Evrópumót unglinga 2013 – Keppni hefst í dag

Facebook
Twitter

Íslenska hópnum gekk ágætlega á æfingunum í gær á Evrópumóti unglinga í keilu 2013 sem var sett formlega í gærkvöldi. Tvær keilutöskur týndust á ferðalaginu en þær höfðu báðar skilað sér í gærkvöldi.

Keppni á mótinu hefst á tvímenningi pilta í dag, mánudaginn 25. mars. Aron Fannar Benteinsson ÍA og Hlynur Örn Ómarsson ÍR spila í hópi 1 sem hefur keppni kl. 9:00 að staðartíma (kl. 8:00 að íslenskum tíma), en Andri Freyr Jónsson KFR og Guðmundur Ingi Jónsson ÍR spila í hópi 2 sem hefur keppni kl. 13:15 að staðartíma (kl. 12:15 að íslenskum tíma).

Keppni í tvímenningi stúlkna hefst á morgun, þriðjudaginn 26. mars. Hafdís Pála Jónasdóttir KFR og Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR keppa í hópi 1 sem hefur keppni kl. 8:00 að staðartíma (kl. 7:00 að íslenskum tíma).

Sjá nánar á heimasíðu mótsins

Evrópumót unglinga 2013 fer fram í Vín í Austurríki dagana 23. mars – 1. apríl n.k. Unglingalandslið Íslands skipa þau Andri Freyr Jónsson KFR, Aron Fannar Benteinsson ÍA, Guðmundur Ingi Jónsson ÍR, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR, Hlynur Örn Ómarsson ÍR og Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR. Þjálfari liðsins er Guðmundur Sigurðsson og Skúli Freyr Sigurðsson verður honum til aðstoðar. Sjá nánar á heimasíðu mótsins

Nýjustu fréttirnar