Dagskrá næstu viku

Í næstu viku, 18. – 24. febrúar, verður eingöngu keppt í 1. deild kvenna, en tekið hlé á keppni í karladeildum. Er þetta gert þar sem spilaðar eru 21. umferð í kvennadeildinni, en 18. umferðir í karladeildunum.

Á á Akranesi mætast KFA-ÍA og ÍR-KK á sunnudag 18. febrúar kl. 13:00, og á mánudag 19. febrúar kl. 19:00 mætast í Keiluhöllinni ÍR-TT og KFR-Afturgöngurnar, KFR-Valkyrjur og KFR-Skutlurnar, en lið ÍR-BK situr hjá í þessari umferð. Sjá stöðuna í deildinni

Fjórða umferð í Deildarbikar liða fer fram í Keiluhöllinni þriðjudaginn 20. febrúar kl. 19:00. Sjá nánar leiki umferðarinnar og stöðuna í deildinni

Þriðja umferð Félagakeppni KLÍ fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð fimmtudaginn 22. febrúar kl. 18:30. Sjá nánar stöðuna í keppninni

Sjóvá mótið – 32 manna úrslit

7 leikir fóru fram í Sjóvá mótinu um helgina. Í karlaflokki sigruðu þeir Árni Geir Ómarsson ÍR, Halldór Ragnar Halldórsson ÍR, Þórarinn Már ÞorbjörnssonÍR, Bjarni Páll Jakobsson KFR Bragi Már Bragason KR, Stefán Claessen ÍR og Jón Ingi Ragnarsson KFR. Og í kvennaflokki tryggði Sirrý Hrönn Haraldsdóttir sér sæti í 16 manna úrslitum.

Dregið verður í 16 manna úrslit karla og kvenna sem fara fram 16. og 17. mars 2007 á undan deildarbikar 20. febrúar.

Í karlaflokki eru komnir áfram í 16 manna úrslit: Halldór Ásgeirsson ÍR, Arnar Sæbergsson ÍR, Atli Þór Kárason ÍR, Árni Geir Ómarsson ÍR, Halldór Ragnar Halldórsson ÍR, Þórarinn Már ÞorbjörnssonÍR, Bjarni Páll Jakobsson KFR Bragi Már Bragason KR, Stefán Claessen ÍR og Jón Ingi Ragnarsson KFR. 6 leikjum er ólokið í 32 manna úrslitum karla.

Í kvennaflokki eru komnar áfram í 16 manna úrslit: Laufey Sigurðardóttir ÍR, Dagný Edda Þórisdóttir KFR, Anna Magnúsdóttir ÍR, Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR og Sirrý Hrönn Haraldsdóttir, ásamt þeim 10 efstu konum sem sátu hjá í fyrstu umferðinni. En þær eru: Sigfríður Sigurðardóttir, Ragna Matthíasdóttir, Ágústa Þorsteinsdóttir, Sigríður Klemensdóttir, Guðný Gunnarsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Magna Ýr Hjálmtýsdóttir, Linda Hrönn Magnúsdóttir, Sigurlaug Jakobsdóttir og Karen Rut Sigurðardóttir. Einum leik er ólokið í kvennaflokki milli Guðrúnar Arnarsdóttur KFR og Bergþóru Rósar Ólafsdóttur ÍR.

Evrópuleikar fyrirtækja 2007

Það voru Landsbankinn og Pósturinn sem kepptu um þátttökuréttinn á Evrópuleikum fyrirtækja, European Company Sports Games, sem verða haldnir í Álaborg í Danmörku, dagana 27. júní til 1. júlí 2007. Lauk æsispennandi viðureigninni með naumum sigri Póstsins með 2.148 pinnum gegn 2.122 hjá Landsbankanum. Lið Póstsins sem verður fulltrúi Íslands á Evrópuleikjum fyrirtækja skipuðu þeir Jón Einar Halldórsson 584, Hannes Jón Hannesson 518, Reynir Þorsteinsson 458 og Ásgeir Símon Halldórsson 588. Í liði  Landsbankans voru Bára Ágústsdóttir 485, Jafet Óskarsson 486, Þórarinn Már Þorbjörnsson 562, Stefán Þór Jónsson 589 og Halldóra Í. Ingvarsdóttir.

Íslandsmót unglinga 2007

Í dag var þriðji keppnisdagurinn í Íslandsmóti unglinga. Jón Ingi Ragnarsson KFR spilaði best allra í dag 1.319, Andri Már Ólafsson KFR spilaði 1.260,  Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR spilaði 1.174 og var aðeins einum pinna frá vikugömlu Íslandsmeti Karenar Rutar Sigurðardóttir ÍR, sem í dag spilaði 1.128.

Í dag réðust úrslit í þremur flokkum:
Í 1. flokki pilta varð Íslandsmeistari Jón Ingi Ragnarsson KFR, í 2. sæti varð Andri Már Ólafsson KFR og í 3. sæti varð Bjarni Páll Jakobsson KFR.
Í 1. flokki stúlkna varð Íslandsmeistari Karen Rut Sigurðardóttir ÍR, í 2. sæti varð Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR og Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR varð í 3. sæti.
Í 2. flokki stúlkna varð Íslandsmeistari Ástrós Pétursdóttir ÍR og í 2. sæti Bylgja Ösp Pedersen KFA.

Á morgun sunnudag 18. febrúar kl. 9:00 spila keppendur í 3. og 4. flokki 3 leiki. Síðan fara fram úrslit í 2. og 3. flokki pilta og hefjast þau um kl. 10:30, en ekki eru spiluðu úrslit í öðrum flokkum vegna lítillar þátttöku. Að því loknu verður spilað til úrslita í Opnum flokki pilta og stúlkna, en þar keppa þeir þrír piltar og þrjár stúlkur sem efst eru að meðaltali, óháð flokki. Hvetjum við alla til að mæta á staðinn og fylgjast með spennandi keppni.

Þeir keppendur sem spila til úrslita í 2. flokki pilta eru: Hafliði Örn Ólafsson ÍR, Skúli Freyr Sigurðarson KFA og Páll Óli Knútsson KFR.

Staðan í öðrum flokkum er þannig: 
Í 3. flokki pilta: Arnar Davíð Jónsson ÍR, Einar Sigurður Sigurðsson ÍR og Kristófer Arnar Júlíusson KFA
Í 3. flokki stúlkna: Steinunn Inga Guðmundsdóttir KFA og Hjördís Helga Árnadóttir KFA.
Í 4. flokki pilta: Guðmundur Gestur Garðarson KFA og Bjarki Steinn Björnsson KR.

Þeir keppendur sem spila til úrslita í Opnum flokki eru í piltaflokki: Jón Ingi Ragnarsson KFR 203,7, Andri Már Ólafsson KFR 190,4 og Hafliði Örn Ólafsson ÍR 187,9, og í stúlknaflokki: Karen Rut Sigurðardóttir ÍR 190,2, Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR 187,9 og Ástrós Pétursdóttir ÍR 154,7.
 
Að loknum úrslitum verður síðan verðlaunaafhending í öllum flokkum og má gera ráð fyrir að húnverði um kl. 11.30

Bikarkeppni KLÍ – 8 liða úrslit

Það var sannkölluð „háspenna – lífshætta“ í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð þegar 8 liða úrslit Bikarkeppni KLÍ fóru þar fram fimmtudaginn 15. febrúar. Tveir leikir, á milli ÍR-A og KR-B og ÍR-PLS og KFR-Lærlinga fóru í framlengingu og bráðabana og lauk báðum með naumum sigri ÍR-inga. KR-A vann KFR-JP-kast örugglega og voru við það að setja Íslandsmet þegar þeir spiluðu 1.006 í síðasta leiknum, en serían þeirra var 2.677. ÍR-KLS vann KFR-Stormsveitina einnig með nokkrum yfirburðum og svo var einnig um KFR-Afturgöngurnar í leik þeirra á móti ÍR-BK.

Bikarmeistarar fyrra árs KFR-Lærlingar eru því fallnir úr leik og ljóst að krýndir verða nýir meistarar í karlaflokki. Í 4 liða úrslitum karla spila KR-A, ÍR-A, ÍR-KLS og ÍR-PLS. Í 4 liða úrslitum kvenna spila KFR-Afturgöngurnar, KFR-Valkyrjur, KFA-ÍA og ÍR-TT. Dregið verður í 4ra liða úrslit Bikarkeppni KLÍ fimmtudaginn 22. febrúar á undan keppni í Félagakeppni KLÍ. Undanúrslitin fara síðan fram fimmtudaginn 15. mars n.k.

Leikirnir í 8 liða úrslitum fóru þannig:
KFR-Afturgöngurnar – ÍR-BK 3 – 0
KR-A – KFR-JP-kast 3 – 0
ÍR-A – KR-B 2 – 2, ÍR-A vann í bráðabana
ÍR-KLS – KFR-Stormsveitin 3 – 0
ÍR-PLS – KFR-Lærlingar 2 – 2, ÍR-PLS vann í bráðabana

Á brautum 1 – 2 mættust KFR-JP-kast og KR-A og þrátt fyrir góða spilamennsku JP-kast, sem að þessu sinni voru án síns sterkasta manns, voru þeir lítil fyrirstaða fyrir KR-ingana sem eru í hörku formi þessa dagana. Viðureignin fór því 3 – 0 fyrir KR-A sem spiluðu 773, 898 og 1006 eða samtals 2.677 og voru þeir aðeins 18 pinnum frá Íslandsmeti í einum leik. Leikir KFR-JP-kast voru 624, 779 og 889 eða samtals 2.292. Bestu spilarar á brautarparinu voru Björn G. Sigurðsson 715, Magnús Magnússon 663, Andrés Páll Júlíusson 656, Björn Birgisson 643, Valgeir Þórisson 608 og Ólafur Ólafsson 606.

Á brautum 3 – 4 voru miklar sveiflur í spilamennskunni. KR-B byrjaði með látum og vann fyrstu tvo leikina nokkuð örugglega með 817 og 814 gegn 724 og 657 hjá ÍR-A og leit út fyrir að það væri formsatriði fyrir KR-inga að klára leikinn. Í þriðja og fjórða leiknum komu ÍR-ingar síðan til baka og sigruðu með 744 og 723 gegn 655 og 716. Í bráðbananum var spennan mikil og réðust úrslitin hjá síðustu mönnum og fór þannig að ÍR-A vann með 153 pinnum gegn 142 hjá KR-B. Bestu spilarar á brautarparinu voru Davíð Löve 764, Bragi Már Bragason 763, Kristján Hafliðason 725 og Stefán Þ. Jónsson 725 (í 4 leikjum).

Viðureign ÍR-KLS og KFR-Stormsveitarinnar fór fram á brautum 5 – 6. Sigurinn var nokkuð öruggur hjá ÍR-KLS sem spilaði 802, 749 og 830 eða samtals 2.381 gegn 707, 711 og  795 eða samtals 2.213 hjá KFR-Stormsveitinni. Bestu spilarar á brautarparinu voru Árni Geir Ómarsson 626, Arnar Sæbergsson 618, Stefán Claessen 616 og Andri Már Ólafssn 601.

Stórviðureign umferðarinnar fór síðan fram á brautum 7 – 8 í leik ÍR-PLS og bikarmeistaranna KFR-Lærlinga sem mættu til leiks án Bjarna Páls Jakobssonar. Hjá ÍR-PLS var Steinþór G. Jóhannsson hins vegar mættur til leiks eftir nokkurra vikna hlé og byrjaði með látum, virtist aðeins vanta upp á úthaldið í fjóra leiki. ÍR-PLS vann fyrsta leikinn nokkuð örugglega með 862 gegn 826 hjá KFR-Lærlingum. Annar leikurinn var æsispennandi og lauk með sigri KFR-Lærlinga með 821 gegn 812. Þá virtist verða hálfgert spennufall hjá KFR-Lærlingum, því þriðja leiknum lauk með öruggum sigri ÍR-PLS með 957 gegn 695 þar sem Halldór Ragnar Halldórsson spilaði 290 leik. Fjórði leikurinn var síðan í járnum allan tímann fram í 10 ramma hjá síðasta manni og lauk með sigri KFR-Lærlinga með 4 pinnum 763 gegn 759, þar sem Freyr náði að tengja inn í 10 ramma.  Í bráðbananum byrjuðu Lærlingarnir vel og voru með þrjár fellur í 9 ramma á móti 4 feykjum hjá ÍR-PLS og leit út fyrir að þeir væru komnir með aðra höndina á bikarinn, en þar sem enginn þeirra náði að nýta sér forskotið og tengja inn í 10 ramma lauk leiknum með sigri ÍR-PLS 156 gegn 147. Bestu spilararnir á brautarparinu voru Halldór Ragnar Halldórsson 702 + 222, Steinþór G. Jóhannsson 688 + 172, Róbert Dan Sigurðsson 634 + 180, Hafliði Örn Ólafsson 607 + 185. Hæsti leikur Halldórs Ragnars var eins og áður segir 290, en Steinþór spilaði 263 og Hafliði Örn setti persónulegt met með 258 leik.

Á brautum 9 og 10 mættust kvennaliðin KFR-Afturgöngurnar og ÍR-BK sem að þessu sinni mættu til leiks án Ástrósar Pétursdóttur. Þrátt fyrir ágæta spilamennsku ÍR-BK áttu KFR-Afturgöngurnar ekki í erfiðleikum með að landa sigrinum að þessu sinni. Leikir þeirra voru 719, 695 og 709 eða samtals 2.123 gegn 628, 627 og 654 eða samtals 1.909 hjá ÍR-BK. Bestu spilarnir á brautarparinu voru Karen Rut Sigurðardóttir 599, Ragna Matthíasdóttir 570, Helga Sigurðardóttir 551 Jóna Gunnarsdóttir 505 og Halldóra Í. Ingvarsdóttir 502.

Íslandsmót liða 1. deild karla

Í 12. umferð 1. deildar karla sem fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð þriðjudaginn 13. febrúar voru sannkallaðir stórleikir. KR-A vann ÍR-A 15 – 5 með 2.546 stigum á móti 2.367. Leikir liðsins voru 884, 774 og 888 þar sem Andrés Páll Júlíusson spilaði 701 og hæsta leik 267, Magnús Magnússon 646, Björn G. Sigurðsson 603 og Björn Birgisson 596.

Hjá ÍR-A spilaði Atli Þór Kárson 631, Stefán Þór Jónsson 629 og Matthías Helgi Júlíusson 618. KR-B sigraði ÍR-L 14,5 – 5,5 með 2.300 á móti 2.212 þar sem gamla „ljónið“ Davíð Löve spilaði 622. ÍR-PLS sigraði ÍR-P örugglega 20 – 0 með 2.296 á móti 1.670 þar sem Halldór Ragnar Halldórsson var eini spilarinn sem náði 600 seríu eða 624. KFR-Lærlingar áttu heldur í litlum vandræðum með félaga sína í KFR-Stormsveitinni og unnu þá viðureign 17,5 – 2,5 með 2.455 gegn 2.173. Hafþór Harðarson 687, Freyr Bragason 636 og Jón Ingi Ragnarsson 615 spiluðu best á settinu.

Leik ÍR-KLS og KFR-Þrasta var frestað að beiðni Þrastanna og stefnt er að því að viðureignin fari fram á mánudag 19. febrúar.

Staðan er nú þannig í 1. deild karla að KFR-Lærlingar eru komnir með nokkuð örugga forystu með 186 stig í efsta sætinu. KR-A er í 2. sæti 0,5 stigum hærri en ÍR-PLS sem eru í 3. sæti með 165 stig. ÍR-A kemur síðan í 4. sæti með 140,5 stig og KR-B í 5. sæti með 133,5. Síðan koma ÍR-KLS með 115,5 stig og leik til góða. Í 6. sæti er KFR-Stormsveitin með 90 stig, ÍR-L er í 7. sæti með 82 stig og í neðstu sætunum eru síðan KFR-Þrestir með 58 stig og leik til góða og restina rekur ÍR-P með 44 stig.

Í næstu umferð, 13. umferð sem fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð þriðjudaginn 27. febrúar kl. 19:00, mætast toppliðin KFR-Lærlingar og ÍR-PLS, KFR-Stormsveitin og ÍR-KLS, KR-A og KFR-Þröstur, ÍR-L og ÍR-P, KR-B og ÍR-A.

Íslandsmót liða 2. deild karla

Aðeins tveir leikir hafa farið fram í 12. umferð 2. deildar karla þar sem leikjum Skagaliðanna var frestað vegna Íslandsmót unglinga. KFR-JP-kast sigraði ÍR-T 13 – 7 með 2.003 á móti 1.782 og KFK-Keila.is vann ÍR-Línur 15 – 5 með 1.962 á móti 1.855.

Leikur KFA-ÍA-B og ÍR-NAS fer fram í Keilusalnum á Akranesi á morgun fimmtudag kl. 19:00, en ekki hefur verið ákveðinn leiktími fyrir leik KFA-ÍA og KFK-Keiluvina sem einnig á að fara fram á Skaganum. Lið KR-C sat hjá í þessari umferð.

Vegna frestunar leikja er erfitt að ráða í stöðuna en miðað við þá leiki sem lokið er KFA-ÍA enn í efsta sæti með 156 stig og leik til góða. KFR-JP-kast er í 2. sæti með 155 stig, KFK-Keiluvinir eru í 3. sæti með 134 stig og leik til góða og KR-C í 4.sæti með 116 stig.

Í næstu umferð, 13. umferð sem fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð mánudaginn 26. febrúar kl. 19:00, mætast KR-C og KFA-ÍA-B, ÍR-NAS og KFR-JP-kast, ÍR-Línur og KFK-Keiluvinir, ÍR-T og Keila.is, en toppliðið KFA-ÍA-A situr hjá.

Íslandsmót liða 1. deild kvenna

Liðsmenn ÍR-TT fóru á kostum á mánudaginn í 13. umferð 1. deildar kvenna, þegar þær unnu KFR-Skutlurnar 20 – 0 og spiluðu hæstu seríu 2.347 og hæsta leik 858 í kvennadeildinni í vetur. Leikir liðsins voru 760, 858 og 729. Þetta var jafnframt hæsti leikur og sería liðsins frá upphafi. Guðný Gunnarsdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir áttu sannkallaða stórleiki þegar þær spiluðu hæstu leiki vetrarins, Guðný 268 í fyrsta leik og Linda Hrönn 267 í öðrum leik og var liðið aðeins 5 pinnum frá gildandi Íslandsmeti í tveimur leikjum.

Seríur liðsmanna voru Guðný Gunnarsdóttir 614, Linda Hrönn Magnúsdóttir 607, Sigurlaug Jakobsdóttir 551 og Sigríður Klemensdóttir 575.

KFR-Valkyrjur áttu einnig stórleik á móti KFR-Afturgöngunum og sigruðu þær 16,5 – 3,5 í toppbaráttunni með 2.300 á móti 2.029. Sigfríður Sigurðardóttir spilaði 658 sem er hæsta sería einstaklings í kvennadeildinni í vetur og voru leikir hennar 214, 203 og 241. Dagný Edda Þórisdóttir spilaði 575, Theódóra Ólafsdóttir 541 og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir 526. Hjá KFR-Afturgöngunum spilaði Jóna Gunnarsdóttir best eða 537.

Þriðja leik umferðarinnar á milli ÍR-BK og KFA-ÍA lauk með 12 – 8 sigri fyrir ÍR-BK sem spiluðu 1.809 á móti 1.694. Þar spilaði best Karen Rut Sigurðardóttir ÍR-BK 518, en hún skipti um áramótin úr ÍR-TT yfir í ÍR-BK og hefur styrkt liðið mikið. Lið ÍR-KK sat hjá í þessari umferð.

Með þessum góða sigri náði ÍR-TT að komast upp í 2. sæti deildarinnar með 172 stig, 6,5 stigum á eftir KFR-Valkyrjum sem eru í efsta sætinu með 178,5. KFR-Afturgöngurnar koma síðan í 3. sæti með 158,5 stig, KFR-Skutlurnar í 4. sæti með 102 stig og lið ÍR-BK vinnur á og er komið í 5. sæti með 72 stig. Í 6. sæti er KFA-ÍA með 48, 5 stig og í 7. sæti ÍR-KK einnig með 48,5 stig.

Í næstu umferð, 14. umferð, mætast í Keilusalnum á Akranesi á sunnudag 18. febrúar kl. 13:00 KFA-ÍA og ÍR-KK  og í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð mætast á mánudag 19. febrúar kl. 19:00 ÍR-TT og KFR-Afturgöngurnar, KFR-Valkyrjur og KFR-Skutlurnar, en lið ÍR-BK situr hjá.

Sjóvá mótið 32 manna úrslit karla og kvenna

Sunnudaginn 11. febrúar fóru fram fyrstu leikirnir í 32 manna úrslitum karla og kvenna í Sjóvá mótinu, bikarkeppni einstaklinga 2007 og síðasti leikurinn í 64 manna úrslitum karla. Mótið heldur áfram um helgina og verður keppt á laugardag 17. febrúar kl. 11:00 og sunnudag 18. febrúar frá kl. 9:00 – 12:00 samhliða keppni á Íslandsmóti unglinga.

Í karlaflokki eru ÍR-ingarnir Halldór Ásgeirsson, Arnar Sæbergsson og Atli Þór Kárason búnir að tryggja sér sæti í 16 manna úrslitum. En í kvennaflokki eru þær Laufey Sigurðardóttir ÍR, Dagný Edda Þórisdóttir KFR, Anna Magnúsdóttir ÍR og Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR komnar áfram í næstu umferð ásamt þeim 10 efstu konum sem sátu hjá í fyrstu umferðinni. En þær eru: Sigfríður Sigurðardóttir, Ragna Matthíasdóttir, Ágústa Þorsteinsdóttir, Sigríður Klemensdóttir, Guðný Gunnarsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Magna Ýr Hjálmtýsdóttir, Linda Hrönn Magnúsdóttir, Sigurlaug Jakobsdóttir og Karen Rut Sigurðardóttir.

Dregið verður í 16 manna úrslit karla og kvenna sem fara fram 16. og 17. mars 2007 á undan deildarbikar 20. febrúar.

Evrópuleikar fyrirtækja 2007

Evrópuleikar fyrirtækja, European Company Sports Games, verða haldnir í Álaborg í Danmörku, dagana 27. júní til 1. júlí 2007 og getur Ísland nú í fyrsta skipti tekið þátt í þessari keppni.  KLÍ heldur nú forkeppni fyrir Evrópuleikana og þurfa sigurvegarar í forkeppni að skuldbinda sig til þátttöku á Evrópuleikunum. Forkeppnin verður haldin laugardaginn 17. febrúar 2007 kl. 12.00, og síðar ef mikil þátttaka verður.

Leikið er í 4ra manna liðum sem mega vera blönduð og fá konur 5 pinna í forgjöf pr leik. Leiknir verða 3 leikir og ræður heildarskor röð liða. Verð í forkeppnina er kr. 5.000,-  Skráning fer fram á netfanginu skraning (hjá) kli.is og lýkur fimmtudaginn 15. febrúar kl. 22.00. Sjá nánar í auglýsingu

Nánari upplýsingar um keppnisfyrirkomulag er hægt að nálgast hjá Valgeiri Guðbjartssyni formanni KLÍ, valgeir (hjá) kli.is eða í síma 825-4600.