Skip to content

Milliriðill karla á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Í karlaflokki voru það Kristófer Unnsteinsson ÍR, Baldur Hauksson ÍFH, Andri Freyr Jónsson KFR, Sigurbjörn Vilhjálmsson KR, Þröstur Friðþjófsson ÍFH og Guðlaugur Valgeirsson KFR sem tryggðu sér sæti í undanúrslitunum á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf á morgun.  Sjá stöðuna eftir milliriðil karla

Í karlaflokki heldur Kristófer Unnsteinsson ÍR öruggri forystu eftir keppni í milliriðli með 2.634, en hann spilaði 770 án forgjafar í kvöld. Baldur Hauksson ÍFH er enn í 2. sæti með 2.508, en 9 pinnum á eftir honum kemur nú Andri Freyr Jónsson KFR með 2.499, en hann spilaði 802 án forgjafar í kvöld. Sigurbjörn Vilhjálmsson KR heldur áfram að spila sig upp listann, spilaði 798 án forgjafar í kvöld og er í 4. sæti með 2.483. Þröstur Friðþjófsson ÍFH hækkaði sig úr 7. sæti og er í 5. sæti með 2.448, en Guðlaugur Valgeirsson KFR sem var í 3. sæti í gær var síðastur inn í úrslitin með 2.433 í 6. sæti. Guðmundur Sigurðsson ÍA endaði í 7. sæti 8 pinnum á eftir með 2.421. Sjá stöðuna eftir milliriðil karla

Keppni í undanúrslitum fer fram í Egilshöllinni á morgun þriðjudaginn 5. mars og hefst kl. 19:00. Þar keppa 6 efstu konurnar og karlarnir einfalda umferð allir við alla með bónusstigum fyrir unninn leik. Verð í undanúrslitin er kr. 3.700.

Efstu keppendurnir í hvorum flokki keppa síðan til úrslita um titilinn Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf 2013. Olíuburður í mótinu er 38 fet Räven. Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð um Íslandsmót einstaklinga 

Sjá upplýsingar um fyrri Íslandsmeistara með forgjöf

Nýjustu fréttirnar