Íslandsmót unglingaliða 3. umferð

Facebook
Twitter

Þriðja umferðin í Íslandsmóti unglingaliða fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð um helgina. Lið ÍA-1 vann alla sína leiki að þessu sinni og hefur nú tekið forystu í keppninni með 16 stig og 3.910 pinna, ÍR fylgir þeim fast á eftir og er í 2. sæti með 14 stig og 4.075 pinna, KFR er í 3. sæti með 4 stig og 3.012 pinna og ÍA-2 er í 4. sæti með 2 stig og 2.880 pinna. Bestu spilamennsku dagsins áttu þeir Hafliði Örn Ólafsson ÍR sem spilaði 600 seríu og Skúli Freyr Sigurðsson KFA sem spilaði 551. Sjá nánar

Fjórða umferð í Íslandsmóti unglingaliða fer fram í Keilusalnum á Akranesi laugardaginn 27. janúar og hefst kl. 9:00.

Nýjustu fréttirnar