Heimsmeistaramót unglinga í keilu WYC2006

Facebook
Twitter
Heimsmeistaramót unglinga í keilu, keppenda 23 ára og yngri, verður haldið í Berlín í Þýskalandi dagana 21. – 30. júlí n.k. Fyrir Íslands hönd taka þar þátt í keppninni þrír piltar, Hafþór Harðarson úr Keilufélagi Reykjavíkur og Magnús Sigurjón Guðmundsson úr Keilufélagi Akraness, sem báðir verða tvítugir í lok ársins, og Stefán Claessen úr Keiludeild ÍR, sem verður 18 ára á lokadegi mótsins. Þjálfari liðsins og fararstjóri er Theódóra Ólafsdóttir.

Mótið verður haldið í keilusalnum Schillerpark sem er staðsettur í miðborg Berlínar. Hann var byggður árið 1999 og er stærsti keilusalur í Þýskalandi. Alls taka að þessu sinni þátt í Heimsmeistaramótinu 168 keppendur frá 46 löndum. Keppt verður í einstaklingskeppni 6 leikir í stuttri olíu, tvímenningi 6 leikir í langri olíu, og liðakeppni 6 leikir í tveimur 3 leikja seríum í stuttri og langri olíu. 16 efstu leikmennirnir eftir þessa 18 leiki komast áfram og keppa í úrslitum samkvæmt útsláttarkeppni. Sjá nánar í dagskrá á heimasíðu mótsins.

Nýjustu fréttirnar