Sigfríður Sigurðardóttir KFR og Björn G. Sigurðsson KR hafa tekið afgerandi forystu í keppninni um Íslandsmeistaratitil para að lokinni forkeppninni og virðast ekki ætla að sleppa höndinni af bikarnum. Þau spiluðu 2.497 í fyrstu 6 leikjunum eða 208,08 að meðaltali í leik. Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR og Róbert Dan Sigurðsson ÍR koma næst með 2.361 eða 196,75 að meðaltali. Ragna Matthíasdóttir og Jón Ingi Ragnarsson úr KFR eru sem stendur í 3. sæti með 2.312 eða 192,67 í meðaltal. Staðan að lokinni forkeppni
Sjóvá mótið – 64 manna úrslit karla
Dregið hefur verið í 64 manna úrslit karla sem fara fram laugardaginn 13. janúar 2007 milli kl. 9:00 – 12:00. Vinsamlega kynnið ykkur leiktíma og staðfestið mætingu á [email protected]. Í 64 manna úrslitum eru eftirtaldir leikir:
Hjóna- og paramót KFR og Snerils
Önnur umferð hjóna- og paramóts KFR var spiluð í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð sunnudaginn 7. janúar. Sigurvegarar í þessari umferð voru Theódóra og Þórir með 1114, í öðru sæti Sigfríður og Björn með 1087 og í þriðja sæti Vilborg og Einar með 1025. Sjá stöðuna í mótinu
Íslandsmót unglingaliða 3. umferð
Þriðja umferðin í Íslandsmóti unglingaliða fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð um helgina. Lið ÍA-1 vann alla sína leiki að þessu sinni og hefur nú tekið forystu í keppninni með 16 stig og 3.910 pinna, ÍR fylgir þeim fast á eftir og er í 2. sæti með 14 stig og 4.075 pinna, KFR er í 3. sæti með 4 stig og 3.012 pinna og ÍA-2 er í 4. sæti með 2 stig og 2.880 pinna. Bestu spilamennsku dagsins áttu þeir Hafliði Örn Ólafsson ÍR sem spilaði 600 seríu og Skúli Freyr Sigurðsson KFA sem spilaði 551. Sjá nánar
Fjórða umferð í Íslandsmóti unglingaliða fer fram í Keilusalnum á Akranesi laugardaginn 27. janúar og hefst kl. 9:00.
Íslandsmót para 2007
Góð þátttaka er í Íslandsmóti para að þessu sinni, en alls eru 12 pör skráð til keppni. Sigurstranglegust í hópnum verða að teljast núverandi Íslandsmeistarar para, hjónin Sigfríður Sigurðardóttir KFR og Björn G. Sigurðsson KR. En meðal þeirra sem líklegir eru til að veita þeim harða keppni eru Guðný Gunnarsdóttir og Halldór Ragnar Halldórsson úr ÍR, sem eru núverandi Reykjavíkurmeistarar para, og einnig þau Hafþór Harðarson og Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR. Sjá lista yfir keppendur
Keppni hefst mánudaginn 8. janúar með forkeppni þar sem spilaðir eru 6 leikir. 8 efstu pörin komast síðan áfram í milliriðil sem keppt er í þriðjudaginn 9. janúar þar sem leiknir eru aðrir 6 leikir. Að því loknum leika tvö efstu pörin til úrslita og fara úrslitin fram strax að lokinni keppni í milliriðli. Verð er kr. 5.500 fyrir parið í forkeppni. Sjá nánar í auglýsingu
Sjóvá mótið – Forkeppni lokið
Forkeppni í Sjóvá mótinu, bikarkeppni einstaklinga 2007, lauk í gær laugardaginn 6. janúar. Þá spiluðu 24 keppendur í mótinu og voru það því alls 47 karlar og 22 konur eða samtals 69 keppendur sem tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Eru það töluvert færri keppendur vant en, en þeir hafa verið á bilinu 90 – 100 síðustu árin.
Dregið verður í 64 manna úrslit karla mánudaginn 8. janúar að lokinni forkeppni í Íslandsmóti para. 15 leikir fara fram í 64 manna úrslitum karla sem fara fram laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. janúar 2007 og sitja 17 efstu karlarnir því hjá í fyrstu umferð.
6 leikir fara fram í 32 manna úrslitum kvenna og sitja 10 efstu konurnar því hjá í fyrstu umferð. Stefnt er að því að 32 manna úrslit karla og kvenna fari fram í febrúar.
Hafþór Harðarson KFR hélt forystu í karlaflokki með 697 seríu, Róbert Dan Sigurðsson ÍR er annar með 695 og Bragi Már Bragson KR er þriðji með 694. Í kvennaflokki á Sigfríður Sigurðardóttir KFR langhæstu seríuna eða 666, Ragna Matthíasdóttir KFR spilaði 601 um helgina og er því með næst hæstu seríuna og Ágústa Þorsteinsdóttir KFR kemur næst með 567. Sjá nánar
Sjóvá mótið – Síðasta tækifæri
Síðasta tækifærið til að spila í forkeppni í Sjóvá mótinu, bikarkeppni einstaklinga er um helgina. Þrír riðlar verða á morgun, laugardaginn 6. janúar kl. 9:00, 10:00 og 11:00. Skráning er á netfangið [email protected] . Hafþór Harðarson KFR er með forystu í karlaflokki með 697 seríu, Róbert Dan Sigurðsson ÍR kemur á hæla honum með 695 og Bragi Már Bragson KR er þriðji með 694. Í kvennaflokki á Sigfríður Sigurðardóttir KFR langhæstu seríuna eða 666, Ágústa Þorsteinsdóttir KFR kemur næst með 567 og Sigríður Klemensdóttir ÍR er þriðja með 561. Sjá nánar stöðuna í mótinu
Unglingamót
Þriðja umferðin í Íslandsmóti unglingaliða fer fram í Keiluhöllinni á morgun laugardaginn 6. janúar 2007 og hefst kl. 9:00. Sjá stöðuna í mótinu
Þriðja umferðin í Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keiluhöllinni laugardaginn 20. janúar 2007 og hefst kl. 9:00. Sjá stöðuna í mótinu
Íslandsmót para 2007
Íslandsmót para 2007 verður haldið dagana 8. og 9. janúar 2007 í Keiluhöllinni. Spilaðir eru 6 leikir í forkeppni og komast 8 efstu pörin áfram í milliriðil. Þar eru leiknir aðrir 6 leikir, og leika tvö efstu pörin að því loknu til úrslita. Verð er kr. 5.500 fyrir parið í forkeppni. Skráning fer fram á netfanginu [email protected] og lýkur föstudaginn 5. janúar kl. 22:00. Sjá nánar í auglýsingu
Kampavínsmót KFR 2006
Sannkölluð metþátttaka var í Kampavínsmóti KFR sem haldið var í Keiluhöllinni á gamlársdag, en alls voru það 51 keppandi sem tók þátt að þessu sinni. Keppt var á öllum brautum í og var sérstaklega ánægjulegt að sjá húsið fullt af keilurum þennan síðasta dag ársins.
Úrslit mótsins voru þau að Róbert Dan Sigurðsson ÍR sigraði í * flokki með 654 seríu, Bjarni Páll Jakobsson KFR var í 2. sæti með 619 og Robert Anderson var í 3. sæti með 616. Magnús Sigurjón Guðmundsson kFA sigraði í A flokki með 598, Hafliði Örn Ólafsson var í 2. sæti með 582 og Guðný Gunnarsdóttir ÍR varð í 3. sæti með 576. Axel Heimir Þórleifsson KFK sigraði í B flokki með 565, Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR varð í 2. sæti með 516 og Sigurður Þorsteinn Guðmundsson KFA varð í 3. sæti með 515. Benedikt Jóhannsson KFA sigraði í C flokki með 489, Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson var í 2. sæti með 485 og Laufey Sigurðardóttir ÍR varð í 3. sæti með 437. Hafþór og Pétur Orri fengu viðurkenningar fyrir hæsta og lægsta leik Sjá nánar