Keppni í Íslandsmóti unglingaliða hefst í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð á laugardaginn 28. október og hefst upphitun kl. 9:00. Til keppni í vetur eru skráð 4 lið, 2 lið frá ÍA, 1 frá KFR og 1 frá ÍR. Keppt verður í Íslandsmóti unglingaliða á laugardögum kl. 9:00 – u.þ.b. 11:00, og er að jafnaði keppt einu sinni í mánuði frá október til mars að desember undanskildum. Keppnisdagar í Íslandsmóti unglingaliða á keppnistímabilinu 2006 – 2007 eru eftirtaldir: laugardaginn 28. október 2006, 18. nóvember 2006, 6. janúar 2007, 27. janúar 2007, 24. febrúar 2007, 17. mars 2007 og úrslit 25. mars 2007.
Keppt er í Íslandsmóti unglingaliða að jafnaði einu sinni í mánuði á keppnistímabilinu frá október/nóvember til mars/apríl, auk úrslitakeppni 4 stigahæstu liðanna í lok keppnistímabilsins. Keppt er í liðakeppni 3 manna liða og í hverri umferð er spiluð einföld umferð, allir á móti öllum, upp á stig, 2 stig fyrir unninn leik og 1 stig fyrir jafntefli. Skipt er um mótherja og brautir eftir hvern leik. Rétt til þátttöku í Íslandsmóti unglingaliða hafa öll félög sem starfa innan KLÍ og keppnisrétt með liðunum hafa unglingar sem eru í 6. – 10. bekk grunnskóla. Keppnistímabilið 2006 – 2007 taka 4 lið þátt í Íslandsmóti unglingaliða, spilaðir verða 3 leikir í hverri umferð og miðað við þann fjölda tekur spilamennskan u.þ.b. 2 klst ef engar tafir verða. Umsjón mótsins er í höndum KLÍ, en félögin greiða kostnað vegna brautarleigu. Sjá nánar í reglugerð KLí um Íslandsmót unglingaliða
Haldið verður dómaranámskeið á vegum KLÍ fimmtudaginn 19. október kl. 19:00 í fundarsal C (kennslustofu) á 3. hæð Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal. Allir keilarar sem ekki hafa dómararéttindi og/eða vilja rifja upp reglurnar eru hvattir til að mæta. Skráning á
Fyrirhugað er að hafa Hjóna- og paramót KFR í vetur eins og undanfarin ár. Mótin hafa löngum þótt meðal þeirra skemmtilegustu sem boðið er upp á. Fyrsta mótið í vetur verður á sunnudaginn 15. okt. kl. 20:00 í Öskjuhlíð. Vegna þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í keilunni á árinu varðandi salamál ofl. eru þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í mótinu beðnir um að senda tölvupóst á 

Skráning er hafin í Reykjavíkurmót para 2006. Forkeppni er laugardaginn 7. október og sunnudaginn 8. október, 4 leikir hvorn dag. Keppt kl. 09:00 báða dagana í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Þrjú efstu pörin á pinnafalli úr leikjunum átta komast í úrslit. Úrslitin eru leikin strax að lokinni forkeppninni. Úrslit eru 3-2-1-1 og er úrslitaleikurinn tvöfaldur. Sigurvegararnir hljóta titilinn Reykjavíkurmeistarar para 2006. Verð er 6.000 á parið. Skráning fer fram hjá Dóru í síma 6619585
Bára Ágústsdóttir KFR og Hafliði Ólafsson ÍR eru Reykjavíkurmeistarar einstaklinga með forgjöf 2006 og er þetta í fyrsta sinnið sem þau vinna þennan titil. Sigruðu þau Önnu Soffíu Guðmundsdóttur KFR og Reyni Þorsteinsson ÍR í úrslitaleikjunum og fóru báðir leikirnir 2 – 1. Í þriðja sæti kvenna voru Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR og Róbert Dan Sigurðsson ÍR. Í leiknum um 3. sætið sigraði Bergþóra, Ástrósu Pétursdóttur ÍR 2 – 1 og Róbert sigraði Halldór Ásgeirsson ÍR 2 – 0.