Staðan í 1. deild karla

Þegar 15 umferðum af 18 er lokið í 1. deild karla á Íslandsmóti liða í keilu hefur spennandi í toppbaráttunni enn aukist. ÍR-KLS hefur nú tekið efsta sætið af ÍR-PLS, en aðeins munar einu stigi á liðunum. ÍR-KLS er í 1. sæti með 220.5 stig, en ÍR-PLS er í 2. sæti með 219,5 stig og ÍA kemur síðan í 3. sæti með 206,5 stig. ÍA-W er í 4. sæti með 172,5 stig og verður að telja ólíklegt að annað hvort KR-A sem er í 5. sæti með 150,5 stig og KFR-Lærlingar sem eru í 6. sæti með 144 stig nái að ógna þeim í keppninni um sæti í úrslitakeppninni.

Hafþór Harðarson ÍR-PLS er enn með hæsta meðaltal deildarinnar 219,6 að meðaltali í leik í 42 leikjum. Arnar Sæbergsson ÍR-KLS kemur næstur með 208,5 að meðaltali í 27 leikjum og Magnús Magnússon ÍR-KLS er í þriðja sætið með 201,5 að meðaltali í 39 leikjum. Í keppninni um stigameistara deildarinnar er Andrés Páll Júlíusson ÍR-KLS kominn í efsta sætið með 0,758 stig að meðaltali í leik, Róbert Dan Sigurðsson ÍR-PLS kemur næstur með 0,756 stig og Stefán Claessen er þriðji með 0,733. Hafþór er með hæsta fellumeðaltalið 6,71, Arnar kemur næstur með 6,26 og Magnús er þriðji með 5,72. Magnús Magnússon á hæsta leik deildarinnar 290, Hafþór hefur spilað 289 og Kristján Þórðarson ÍA spilaði 288. Kristján Þórðarson ÍA á hæstu seríuna 773, Hafþór kemur næstur með 747 og síðan Arnar með 727.

Sjá nánar stöðuna í deildinni

 Í næstu viku lýkur tveggja vikna hléi á keppni í deildum og í 16. umferð tekur ÍA á móti KFR-Stormsveitinni í Keilusalnum á Akranesi sunnudaginn 17. mars kl. 13:00 og þriðjudaginn 19. mars tekur ÍR-L á móti KFR-Lærlingum í Öskjuhlíðinni, en KR-A og KR-C, KFR-JP-Kast og ÍA, ÍR-PLS og ÍR-KLS mætast í Egilshöllinni. Sjá nánar dagskrá

 

Staðan í 2. deild karla

Þegar 18 umferðum af 21. er lokið í keppni í 2. deild karla á Íslandsmóti liða í keilu er KR-B búið tryggja sér efsta sætið í B riðli deildarinnar með 302,5 stig og 79 pinna forskot á næsta lið ÍR-Blikk sem er í 2. sæti með 223,5 stig, ÍR-NAS er í 3. sæti með 192,5 stig og síðan kemur ÍR-T í 4. sæti með 168,5 stig. Botnliðin ÍR-G og ÍA-B eiga einn leik til góða, en leik þeirra í 18. umferð var frestað vegna þátttöku liðsmanna í Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf. Leikurinn hefur verið settur á sunnudaginn 17. mars kl. 16:00 í Keilusalnum á Akranesi.

Í A-riðli er keppnin hins vegar mun meira spennandi. ÍR-Broskarlar hafa nú tekið efsta sætið af Þór Akureyri með 269 stig. Þór kemur eins og áður segir í 2. sæti með 250,5 stig, ÍR-Naddóður er í 3. sæti með 233,5  og ÍR-A er í 4. sæti með 228 stig.

Stefán Þór Jónsson ÍR-Broskörlum er með hæsta meðaltal í deildinni eða 188,9 að meðaltali í leik í 27 leikjum. Sigurður Valur Sverrisson KFR-Þröstum kemur næstur með 187,6 að meðaltali í leik að loknum 21 leik og Bragi Már Bragason KR-B er síðan með þriðja hæsta meðaltalið eins og er með 177,8 að meðaltali í 42 leikjum. Guðmundur Freyr Aðalsteinsson Þór er efstur í stigakeppninni með 0,857 unnin stig að meðaltali í leik, Matthías Helgi Júlíusson KR-B kemur næstur með 0,844 stig að meðaltali og síðan kemur Ingi Már Gunnarsson ÍR-Naddóði með 0,824. Stefán Þór er með hæsta fellumeðaltal deildarinnar 4,44 að meðaltali í leik, Ingólfur Ómar Valdimarsson Þór kemur næstur með 4.36 og síðan koma Sigurður Valur og Matthías Helgi Júlíusson KR-B jafnir með 4.19 fellur að meðaltali í leik. Matthías Helgi hefur spilað hæsta leik í deildinni í vetur 267, næstur kemur Sigurður Valur með 255 og þriðja hæsta leikinn 245 spilaði Brynjar Lúðvíksson ÍR-Blikk. Ólafur Guðmundsson KR-B hefur spilað hæstu seríu vetrarins 65o, Gunnar Þór Gunnarsson í Þór spilaði 649 og Bragi Már Bragason KR-B spilaði 646. Sjá stöðuna í deildunum

Í næstu viku lýkur tveggja vikna hléi á keppni í deildum og í 19. umferð taka Þórsarar á móti ÍFH-A í Keilunni á Akureyri laugardaginn 16. mars febrúar kl. 15:00. Mánudaginn 18. mars mætast ÍR-Broskarlar og ÍR-Keila.is í Öskjuhlíð, en KFR-B og ÍR-Naddóður, ÍA og KFR-KP-G eigast við í Egilshöll. Þriðjudaginn 19. mars keppa ÍR-Blikk og ÍR-NAS ÍFH-D og ÍA-B, ÍR-T og KFR-Þröstur í Öskjuhlíðinni, en ÍR-G og KR-B spila í Egilshöllinni. Sjá nánar dagskrá

Deildarbikar liða 5. umferð

Fimmta umferð Deildarbikars liða fer fram þriðjudaginn 12. mars n.k. og hefst keppni kl. 19:00. Keppni í B riðli fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð en A og C riðlar spila í Keiluhöllinni í Egilshöll.

Olíuburður í Deildarbikarnum er Weber Cup 2007 41 fet.

Sjá nánar deildarbikar liða

Í A riðli er hörkukeppni um efstu sætin. ÍR-KLS er enn í efsta sæti með, nú með 34 stig. Lið ÍR-PLS er komið upp í 2. sæti með 28 stig, tveimur stigum meira en KR-B sem er í 3. sæti með 26 stig og ÍR-TT er í 4. sæti með 18 stig.

Í B riðli er ÍA í efsta sæti með 38 stig, ÍA-W er í 2. sæti með 30 stig og ÍR-NAS er í 3. sæti með 16 stig eins og ÍR-Buff sem er í 4. sæti.

Í C riðli er KR-A í efsta sæti með 36 stig, KFR-Lærlingar eru í 2. sæti með 30 stig, en KFR-Afturgöngurnar eru búnar að taka 3. sætið með 22 stig, fjórum stigum meira en ÍR-L sem er fallið niður í 4. sæti með 18 stig.

Sjá nánar deildarbikar liða

Íslandsmót félaga 3. umferð

Þriðja umferð Íslandsmóts félaga fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll mánudaginn 11. mars og hefst keppni kl. 19:00.

Staðan er þannig eftir 2. umferð að ÍA er komið í efsta sætið í Opna flokknum með 87 stig, KFR-Konur eru í 2. sæti með 85,5 stig, ÍR-Konur eru í 3. sæti með 83,5 stig og KFR-Karlar eru í 4. sæti með 77 stig. ÍR-konur eru í efsta sætinu í kvennaflokki með 27 stig, KFR-Konur eru í 2. sæti með 25 stig og ÍFH-Konur eru í 3. sæti með 2 stig.

 Olíuburður í Íslandsmóti félaga er 40 fet Vargen. Sjá nánar félagakeppni
 

Keilumaraþon unglingalandsliðsins í keilu

Unglingalandsliðshópur Keilusambands Íslands stendur fyrir keilumaraþoni sem hefst á morgun, fimmtudaginn 7. mars og stendur yfir til föstudagsins 8. mars. Tilgangurinn með maraþoninu er að afla fjár vegna þátttöku þeirra á Evrópumóti unglinga í keilu EYC 2013, sem haldið verður í Vín í Austurríki dagana 23. mars – 1. apríl n.k. og leitað verður bæði til einstaklinga og fyrirtækja um áheit. Vonumst við til að sem flestir styrki unglingana okkar.

Sjá nánar í auglýsingu
 

Unglingalandslið Íslands í keilu tekur þátt í Evrópumóti unglinga í keilu sem haldið verður í borginni Vín í Austurríki dagana 23. mars – 1. apríl n.k. Að þessu sinni verða sendir 6 keppendur á mótið, 4 piltar og 2 stúlkur. Þau eru Andri Freyr Jónsson KFR, Aron Fannar Benteinsson ÍA, Guðmundur Ingi Jónsson ÍR, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR, Hlynur Örn Ómarsson ÍR og Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR. Aron Fannar og Hlynur Örn eru að taka þátt í sínu fyrsta landsliðsverkefni, en þetta er önnur ferðin hjá hinum keppendunum.

Á mótinu verður keppt í tvímenningskeppni, liðakeppni og einstaklingaskeppni, sjá nánar á heimasíðu mótsins.

Þjálfari liðsins er Guðmundur Sigurðsson og Skúli Freyr Sigurðsson verður honum til aðstoðar.

Íslandsmeistarar einstaklinga með forgjöf 2013

Hafdís Pála Jónasdóttir KFR og Kristófer John Unnsteinsson ÍR eru Íslandsmeistarar einstaklinga með forgjöf 2013 og er þetta í fyrsta sinn sem þau vinna þennan titil. Í 2. sæti voru Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA og Baldur Hauksson ÍFH og í 3. sæti voru Ragna Matthíasdóttir KFR og Andri Freyr Jónsson KFR. Óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn.

Keppni á Íslandsmóti einstaklinga í keilu með forgjöf 2013 fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og Keiluhöllinni í Egilshöll dagana 2. – 5. mars. Alls tóku 15 konur og 31 karl þátt í forkeppni mótsins og er það svipaður fjöldi og undanfarin ár. Í forkeppninni var spilað annan daginn í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og hinn daginn í Keiluhöllinni í Egilshöll, en keppni í milliriðli, undanúrslitum og úrslitum fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll.

 

Í forkeppninni í kvennaflokki var hörð keppni um efstu sætin og þegar henni lauk var Bára Ágústsdóttir KFR í efsta sæti, Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA í 2. sæti og Hafdís Pála Jónasdóttir KFR í 3. sæti. Þegar kom í milliriðilinn náði Vilborg öruggri forystu í efsta sætinu og hélt henni þangað til keppni í undanúrslitum lauk. Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR var þá í 2. sæti og Hafdís Pála í 3. sæti. Í undanúrslitunum spilaði Vilborg mjög vel eða 931 án forgjafar og vann fjóra leiki af fimm og endaði með 2.454 pinna í 1. sæti. Hún hafði 150 pinna forskot á Hafdísi Pálu Jónasdóttur sem tryggði sér 2. sætið og sæti í úrslitunum, með 907 án forgjafar og sigur í fjórum leikjum af fimm og endaði með 2.383 pinna. Ragna Matthíasdóttir KFR vann sig upp úr 5. sæti í 3. sætið með 909 án forgjafar og sigur í þremur leikjum og endaði með 2.353 pinna alls.

Í úrslitunum tryggði Hafdís Pála sér sigurinn í fyrsta leiknum með 244 með forgjöf (215 + 29) á móti 208 hjá Vilborgu (168 + 40). Annar leikinn vann Hafdís Pála einnig með stórleik 234 með forgjöf (205 + 29) en Vilborg spilaði 172 með forgjöf (132 + 40). Þar sem Hafdís Pála hafði verið í 2. sætinu að loknum undanúrslitum þurfti hún að vinna 3 leiki til að tryggja sér titilinn og við fengum spennandi keppni í þriðja leik þar sem Vilborg sýndi mikla baráttu. Leikurinn fór þó þannig að Hafdísi Pálu vann leikinn með 5 pinnum eða með 208 með forgjöf (179 + 29) á móti 203 með forgjöf (163 + 40) hjá Vilborgu.

Sjá leiki í undanúrslitum og úrslitum í kvennaflokki

 

Kristófer John Unnsteinsson ÍR tryggði sér efsta sætið í karlaflokki á fyrri degi forkeppninnar og hélt öruggri forystu allt til loka keppninnar með góðri spilamennsku. Baldur Hauksson ÍFH var einnig í 2. sæti frá upphafi forkeppninnar allt þar til kom að keppni í undanúrslitum þar sem hann féll á tíma niður í 3. sæti en tókst að vinna það upp á endasprettinum. Í undanúrslitunum spilaði Kristófer 883 án forgjafar og vann fjóra leiki af fimm og endaði með 2.634 pinna og 219 pinna forskot á næsta mann. Andri Freyr Jónsson KFR var í harðri keppni allt kvöldið, spilaði 863 án forgjafar tókst á endanum að tryggja sér um 3. sætið með 2.499 pinna.

Í úrslitunum var Kristófer öryggið uppmálað og tryggði sér titilinn með góðri spilamennsku. Hann vann fyrsta leikinn með 239 með forgjöf (210 + 29) á móti 188 með forgjöf hjá Baldri (116 + 72). Og annan leikinn vann hann með 251 með forgjöf (222 + 29) á móti (139 + 72) hjá Baldri.

Sjá leiki í undanúrslitum og úrslitum í karlaflokki

 

Íslandsmót einstaklinga með forgjöf 2013

Úrslitum í Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf 2013 er nú lokið. Til úrslita í kvennaflokki kepptu Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA og Hafdís Pála Jónasdóttir KFR, en í karlaflokki Kristófer Unnsteinsson ÍR og Baldur Hauksson ÍFH.

Hafdís Pála vann viðureignina á móti Vilborgu 3 – 0 og tryggði sér með því titilinn Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf í kvennaflokki 2013.

Kristófer vann viðureignina á móti Baldri 2 – 0 og tryggði sér með því titilinn Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf í karlaflokki 2013.

 


Hafdís Pála vann þriðja leikinn 208 með forgjöf (179 + 29) á móti 203 hjá Vilborgu (163+ 40) og vann því viðureignina 3 – 0. Hafdís Pála Jónasdóttir KFR er því Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf í kvennaflokki 2013. Sjá leiki í undanúrslitum og úrslitum í kvennaflokki

Kristófer vann annan leikinn 251 með forgjöf (222 + 29) á móti 211 hjá Baldri (139 + 72) og vann því viðureignina 2 – 0. Kristófer Unnsteinsson ÍR er því Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf í karlaflokki 2013. Sjá leiki í undanúrslitum og úrslitum í karlaflokki

Hafdís Pála vann annan leikinn 239 með forgjöf (210 + 29) á móti 188 hjá Vilborgu (132 + 40) þannig að viðureignin þeirra heldur áfram. Hafdísi Pálu nægir að vinna þann leik til að tryggja sér titilinn, en ef Vilborg vinnur leikinn heldur viðureignin áfram.

Hafdís Pála vann fyrsta leikinn 244 með forgjöf (215 + 29) á móti 208 hjá Vilborgu (168 + 40).

Kristófer vann fyrsta leikinn 239 með forgjöf (210 + 29) á móti 188 hjá Baldri (116 + 72).

Íslandsmót einstaklinga með forgjöf – Undanúrslit

Keppni í undanúrslitum á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf er þá lokið. Það verða Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA og Hafdís Pála Jónasdóttir KFR sem keppa til úrslita í kvennaflokki. Ragna Matthíasdóttir KFR tryggði sér 3. sætið, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR hafnaði í 4. sæti,  Jóna Gunnarsdóttir KFR í 5. sæti og Bára Ágústsdóttir KFR í 6. sæti.

Sjá stöðuna eftir undanúrslit í kvennaflokki

Það verða Kristófer Unnsteinsson ÍR og Baldur Hauksson ÍFH sem keppa til úrslita í karlaflokki. Andri Freyr Jónsson KFR tryggði sér 3. sætið, Sigurbjörn Vilhjálmsson KR endaði í 4. sæti, Þröstur Friðþjófsson ÍFH varð í 5. sæti og Guðlaugur Valgeirsson KFR endaði í 6. sæti.

Sjá stöðuna eftir undanúrslit í karlaflokki

 

Að loknum fjórða leik er röðin enn óbreytt í kvennaflokki. Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA er í efsta sæti með 150 pinna forskot á Hafdísi Pálu Jónasdóttur KFR í 2. sæti. Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR er í 3. sæti 105 pinnum á eftir, Ragna Matthíasdóttir KFR er í 4. sæti 126 pinnum á eftir, Jóna Gunnarsdóttir KFR er í 5. sæti og Bára Ágústsdóttir KFR er í 6. sæti. Sjá stöðuna í kvennaflokki

Að loknum fjórða leik er Kristófer Unnsteinsson ÍR enn í efsta sæti með 207 pinna forskot á Baldur Hauksson ÍFH sem er í 2. sæti. Sigurbjörn Vilhjálmsson KR er í 3. sæti 29 pinnum á eftir, Andri Freyr Jónsson KFR er kominn upp í 4. sætið 41 pinna á eftir, Þröstur Friðþjófsson ÍFH er í 5. sæti og Guðlaugur Valgeirsson KFR er í 6. sæti. Sjá stöðuna í karlaflokki

 

Að loknum þriðja leik er staðan enn óbreytt í kvennaflokki. Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA enn í efsta sæti, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR er í 2. sæti 84 pinnum á eftir, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR er í 3. sæti 49 pinnum á eftir, Ragna Matthíasdóttir KFR er í 4. sæti 83 pinnum á eftir,  Jóna Gunnarsdóttir KFR er í 5. sæti og Bára Ágústsdóttir KFR er í 6. sæti. Sjá stöðuna í kvennaflokki

Að loknum þriðja leik er staðan þannig í karlaflokki að Kristófer Unnsteinsson ÍR er enn í efsta sæti, Baldur Hauksson ÍFH er aftur kominn upp í 2. sætið, Sigurbjörn Vilhjálmsson KR 3. sæti, 26 pinnum á eftir, Andri Freyr Jónsson KFR er kominn upp í 4. sætið 32 pinnum á eftir, Þröstur Friðþjófsson ÍFH er í 5. sæti 46 pinnum á eftir og Guðlaugur Valgeirsson KFR er í 6. sæti 97 pinnum á eftir. Sjá stöðuna í karlaflokki

 

Eftir annan leikinn er staðan í kvennaflokki óbreytt Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA enn í efsta sæti, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR er í 2. sæti, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR er í 3. sæti, Ragna Matthíasdóttir KFR er í 4. sæti,  Jóna Gunnarsdóttir KFR er í 5. sæti og Bára Ágústsdóttir KFR er í 6. sæti. Sjá stöðuna í kvennaflokki

Eftir annan leikinn í karlaflokki er staðan einnig óbreytt. Kristófer Unnsteinsson ÍR er í efsta sæti, Sigurbjörn Vilhjálmsson KR er í 2. sæti, Baldur Hauksson ÍFH er í 3. sæti, Þröstur Friðþjófsson ÍFH er í 4. sæti, Andri Freyr Jónsson KFR er í 5. sæti og Guðlaugur Valgeirsson KFR er í 6. sæti. Sjá stöðuna í karlaflokki

 

Eftir fyrsta leikinn í kvennaflokki er Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA enn í efsta sæti, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR er komin í 2. sætið, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR er í 3. sæti einum pinna á eftir, Ragna Matthíasdóttir KFR er í 4. sæti 18 pinnum á eftir, Jóna Gunnarsdóttir KFR er í 5. sæti 58 pinnum á eftir og Bára Ágústsdóttir KFR er í 6. sæti 59 pinnum á eftir. Sjá stöðuna í kvennaflokki

Eftir fyrsta leikinn í karlaflokki er Kristófer Unnsteinsson ÍR enn í efsta sæti, Sigurbjörn Vilhjálmsson KR er kominn í 2. sætið, Baldur Hauksson ÍFH er í 3. sæti 2 pinnum á eftir, Þröstur Friðþjófsson ÍFH er í 4. sæti 37 pinnum á eftir, Andri Freyr Jónsson KFR er í 5. sæti 41 pinna á eftir og Guðlaugur Valgeirsson KFR er í 6. sæti 141 pinna á eftir. Sjá stöðuna í karlaflokki

Keppni í undanúrslitum á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf fer fram í Egilshöllinni í kvöld þriðjudaginn 5. mars og hefst keppnin kl. 19:00. Þar keppa 6 efstu konurnar og karlarnir einfalda umferð allir við alla með bónusstigum fyrir unninn leik.

 

Íslandsmót einstaklinga með forgjöf – Undanúrslit

Keppni í undanúrslitum á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf fer fram í Egilshöllinni í kvöld þriðjudaginn 5. mars og hefst keppnin kl. 19:00. Þar keppa 6 efstu konurnar og karlarnir einfalda umferð allir við alla með bónusstigum fyrir unninn leik.

Keppendur í kvennaflokki eru Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR, Jóna Gunnarsdóttir KFR, Ragna Matthíasdóttir KFR og Bára Ágústsdóttir KFR. Sjá brautaskipan í kvennaflokki

Keppendur í karlaflokki eru Kristófer Unnsteinsson ÍR, Baldur Hauksson ÍFH, Andri Freyr Jónsson KFR, Sigurbjörn Vilhjálmsson KR, Þröstur Friðþjófsson ÍFH og Guðlaugur Valgeirsson KFR. Sjá brautaskipan í karlaflokki

 

Efstu keppendurnir í hvorum flokki keppa síðan til úrslita um titilinn Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf 2013. Olíuburður í mótinu er 38 fet Räven. Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð um Íslandsmót einstaklinga 

Sjá upplýsingar um fyrri Íslandsmeistara með forgjöf

Milliriðill karla á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf

Í karlaflokki voru það Kristófer Unnsteinsson ÍR, Baldur Hauksson ÍFH, Andri Freyr Jónsson KFR, Sigurbjörn Vilhjálmsson KR, Þröstur Friðþjófsson ÍFH og Guðlaugur Valgeirsson KFR sem tryggðu sér sæti í undanúrslitunum á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf á morgun.  Sjá stöðuna eftir milliriðil karla

Í karlaflokki heldur Kristófer Unnsteinsson ÍR öruggri forystu eftir keppni í milliriðli með 2.634, en hann spilaði 770 án forgjafar í kvöld. Baldur Hauksson ÍFH er enn í 2. sæti með 2.508, en 9 pinnum á eftir honum kemur nú Andri Freyr Jónsson KFR með 2.499, en hann spilaði 802 án forgjafar í kvöld. Sigurbjörn Vilhjálmsson KR heldur áfram að spila sig upp listann, spilaði 798 án forgjafar í kvöld og er í 4. sæti með 2.483. Þröstur Friðþjófsson ÍFH hækkaði sig úr 7. sæti og er í 5. sæti með 2.448, en Guðlaugur Valgeirsson KFR sem var í 3. sæti í gær var síðastur inn í úrslitin með 2.433 í 6. sæti. Guðmundur Sigurðsson ÍA endaði í 7. sæti 8 pinnum á eftir með 2.421. Sjá stöðuna eftir milliriðil karla

Keppni í undanúrslitum fer fram í Egilshöllinni á morgun þriðjudaginn 5. mars og hefst kl. 19:00. Þar keppa 6 efstu konurnar og karlarnir einfalda umferð allir við alla með bónusstigum fyrir unninn leik. Verð í undanúrslitin er kr. 3.700.

Efstu keppendurnir í hvorum flokki keppa síðan til úrslita um titilinn Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf 2013. Olíuburður í mótinu er 38 fet Räven. Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð um Íslandsmót einstaklinga 

Sjá upplýsingar um fyrri Íslandsmeistara með forgjöf