Íslandsmót para 2007

Facebook
Twitter

Góð þátttaka er í Íslandsmóti para að þessu sinni, en alls eru 12 pör skráð til keppni. Sigurstranglegust í hópnum verða að teljast núverandi Íslandsmeistarar para, hjónin Sigfríður Sigurðardóttir KFR og Björn G. Sigurðsson KR. En meðal þeirra sem líklegir eru til að veita þeim harða keppni eru Guðný Gunnarsdóttir og Halldór Ragnar Halldórsson úr ÍR, sem eru núverandi Reykjavíkurmeistarar para, og einnig þau Hafþór Harðarson og Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR.  Sjá lista yfir keppendur

Keppni hefst mánudaginn 8. janúar með forkeppni þar sem spilaðir eru 6 leikir. 8 efstu pörin komast síðan áfram í milliriðil sem keppt er í þriðjudaginn 9. janúar þar sem leiknir eru aðrir 6 leikir. Að því loknum leika tvö efstu pörin til úrslita og fara úrslitin fram strax að lokinni keppni í milliriðli. Verð er kr. 5.500 fyrir parið í forkeppni. Sjá nánar í auglýsingu

Nýjustu fréttirnar