Íslandsmót liða 2. deild karla

Facebook
Twitter

Aðeins tveir leikir hafa farið fram í 12. umferð 2. deildar karla þar sem leikjum Skagaliðanna var frestað vegna Íslandsmót unglinga. KFR-JP-kast sigraði ÍR-T 13 – 7 með 2.003 á móti 1.782 og KFK-Keila.is vann ÍR-Línur 15 – 5 með 1.962 á móti 1.855.

Leikur KFA-ÍA-B og ÍR-NAS fer fram í Keilusalnum á Akranesi á morgun fimmtudag kl. 19:00, en ekki hefur verið ákveðinn leiktími fyrir leik KFA-ÍA og KFK-Keiluvina sem einnig á að fara fram á Skaganum. Lið KR-C sat hjá í þessari umferð.

Vegna frestunar leikja er erfitt að ráða í stöðuna en miðað við þá leiki sem lokið er KFA-ÍA enn í efsta sæti með 156 stig og leik til góða. KFR-JP-kast er í 2. sæti með 155 stig, KFK-Keiluvinir eru í 3. sæti með 134 stig og leik til góða og KR-C í 4.sæti með 116 stig.

Í næstu umferð, 13. umferð sem fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð mánudaginn 26. febrúar kl. 19:00, mætast KR-C og KFA-ÍA-B, ÍR-NAS og KFR-JP-kast, ÍR-Línur og KFK-Keiluvinir, ÍR-T og Keila.is, en toppliðið KFA-ÍA-A situr hjá.

Nýjustu fréttirnar