Sjóvá mótið 32 manna úrslit karla og kvenna

Facebook
Twitter

Sunnudaginn 11. febrúar fóru fram fyrstu leikirnir í 32 manna úrslitum karla og kvenna í Sjóvá mótinu, bikarkeppni einstaklinga 2007 og síðasti leikurinn í 64 manna úrslitum karla. Mótið heldur áfram um helgina og verður keppt á laugardag 17. febrúar kl. 11:00 og sunnudag 18. febrúar frá kl. 9:00 – 12:00 samhliða keppni á Íslandsmóti unglinga.

Í karlaflokki eru ÍR-ingarnir Halldór Ásgeirsson, Arnar Sæbergsson og Atli Þór Kárason búnir að tryggja sér sæti í 16 manna úrslitum. En í kvennaflokki eru þær Laufey Sigurðardóttir ÍR, Dagný Edda Þórisdóttir KFR, Anna Magnúsdóttir ÍR og Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR komnar áfram í næstu umferð ásamt þeim 10 efstu konum sem sátu hjá í fyrstu umferðinni. En þær eru: Sigfríður Sigurðardóttir, Ragna Matthíasdóttir, Ágústa Þorsteinsdóttir, Sigríður Klemensdóttir, Guðný Gunnarsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Magna Ýr Hjálmtýsdóttir, Linda Hrönn Magnúsdóttir, Sigurlaug Jakobsdóttir og Karen Rut Sigurðardóttir.

Dregið verður í 16 manna úrslit karla og kvenna sem fara fram 16. og 17. mars 2007 á undan deildarbikar 20. febrúar.

Nýjustu fréttirnar