Staðan í 1. deild karla

Facebook
Twitter

Þegar 15 umferðum af 18 er lokið í 1. deild karla á Íslandsmóti liða í keilu hefur spennandi í toppbaráttunni enn aukist. ÍR-KLS hefur nú tekið efsta sætið af ÍR-PLS, en aðeins munar einu stigi á liðunum. ÍR-KLS er í 1. sæti með 220.5 stig, en ÍR-PLS er í 2. sæti með 219,5 stig og ÍA kemur síðan í 3. sæti með 206,5 stig. ÍA-W er í 4. sæti með 172,5 stig og verður að telja ólíklegt að annað hvort KR-A sem er í 5. sæti með 150,5 stig og KFR-Lærlingar sem eru í 6. sæti með 144 stig nái að ógna þeim í keppninni um sæti í úrslitakeppninni.

Hafþór Harðarson ÍR-PLS er enn með hæsta meðaltal deildarinnar 219,6 að meðaltali í leik í 42 leikjum. Arnar Sæbergsson ÍR-KLS kemur næstur með 208,5 að meðaltali í 27 leikjum og Magnús Magnússon ÍR-KLS er í þriðja sætið með 201,5 að meðaltali í 39 leikjum. Í keppninni um stigameistara deildarinnar er Andrés Páll Júlíusson ÍR-KLS kominn í efsta sætið með 0,758 stig að meðaltali í leik, Róbert Dan Sigurðsson ÍR-PLS kemur næstur með 0,756 stig og Stefán Claessen er þriðji með 0,733. Hafþór er með hæsta fellumeðaltalið 6,71, Arnar kemur næstur með 6,26 og Magnús er þriðji með 5,72. Magnús Magnússon á hæsta leik deildarinnar 290, Hafþór hefur spilað 289 og Kristján Þórðarson ÍA spilaði 288. Kristján Þórðarson ÍA á hæstu seríuna 773, Hafþór kemur næstur með 747 og síðan Arnar með 727.

Sjá nánar stöðuna í deildinni

 Í næstu viku lýkur tveggja vikna hléi á keppni í deildum og í 16. umferð tekur ÍA á móti KFR-Stormsveitinni í Keilusalnum á Akranesi sunnudaginn 17. mars kl. 13:00 og þriðjudaginn 19. mars tekur ÍR-L á móti KFR-Lærlingum í Öskjuhlíðinni, en KR-A og KR-C, KFR-JP-Kast og ÍA, ÍR-PLS og ÍR-KLS mætast í Egilshöllinni. Sjá nánar dagskrá

 

Nýjustu fréttirnar