Skip to content

Evrópumót unglinga 2013 – Tvímenningur stúlkna

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Keppni í tvímenningi stúlkna fór fram í dag, þriðjudaginn 26. mars. Hafdís Pála Jónasdóttir KFR og Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR kepptu í hópi 1 sem hóf keppni kl. 8:00 að staðartíma (kl. 7:00 að íslenskum tíma). Hafdís Pála spilaði jafnt og vel í dag með samtals 1.064 seríu og bætti sinn besta árangur í þremur, fjórum og fimm leikjum og var alveg við sinn besta árangur í  sex leikjum. Leikir hennar voru 202,192, 158, 172, 172 og 168. Katrín Fjóla byrjaði mjög vel og endaði með samtals 974 seríu og voru leikir hennar 184, 160, 186, 161, 145 og 138. Samtals voru þær með 2.038 og voru í 25. sæti af 32 tvímenningum.

Liðakeppnin hefst á morgun miðvikudaginn 27. mars og byrjar liðakeppni pilta kl. 9:00 að staðartíma (kl. 8:00 að íslenskum tíma) og liðakeppni stúlkna hefst kl. 13:15 að staðartíma (kl. 12:15 að íslenskum tíma. Sjá nánar á heimasíðu mótsins

Úrslitin í tvímenningi stúlkna voru þau að Danmörk 1 (Rasmussen, Nielsen) unnu Rússland 2 (Korobkova, Bulanova) í úrslitunum, en England 1 (Frost, Reay) og Belgía 1 (Jespers, Nijs) höfnuðu í 3. sæti.

Nýjustu fréttirnar