Skip to content

Evrópumót unglinga 2013

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Evrópumót unglinga í keilu fer fram í Vín í Austurríki dagana 23. mars – 1. apríl n.k. Unglingalandslið Íslands skipa þau Andri Freyr Jónsson KFR, Aron Fannar Benteinsson ÍA, Guðmundur Ingi Jónsson ÍR, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR, Hlynur Örn Ómarsson ÍR og Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR. Þjálfari liðsins er Guðmundur Sigurðsson og Skúli Freyr Sigurðsson verður honum til aðstoðar.

Aron Fannar og Hlynur Örn eru að taka þátt í sínu fyrsta landsliðsverkefni, en aðrir keppendur tóku þátt í Evrópumóti unglinga í Álaborg í Danmörku í fyrra. Á Evrópumóti unglinga er keppt í tvímennings-, liða- og einstaklingaskeppni og hefst keppni í tvímenningi pilta mánudaginn 25. mars. Sjá nánar á heimasíðu mótsins

Andri Freyr Jónsson KFR er 16 ára að aldri. Hann varð í mars í 3. sæti á Íslandmóti einstaklinga með forgjöf og í febrúar tryggði hann sér Íslandsmeistararatitil unglinga í opnum flokki, auk þess sem hann varð í 3. sæti í 1. flokki pilta. Hann spilar með KFR-Stormsveitinni í 1. deild karla á Íslandsmóti liða.

Aron Fannar Benteinsson ÍA er 16 ára að aldri. Hann varð í febrúar í 4. sæti á Íslandsmóti unglinga í 1. flokki og varð í fyrra Íslandsmeistari unglinga í 2. flokki pilta. Hann spilar nú með liði ÍA-B í 2. deild karla á Íslandsmóti liða.

Guðmundur Ingi Jónsson ÍR er 16 ára að aldri. Hann varð í febrúar í 2. sæti bæði í opnum flokki og 1. flokki pilta á Íslandmóti unglinga. Hann varð á síðasta ári Íslandsmeistari unglinga í opnum flokki pilta og Íslandsmeistari unglingaliða með ÍR auk þess sem hann hefur unnið til fleiri titla í unglingaflokkum. Hann spilar nú með ÍR-PLS sem er í 2. sæti á Íslandsmóti liða í 1. deild karla.

Hafdís Pála Jónasdóttir KFR er 17 ára að aldri. Hún varð í mars Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf og var það hennar fyrsti titill í fullorðinsflokki. Hafdís Pála hefur einnig tryggt sér fjölda titla í unglingaflokkum, nú síðast Íslandsmeistaratitil unglinga í 1. flokki stúlkna sem haldið var í febrúar s.l. Hafdís Pála spilar með keiluliðinu KFR-Valkyrjum sem eru nú í 1. sæti 1. deildar kvenna á Íslandsmóti liða, en þær eru einnig komnar í undanúrslit Bikarkeppni liða.

Hlynur Örn Ómarsson ÍR er 16 ára að aldri. Hann varð í febrúar Íslandsmeistari unglinga í 1. flokki pilta og varð í 3. sæti í opnum flokki pilta. Hann varð einnig Íslandsmeistari unglingaliða með ÍR á síðasta ári og spilar nú með liði ÍR-A sem keppir í 2. deild karla á Íslandsmóti liða.

Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR er 16 ára að aldri. Hún varð í febrúar Íslandsmeistari unglinga í opnum flokki og varð í 2. sæti í 1. flokki stúlkna. Hún varð varð Íslandsmeistari unlinga í 2. flokki stúlkna á síðasta ári og Íslandsmeistari unglingaliða, auk þess sem hún varð Íslands- og Bikarmeistari og Meistari meistaranna með liði sínu ÍR-TT. Liðið er nú í 3. sæti 1. deildar kvenna á Íslandsmóti liða og er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og er einnig komið í undanúrslit Bikarkeppni liða.

 

Nýjustu fréttirnar