Skip to content

AMF World Cup 3. umferð og úrslitakeppni

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Þriðja og síðasta umferð AMF mótaraðarinnar 2012 – 2013 fer fram í Keiluhöllinni í Egilshöll 17. – 20. apríl n.k. Hægt verður að velja um tvo riðla í forkeppninni, miðvikudaginn 17. apríl kl. 19:00 og föstudaginn 19. apríl kl. 17:00. 10 efstu keppendurnir án forgjafar keppa til úrslita laugardaginn 20. apríl og hefst keppnin kl. 9:00. Skráning er á netinu. Olíuburður í mótinu verður Beaten path 41 fet.

Úrslitakeppni AMF mótaraðarinnar 2012 – 2013 fer síðan fram sunnudaginn 21. apríl og hefst kl. 9:00. Þar eiga keppnisrétt 10 stigahæstu keppendurnir úr öllum þremur AMF mótum vetrarins. Sjá nánar í auglýsingu.

Magnús Magnússon ÍR er efstur í stigakeppninni með samtals 20 stig, Guðlaugur Valgeirsson KFR er í 2. sæti með 14 stig, síðan koma Arnar Sæbergsson ÍR og Hafþór Harðarson með 12 stig.  Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR er eina konan sem kemst inn á lista mótaraðarinnar. Sjá stöðuna á mótaröðinni.

Tilkynnt hefur verið að 49. QubicaAMF Bowling World Cup mótið fer fram í Sibiryak Bowling Centre í borginni Krasnoyarsk í Rússlandi dagana 15. – 24 nóvember 2013. Sjá nánar á heimasíðu QubicaAMF

Nýjustu fréttirnar