo að KFR-Lærlingar fóru með sigur af hólmi, sigruðu 11 – 9.

ÍR-KLS
Árni Geir 188 232 167 587
Þórhallur 212 232 181 625
Ívar 186 179 243 608
Arnar 170 160 191 521
2341
KFR-Lærlingar
Hafþór 224 202 234 660
Jón Ingi 190 137 185 512
Bjarni 174 181 166 521
Freyr 223 191 210 624
2317

Áður höfðu ÍR-TT tryggt sér 3. sæti í 1. deild kvenna með sigri á KFR-Flökkurum.

 


3. sæti 1. deild karla KFR-Lærlingar

3. sæti 1. deild kvenna ÍR-TT

ÍR-PLS og KFR-Valkyrjur Íslandsmeistarar

Óhætt er að segja að spennan hafi verið óbærileg í Keilu í Mjódd þegar þriðja og síðasta viðureign í úrslitum 1. deildar karla fór fram. Konurnar léku líka en sá leikur náði aldrei að verða spennandi. Þar léku KFR-Valkyrjur á móti KFR-Afturgöngum og sigruðu KFR-Valkyrjur einvígið nokkuð örugglega, 33 – 27 þrátt fyrir að KFR-Afturgöngur hafi sigrað viðureignina í gær 11 – 9.

KFR-Afturgöngur
Ragna M 153 182 190 525
Ágústa 181 160 171 512
Ragna G 198 149 191 538
Jóna 157 206 179 542
2117
KFR-Valkyrjur
Dagný 203 179 144 526
Magna 164 172 190 526
Unnur 146 155 155 456
Sigfríður 191 205 165 561
2069

Hjá körlunum var hins vegar mikil spenna, þó svo að eftir tvo leiki í gær hafi útlitið verið dökkt hjá KR-A en þá var staðan í heldina orðin 30 – 22 fyrir ÍR-PLS. Héldu flestir að aðeins formsatriði yrði fyrir ÍR-PLS að klára málið en það lið sem fyrr næði 30,5 stigum var orðið íslandsmeistari. En KR-A var ekki á þeim buxunum að gefa eftir og þegar níu rammar voru búnir í síðasta leiknum leit út fyrir að KR-A tæki öll stigin úr þeim leik sem og stigin fyrir heildina og jafnaði því 30 – 30. KR-A hefði þá hampað titlinum á hærra meðaltali. En heilladísirnar voru með ÍR-PLS, Davíð Löve KR-A opnaði 10 ramma og tapaði þar með fyrir Jóni Bragasyni. ÍR-PLS voru þar af leiðandi búnir að tryggja sér titilinn, sigruðu í heildina 31 – 29 en jafntefli varð í viðureigninni í gær 10 – 10. Segja má að Hörður Ingi hafi verið bjargvættur ÍR-PLS en hann spilaði mjög vel í gær eða 659.

ÍR-PLS
Jón Helgi 187 220 171 578
H. Ragnar 205 190 184 579
Hörður 258 169 232 659
Steinþór 224 192 192 608
2424
KR-A
Davíð 235 182 168 585
Björn S. 227 185 258 670
Magnús 191 196 256 643
Björn B. 186 179 234 599
2497
 


Íslandsmeistarar KFR-Valkyrjur

Íslandsmeistarar ÍR-PLS

2. sæti KR-A

2. sæti KFR-Afturgöngur

Áhorfendur voru fjölmargir.

Dagskráin framundan

Nú líður að lokum tímabilsins og ekki úr vegi að renna yfir dagskrána sem eftir er:

26. apríl  20:00  KÍM     Úrslit í 1. deild karla og kvenna
26. apríl 20:00   KÍM      Leikur um 3ja sæti í 1. deild karla
27. apríl  18:30  KÍM      Lokaumferð í riðli 3 í Utandeild KLÍ
30. apríl  12:00  KÍM      Íslandsmót unglingaliða úrslit
1. maí     20:00  KÍM      Deildabikar úrslit
2. maí     20:00  KÍM      Bikarkeppni liða, úrslit karla og kvenna
3. maí     17:00  AKR    Ársþing KLÍ á Akranesi
4. maí     18:30  KÍM     Utandeild KLÍ, úrslit
6. maí       9:00  ÖSK    Íslandsmót í tvímenningi – forkeppni
6. maí     16:00  KÍM     Íslandsmót í tvímenningi – milliriðill
7. maí     19:00  KÍM     Íslandsmót í tvímenningi – undanúrslit og úrslit.

Einnig eru eftir Sollumótið og Flakkaramótið en þessi mót hafa ekki verið auglýst enn.

 

Valkyrjur með stórsigur

Valkyrjur stigu stórt skref í átt að íslandsmeistaratitlinum í gær þegar þær unnu stórsigur á Afturgöngum 16 – 4 og leiða þær því einvígið 24 – 16 þegar ein viðureign er eftir.  Skor liðana var sem  hér segir:

Valkyrjur
Dagný 161 149 254 564
Unnur 144 147 143 434
Magna 202 180 170 552
Sigfríður 237 212 226 675
2225
Afturgöngur
Ragna M 171 191 181 543
Ágústa 172 142 203 517
Ragna G 160 135 295
Helga Sig 136 136
Jóna 169 152 183 504
1995

Hjá körlunum er allt í járnum því KR-A sigraði ÍR-PLS í gær 11 – 9 og er staðan í heildina 21 – 19 fyrir ÍR-PLS. Liðin mætast aftur í kvöld og ráðast þá úrslit í báðum deildum.

ÍR-PLS
Jón Helgi 212 200 146 558
Ólafur 190 179 157 526
Steinþór 234 263 193 690
H. Ragnar 224 211 206 641
2415
KR-A
Andrés 181 179 171 531
Björn  Sig 199 200 217 616
Magnús 206 236 267 709
Björn B 201 228 246 675
2531
 


ÍR-PLS hefur nauma forystu

Úrslit í 1. deild, dagur 1

Í kvöld hófst úrslitakeppnin í 1. deild karla og kvenna. Úrslit urðu sem hér segir:

1. deild karla.

KR-a:    8          2407
PLS:    12         2499

PLS:
J
ón                   223-228-199=650
Steini               215-234-188=637
Óli                   195-201-144=540
Raggi               247-203-222=672

KR-A:
Andrés:             230-180-190=600
Maggi:              233-245-204=682
Böddi:              162-223-190=556
Bjössi:              192-175-202=569          

1. deild kvenna.

Valkyrjur:           8          1994
Afturgöngurnar: 12         2016

Afturgöngur:
R
agna M           173-166-160=499
Ágústa:             195-155-160=510
Ragna Guđrún   191-159-158=508
Jóna G.            165-169-165=499

Valkyrjur:
Dagný:             163-148-179=490
Unnur:              156-155-167=478
Magna:            186-159-112=457

Lísa:                192-211-166=569

Á morgun leika liðin aftur og hefst keppni kl. 20:00 í Keilu í Mjódd.

 


KR-A fagnaði ekki í kvöld,


og það gerðu Valkyrjur ekki heldur.

ÍR-TT hafnaði í þriðja sæti

ÍR-TT tryggðu sér í kvöld þriðja sæti í 1. deild kvenna þegar þær sigruðu KFR-Flakkara 12 – 8. ÍR-TT spiluðu 1975 á móti 1933 stigum KFR-Flakkara. Spilamennska einstakra leikmanna var sem hér segir:

ÍR-TT:                                                  Flakkarar

Linda Hrönn:     196-166-145=507           Bára Á.             169-165-149=483

Ástrós:             154-146-134=434           Bára Rós.         150-143-118=411

Guðný:              168-190-184=542           Theódóra:         169-143-191=503

Silla:                 164-178-150=492           Elín.                  166-186-184=536

Leik KFR-Lærlinga og ÍR-KLS var frestað til miðvikudags vegna veikinda í herbúðum ÍR-KLS.

 

Einvígi um Íslandsmeistaratitlana hefst í kvöld

Í kvöld hefjast úrslitarimmur í 1. deild karla og kvenna. Hjá körlunum mæta KR-A deildameisturum ÍR-PLS en hjá konunum eigast við KFR-Valkyrjur og KFR-Afturgöngur. Þetta eru fyrstu viðureignir af þremur en leikið verður mánudags-, þriðjudags-, og miðvikudagskvöld í Keilu í Mjódd, öll kvöldin kl. 20:00.
Jafnframt verður leikið um þriðja sæti í báðum deildum og þar eigast við ÍR-KLS og KFR-Lærlingar hjá körlunum en hjá konunum ÍR-TT og KFR-Flakkarar. 
 


ÍR-PLS mæta KR-A í rimmu um titilinn.