Aðalfundur Keiludeildar ÍR 2013

Aðalfundur Keiludeildar ÍR var haldinn þriðjudaginn 26. mars. Á fundinum var Heiðar Rafn Sverrisson kjörinn nýr formaður deildarinnar og aðrir í stjórn voru kjörnir Andrés Haukur Hreinsson, Jón Thorarensen, Sigríður Klemensdóttir og Þórarinn Már Þorbjörnsson. Í varastjórn voru kjörin Jóhann Ágúst Jóhannsson, Guðrún Soffía Guðmundsdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir.

Úr stjórn gengu Halldóra Íris Ingvarsdóttir sem var formaður og varamennirnir Brynjar Lúðvíksson og Reynir Þorsteinsson.

Sjá nánar á heimasíðu ÍR

AMF World Cup 3. umferð og úrslitakeppni

Þriðja og síðasta umferð AMF mótaraðarinnar 2012 – 2013 fer fram í Keiluhöllinni í Egilshöll 17. – 20. apríl n.k. Hægt verður að velja um tvo riðla í forkeppninni, miðvikudaginn 17. apríl kl. 19:00 og föstudaginn 19. apríl kl. 17:00. 10 efstu keppendurnir án forgjafar keppa til úrslita laugardaginn 20. apríl og hefst keppnin kl. 9:00. Skráning er á netinu. Olíuburður í mótinu verður Beaten path 41 fet.

Úrslitakeppni AMF mótaraðarinnar 2012 – 2013 fer síðan fram sunnudaginn 21. apríl og hefst kl. 9:00. Þar eiga keppnisrétt 10 stigahæstu keppendurnir úr öllum þremur AMF mótum vetrarins. Sjá nánar í auglýsingu.

Magnús Magnússon ÍR er efstur í stigakeppninni með samtals 20 stig, Guðlaugur Valgeirsson KFR er í 2. sæti með 14 stig, síðan koma Arnar Sæbergsson ÍR og Hafþór Harðarson með 12 stig.  Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR er eina konan sem kemst inn á lista mótaraðarinnar. Sjá stöðuna á mótaröðinni.

Tilkynnt hefur verið að 49. QubicaAMF Bowling World Cup mótið fer fram í Sibiryak Bowling Centre í borginni Krasnoyarsk í Rússlandi dagana 15. – 24 nóvember 2013. Sjá nánar á heimasíðu QubicaAMF

Bikarkeppni KLÍ 4 liða úrslit

Fjögurra liða úrslit Bikarkeppni liða í keilu fara fram þriðjudaginn 2. apríl n.k. 

Í kvennaflokki taka KFR-Valkyrjur á móti KFR-Afturgöngunum á brautum 3 – 4 og ÍR-TT tekur á móti ÍR-BK á brautum 5- 6 í Keiluhöllinni í Egilshöll.

Í karlaflokki tekur ÍR-L á móti ÍA-W á brautum 3 – 4 í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og ÍA tekur á móti ÍR-KLS á brautum 2 – 3 í Keilusalnum á Akranesi og hefjast allir leikirnir kl. 19:00.

Bæði ÍR-TT og ÍR-KLS eiga titla að verja. ÍR-KLS voru reyndar bikarmeistarar liða í karlaflokki síðustu 3 árin 2010 – 2012 og ÍR-TT voru bikarmeistarar liða í kvennaflokki árin 2012 og 2010. KFR-Afturgöngurnar hafa 12 sinnum orðið bikarmeistarar, síðast árið 2011 og eru sigursælastar allra liða í keppninni. KFR-Valkyrjur voru bikarmeistarar 5 ár í röð á árunum 2004 til 2009. Önnur lið sem keppa í undanúrslitunum að þessu sinni hafa ekki orðið bikarmeistarar liða.

Olíuburður í Bikarkeppni KLÍ er 40 fet Vargen.

Sjá reglugerð um Bikarkeppni liða og úrslit fyrri umferða.

Evrópumót unglinga 2013 – Tvímenningur stúlkna

Keppni í tvímenningi stúlkna fór fram í dag, þriðjudaginn 26. mars. Hafdís Pála Jónasdóttir KFR og Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR kepptu í hópi 1 sem hóf keppni kl. 8:00 að staðartíma (kl. 7:00 að íslenskum tíma). Hafdís Pála spilaði jafnt og vel í dag með samtals 1.064 seríu og bætti sinn besta árangur í þremur, fjórum og fimm leikjum og var alveg við sinn besta árangur í  sex leikjum. Leikir hennar voru 202,192, 158, 172, 172 og 168. Katrín Fjóla byrjaði mjög vel og endaði með samtals 974 seríu og voru leikir hennar 184, 160, 186, 161, 145 og 138. Samtals voru þær með 2.038 og voru í 25. sæti af 32 tvímenningum.

Liðakeppnin hefst á morgun miðvikudaginn 27. mars og byrjar liðakeppni pilta kl. 9:00 að staðartíma (kl. 8:00 að íslenskum tíma) og liðakeppni stúlkna hefst kl. 13:15 að staðartíma (kl. 12:15 að íslenskum tíma. Sjá nánar á heimasíðu mótsins

Úrslitin í tvímenningi stúlkna voru þau að Danmörk 1 (Rasmussen, Nielsen) unnu Rússland 2 (Korobkova, Bulanova) í úrslitunum, en England 1 (Frost, Reay) og Belgía 1 (Jespers, Nijs) höfnuðu í 3. sæti.

Evrópumót unglinga 2013 – Tvímenningur pilta

Keppni í tvímenningi pilta fór fram í dag, mánudaginn 25. mars. Aron Fannar Benteinsson ÍA og Hlynur Örn Ómarsson ÍR hófu keppnina með hópi 1 í morgun, en Andri Freyr Jónsson KFR og Guðmundur Ingi Jónsson ÍR spiluðu í hópi 2 sem hóf keppni eftir hádegi.

Andri Freyr spilaði best íslensku keppendanna í dag með 1.098 seríu í 6 leikjum og voru leikir hans 232, 180, 212, 154, 158 og 162. Guðmundur Ingi spilaði 1.016 og voru leikir hans 175, 148, 163, 216, 163 og 151. Samtals spiluðu þeir 2.114 og enduðu í 40. sæti af 50 tvímenningum alls. Aron Fannar spilaði 973 seríu og voru leikir hans 213, 187, 135, 145, 155 og 138. Hlynur Örn spilaði 958 seríu og voru leikir hans 161, 116, 190, 179, 160 og 152. Samtals voru þeir með 1.931 og höfnuðu í 47. sæti.

Úrslitin í tvímenningin pilta voru þau að England 2 (Morgan, Hooper)  vann Ítalíu 2 (Pongolini, Fiorentino) í úrslitunum, en Svíþjóð 2 (Svensson, Wilhelmsson) og Frakkland 2 (Bartaire, Mouveroux) enduðu í 3. sæti.

Evrópumót unglinga 2013 – Keppni hefst í dag

Íslenska hópnum gekk ágætlega á æfingunum í gær á Evrópumóti unglinga í keilu 2013 sem var sett formlega í gærkvöldi. Tvær keilutöskur týndust á ferðalaginu en þær höfðu báðar skilað sér í gærkvöldi.

Keppni á mótinu hefst á tvímenningi pilta í dag, mánudaginn 25. mars. Aron Fannar Benteinsson ÍA og Hlynur Örn Ómarsson ÍR spila í hópi 1 sem hefur keppni kl. 9:00 að staðartíma (kl. 8:00 að íslenskum tíma), en Andri Freyr Jónsson KFR og Guðmundur Ingi Jónsson ÍR spila í hópi 2 sem hefur keppni kl. 13:15 að staðartíma (kl. 12:15 að íslenskum tíma).

Keppni í tvímenningi stúlkna hefst á morgun, þriðjudaginn 26. mars. Hafdís Pála Jónasdóttir KFR og Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR keppa í hópi 1 sem hefur keppni kl. 8:00 að staðartíma (kl. 7:00 að íslenskum tíma).

Sjá nánar á heimasíðu mótsins

Evrópumót unglinga 2013 fer fram í Vín í Austurríki dagana 23. mars – 1. apríl n.k. Unglingalandslið Íslands skipa þau Andri Freyr Jónsson KFR, Aron Fannar Benteinsson ÍA, Guðmundur Ingi Jónsson ÍR, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR, Hlynur Örn Ómarsson ÍR og Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR. Þjálfari liðsins er Guðmundur Sigurðsson og Skúli Freyr Sigurðsson verður honum til aðstoðar. Sjá nánar á heimasíðu mótsins

Evrópumót unglinga 2013

Evrópumót unglinga í keilu fer fram í Vín í Austurríki dagana 23. mars – 1. apríl n.k. Unglingalandslið Íslands skipa þau Andri Freyr Jónsson KFR, Aron Fannar Benteinsson ÍA, Guðmundur Ingi Jónsson ÍR, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR, Hlynur Örn Ómarsson ÍR og Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR. Þjálfari liðsins er Guðmundur Sigurðsson og Skúli Freyr Sigurðsson verður honum til aðstoðar.

Aron Fannar og Hlynur Örn eru að taka þátt í sínu fyrsta landsliðsverkefni, en aðrir keppendur tóku þátt í Evrópumóti unglinga í Álaborg í Danmörku í fyrra. Á Evrópumóti unglinga er keppt í tvímennings-, liða- og einstaklingaskeppni og hefst keppni í tvímenningi pilta mánudaginn 25. mars. Sjá nánar á heimasíðu mótsins

Andri Freyr Jónsson KFR er 16 ára að aldri. Hann varð í mars í 3. sæti á Íslandmóti einstaklinga með forgjöf og í febrúar tryggði hann sér Íslandsmeistararatitil unglinga í opnum flokki, auk þess sem hann varð í 3. sæti í 1. flokki pilta. Hann spilar með KFR-Stormsveitinni í 1. deild karla á Íslandsmóti liða.

Aron Fannar Benteinsson ÍA er 16 ára að aldri. Hann varð í febrúar í 4. sæti á Íslandsmóti unglinga í 1. flokki og varð í fyrra Íslandsmeistari unglinga í 2. flokki pilta. Hann spilar nú með liði ÍA-B í 2. deild karla á Íslandsmóti liða.

Guðmundur Ingi Jónsson ÍR er 16 ára að aldri. Hann varð í febrúar í 2. sæti bæði í opnum flokki og 1. flokki pilta á Íslandmóti unglinga. Hann varð á síðasta ári Íslandsmeistari unglinga í opnum flokki pilta og Íslandsmeistari unglingaliða með ÍR auk þess sem hann hefur unnið til fleiri titla í unglingaflokkum. Hann spilar nú með ÍR-PLS sem er í 2. sæti á Íslandsmóti liða í 1. deild karla.

Hafdís Pála Jónasdóttir KFR er 17 ára að aldri. Hún varð í mars Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf og var það hennar fyrsti titill í fullorðinsflokki. Hafdís Pála hefur einnig tryggt sér fjölda titla í unglingaflokkum, nú síðast Íslandsmeistaratitil unglinga í 1. flokki stúlkna sem haldið var í febrúar s.l. Hafdís Pála spilar með keiluliðinu KFR-Valkyrjum sem eru nú í 1. sæti 1. deildar kvenna á Íslandsmóti liða, en þær eru einnig komnar í undanúrslit Bikarkeppni liða.

Hlynur Örn Ómarsson ÍR er 16 ára að aldri. Hann varð í febrúar Íslandsmeistari unglinga í 1. flokki pilta og varð í 3. sæti í opnum flokki pilta. Hann varð einnig Íslandsmeistari unglingaliða með ÍR á síðasta ári og spilar nú með liði ÍR-A sem keppir í 2. deild karla á Íslandsmóti liða.

Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR er 16 ára að aldri. Hún varð í febrúar Íslandsmeistari unglinga í opnum flokki og varð í 2. sæti í 1. flokki stúlkna. Hún varð varð Íslandsmeistari unlinga í 2. flokki stúlkna á síðasta ári og Íslandsmeistari unglingaliða, auk þess sem hún varð Íslands- og Bikarmeistari og Meistari meistaranna með liði sínu ÍR-TT. Liðið er nú í 3. sæti 1. deildar kvenna á Íslandsmóti liða og er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og er einnig komið í undanúrslit Bikarkeppni liða.

 

Staðan í 2. deild karla – 19. umferð

Þegar tveimur umferðum er ólokið í keppninni í 2. deild karla á Íslandsmóti liða eru ÍR-Broskarlarnir því sem næst búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með 286 stig í efsta sæti A riðils, en Þór Akureyri er í 2. sæti með 270,5 stig, ÍR-Naddóður kemur síðan í 3. sæti með 251,5 stig og ÍR-A er í 4. sæti með 242 stig.

KR-B eru löngu búnir að tryggja sér efsta sætið í B riðli deildarinnar með fáheyrðum yfirburðum eða 319,5 stig og 89 pinna forskot á næsta lið, ÍR-Blikk sem er í 2. sæti með 230,5 stig. ÍR-NAS er í 3. sæti með 205,5 stig og síðan kemur ÍR-T í 4. sæti með 179,5.

Í 19. umferð A riðils tók Þór á móti ÍFH-A í Keilunni á Akureyri og fór leikurinn 20 – 0 fyrir Akureyrarliðið. ÍR-Broskarlar unnu ÍR-Keila.is 17 – 3 í Öskjuhlíðinni. En í Egilshöllinni tapaði KFR-B o2 – 18 fyrir ÍR-Naddóði og ÍR-A vann KFR-KP-G 14 – 6. Í B riðli fóru 3 viðureignir fram í Öskjuhlíðinni. ÍR-Blikk tapaði 7 – 13 fyrir ÍR-NAS, ÍFH-D vann ÍA-B 16 – 4 og ÍR-T vann KFR-Þresti 11 – 9. Í Egilshöllinni tapaði ÍR-G 3 – 17 fyrir toppliðinu KR-B.

Úrslit leikja 19. umferðar sem fóru fram mánudaginn 18 og þriðjudaginn 19. mars 2013 voru eftirfarandi:
Þór – ÍFH-A 20 – 0
ÍR-Broskarlar – ÍR-Keila.is 17 – 3
KFR-B – ÍR-Naddóður 2 – 18
ÍR-A – KFR-KP-G 14 – 6

ÍR-Blikk – ÍR-NAS 7 – 13
ÍFH-D – ÍA-B 16 – 4
ÍR-T – KFR-Þröstur 11 – 9
ÍR-G – KR-B 3 – 17

Staðan í A riðli 2. deildar karla er þannig:
1. ÍR-Broskarlar 286 stig
2. Þór 270,5 stig
3. ÍR-Naddóður 251,5 stig
4. ÍR-A 242 stig
5. ÍR-Keila.is 171 stig
6. KFR-KP-G 155 stig
7. KFR-B 95,5 stig
8. ÍFH-A 48,5 stig

Staðan í B riðli 2. deildar karla er þannig:
1. KR-B 319,5 stig
2. ÍR-Blikk 230,5 stig
3. ÍR-NAS 205,5 stig
4. ÍR-T 179,5 stig
5. KFR-Þröstur 172,5 stig
6. ÍFH-D 146 stig
7. ÍR-G 138 stig
8. ÍA-B 125,5 stig

Stefán Þór Jónsson ÍR-Broskörlum er með hæsta meðaltal í deildinni eða 193,0 að meðaltali í leik í 30 leikjum. Sigurður Valur Sverrisson KFR-Þröstum kemur næstur með 187,6 að meðaltali í leik að loknum 21 leik og Magnús Reynisson KR-B kemur þriðji með 177,1 að meðaltali í 56 leikjum. Guðmundur Freyr Aðalsteinsson Þór er efstur í stigakeppninni með 0,875 unnin stig að meðaltali í leik, Matthías Helgi Júlíusson KR-B kemur næstur með 0,853 stig að meðaltali og síðan kemur Ingi Már Gunnarsson ÍR-Naddóði með 0,842. Stefán Þór er með hæsta fellumeðaltal deildarinnar 470 að meðaltali í leik, Ingólfur Ómar Valdimarsson Þór kemur næstur með 4.37 og síðan kemur Sigurður Valur með með 4.19 fellur að meðaltali í leik. Matthías Helgi hefur spilað hæsta leik í deildinni í vetur 267, næstur kemur Stefán Þór með 257 og síðan Sigurður Valur með 255. Stefán Þór hefur spilað hæstu seríu vetrarins 690, Ólafur Guðmundsson KR-B kemur næstur með 650 og Gunnar Þór Gunnarsson í Þór hefur spilaði 649. Sjá nánar stöðuna í deildunum

Nú verður tekið tveggja vikna hlé á keppni í deildum, en  síðasta umferð í 2. deild karla fer fram dagana 6. – 9. apríl og síðasta umferðin fer fram laugardaginn 13. apríl. Í 20. umferð tekur KFR-KP-G á móti Þór í Keiluhöllinni Öskjuhlíð laugardaginn 6. apríl og mánudaginn 8. apríl mætast síðan ÍR-Naddóður og ÍR-A, ÍR-Broskarlar og KFR-B, og ÍR-Keila.is og ÍFH-A í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. ÍA-B tekur á móti KR-B í Keilusalnum á Akranesi sunnudaginn 7. apríl og þriðjudaginn 9. apríl keppa ÍFH-D og ÍR-NAS, ÍR-Blikk og KFR-Þröstur í Öskjuhlíðinni, en í Egilshöllinni mætast ÍR-G og ÍR-T. Í 21. og síðustu umferð sem fer fram laugardaginn 13. apríl tekur ÍFH-A á móti KFR-KP-G í Öskjuhlíðinni, Þór tekur á móti ÍR-Naddóði í Keilunni á Akureyri og KFR-B og ÍR-Keila.is og ÍR-A og ÍR-Broskarlar mætast í Egilshöllinni. Í B riðli mætast í Öskjuhlíðinni KR-B og ÍFH-DK, ÍR-NAS og ÍR-G, ÍR-T og ÍR-Blikk og KFR-Þröstur og ÍA-B. Sjá nánar dagskrá

Staðan í 1. deild karla – 16. umferð

Þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni í 1. deild karla á Íslandsmóti liða í keilu er ÍR-KLS búið að ná 16 stiga forystu á ÍR-PLS í 2. sæti. ÍR-KLS er með 238 stig, en ÍR-PLS er með 222 stig. ÍA liðin koma í næstu tveimur sætum, ÍA með 213,5 stig og ÍA-W því sem næst búið að tryggja sér öruggt sæti í úrslitakeppninni með 187 stig. KR-A sem er í 5. sæti með 160,5 stig og KFR-Lærlingar í 6. sæti með 155 stig, eiga þó enn möguleika á að blanda sér í keppnina. Enn er óvíst hvaða tvö lið falla í 2. deild karla, en eins og staðan eru ÍR-L, KFR-Stormsveitin og KFR-JP-kast í neðstu sætunum.

Í 16. umferð tók ÍA-W á móti KFR-Stormsveitinni í Keilusalnum á Akranesi og fór leikurinn 15 – 5 fyrir Skagaliðið. ÍR-L tók á móti KFR-Lærlingum í Öskjuhlíðinni og fór leikurinn 9 – 11. Í Egilshöllinni fór viðureign KR liðanna 10 – 10, KFR-JP-kast vann ÍA 13- 7 og í toppslagnum fór heimaleikur ÍR-PLS á móti ÍR-KLS 2,5 á móti 17,5.

Úrslit leikja 16. umferðar sem fóru fram sunnudaginn 16. mars og þriðjudaginn 19. mars 2013 voru eftirfarandi:
ÍA-W – KFR-Stormsveitin 15 – 5
ÍR-L – KFR-Lærlingar 9 – 11
KR-A – KR-C 10 – 10
KFR-JP-kast – ÍA 13 – 7
ÍR-PLS – ÍR-KLS 2,5 – 17,5

Staðan í 1. deild karla er þannig:
1. ÍR-KLS 238 stig
2. ÍR-PLS 222 stig
3. ÍA 213,5 stig
4. ÍA-W 187,5 stig
5. KR-A 160,5 stig
6. KFR-Lærlingar 155 stig
7. KR-C 120,5
8. KFR-JP-kast 105,5 stig
9. KFR-Stormsveitin 104,5 stig
10. ÍR-L 93 stig

Hafþór Harðarson ÍR-PLS er með nokkra yfirburði á meðaltalslista deildarinnar með 216,4 að meðaltali í leik í 45 leikjum. Arnar Sæbergsson ÍR-KLS kemur næstur með 207,5 að meðaltali í 30 leikjum og Magnús Magnússon ÍR-KLS er í þriðja sæti með 201,5 að meðaltali í 42 leikjum. Í keppninni um stigameistara deildarinnar er Þorleifur Jón Hreiðarsson ÍA-W kominn í efsta sætið með 0,750 stig að meðaltali í leik, Magnús kemur næstur með 0,738 og Arnar er þriðji með 0,733 eins og Stefán Claessen ÍR-KLS. Hafþór er með hæsta fellumeðaltalið 6,60, Arnar kemur næstur með 6,20 og Stefán er þriðji með 5,70. Magnús Magnússon á hæsta leik deildarinnar 290, Hafþór hefur spilað 289 og Kristján Þórðarson ÍA spilaði 288. Kristján Þórðarson ÍA á hæstu seríuna 773, Hafþór kemur næstur með 747 og síðan Arnar með 727.

Sjá nánar stöðuna í deildinni

Nú verður tekið tveggja vikna hlé á keppni í deildum, en  tvær síðustu umferðirnar fara fram þriðjudaginn 9. apríl og laugardaginn 13. apríl. Í 17. umferð sem fer fram sunnudaginn 7. apríl og þriðjudaginn 9. apríl tekur ÍA á móti KR-A á Skaganum, KR-C tekur á móti ÍR-L í Öskjuhlíðinni, en í Egilshöllinni mætast ÍR-KLS og KFR-JP-kast, KFR-Lærlingar og KFR-Stormsveitin, ÍR-PLS og ÍA-W. Í 18. og síðustu umferð sem fer fram laugardaginn 13. apríl tekur ÍR-L á móti ÍA í Öskjuhlíðinni, ÍA-W tekur á móti KFR-Lærlingum á Skaganum, en í Egilshöllinni mætast KFR-Stormsveitin og KR-C, KR-A og ÍR-KLS og KFR-JP-kast og ÍR-PLS. Sjá nánar dagskrá