Sjóvá mótið – 32 manna úrslit

Facebook
Twitter

7 leikir fóru fram í Sjóvá mótinu um helgina. Í karlaflokki sigruðu þeir Árni Geir Ómarsson ÍR, Halldór Ragnar Halldórsson ÍR, Þórarinn Már ÞorbjörnssonÍR, Bjarni Páll Jakobsson KFR Bragi Már Bragason KR, Stefán Claessen ÍR og Jón Ingi Ragnarsson KFR. Og í kvennaflokki tryggði Sirrý Hrönn Haraldsdóttir sér sæti í 16 manna úrslitum.

Dregið verður í 16 manna úrslit karla og kvenna sem fara fram 16. og 17. mars 2007 á undan deildarbikar 20. febrúar.

Í karlaflokki eru komnir áfram í 16 manna úrslit: Halldór Ásgeirsson ÍR, Arnar Sæbergsson ÍR, Atli Þór Kárason ÍR, Árni Geir Ómarsson ÍR, Halldór Ragnar Halldórsson ÍR, Þórarinn Már ÞorbjörnssonÍR, Bjarni Páll Jakobsson KFR Bragi Már Bragason KR, Stefán Claessen ÍR og Jón Ingi Ragnarsson KFR. 6 leikjum er ólokið í 32 manna úrslitum karla.

Í kvennaflokki eru komnar áfram í 16 manna úrslit: Laufey Sigurðardóttir ÍR, Dagný Edda Þórisdóttir KFR, Anna Magnúsdóttir ÍR, Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR og Sirrý Hrönn Haraldsdóttir, ásamt þeim 10 efstu konum sem sátu hjá í fyrstu umferðinni. En þær eru: Sigfríður Sigurðardóttir, Ragna Matthíasdóttir, Ágústa Þorsteinsdóttir, Sigríður Klemensdóttir, Guðný Gunnarsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Magna Ýr Hjálmtýsdóttir, Linda Hrönn Magnúsdóttir, Sigurlaug Jakobsdóttir og Karen Rut Sigurðardóttir. Einum leik er ólokið í kvennaflokki milli Guðrúnar Arnarsdóttur KFR og Bergþóru Rósar Ólafsdóttur ÍR.

Nýjustu fréttirnar