Heimsmeistaramót karla 2006

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Heimsmeistaramót karla 2006 fer fram í borginni Busan í Kóreu dagana 27. ágúst til 8. september n.k. Til leiks eru mættir keppendur frá 45 þjóðum, en því miður reyndist of kostnaðarsamt að senda íslenska keppendur til þátttöku að þessu sinni.  Keppni á mótinu hefst fimmtudaginn 31. ágúst með fyrri seríu í tvímenningi sem spiluð verður í langri olíu.

Á keppendalistanum er að finna mörg kunnugleg nöfn frá alþjóðlegum mótum. Í sænska karlalandsliðinu, sem er byggt upp á ungum leikmönnum og reynsluboltum, er m.a.að finna  Íslandsvininn Robert Andersson. Sendum við honum okkar bestu óskir um gott gengi á mótinu. Aðrir í sænska liðinu eru hinn gamlareyndi Tomas Leanderson, sem kominn er í landsliðið á nýja leik, Anders Öhman, Martin Larsen og nýliðarnir Tobias Karlsson og Peter Ljung. Fylgist með á heimasíðu mótsins og/eða á Bowling digital

Nýjustu fréttirnar