Þátttöku Íslendinga lokið á AMF World Cup 2015

Hin enska Keira Reay sem var fyrst til að keila 300 leik á AMF World Cup 2015 í Las VegasÞau Alda og Hafþór hafa nú lokið keppni á AMF World Cup í Las Vegas. Síðustu 8 leikirnir í forkeppninni voru spilaðir í gær. Hvorugt þeirra komst í gegn um 24 manna niðurskurð en Hafþór var á flugi fyrri part síðustu leikjanna. Vann sig úr 32. sæti upp í það 24. á tíma en gaf svo örlítið eftir á lokametrunum og komst því ekki áfram.

Francois Louw frá Suður Afríku trygði sér efsta sætið í forkeppninni í karlaflokki með 223.42 í meðaltal og hún Maria Bulanova frá Rússlandi trygði sér efsta sætið í kvennaflokki með 216,00 í meðaltal. Það var hinsvegar hin enska Keira Reay sem var fyrst til þess að ná 300 leik á þessu móti. Glæsilegt það og gaman að kona hafi núna verið fyrst til að landa fullkomnum leik á mótinu.

Í dag fara svo fram enn aðrir 8 leikir í 24. manna úrslitum í báðum flokkum og svo verður skorið niður í 8 manna Round Robin úrslit sem fara fram á morgun kl. 16:00 og svo úrslit kl. 19:30

Allar nánari upplýsingar um mótið má finna á vef mótsins.

Frá AMF World Cup í Las Vegas – Dagur 2

Systkynin Hafþór og Alda Harðarbörn á AMF í Las Vegas 2015Þá hafa systkynin Hafþór og Alda leikið 16 leiki á mótinu. Hafþór lyfti sér upp um tvö sæti eftir 2. umferð og er nú í 32. sæti með 200,94 í meðaltal. Alda átti hinsvegar ekki alveg góðan dag og er komin í 61. sæti með 161,31 í meðaltal.

Efst á mótinu eru hinn 20 ára gamli Muhammad Jaris Goh frá Singapor með 225.06 í meðaltal og hin 32. ára Shannon Pluhowsky frá Bandaríkjunum með 217,56 í meðaltal. í Kvennaflokki er baráttan mjög jöfn og munar einhverjum 50 pinnum á efstu 5 keilurunum þar eftir 16 leiki. Hæsti leikur til þessa í kvennaflokkinum náði Stephanie Martins frá Braselíu en hún keilaði 288.

Hjá körlunum hefur þetta farið þannig að þrír hafa náð 289 sem hæsta leik í mótinu, Kamron Doyle USA, Ildemaro Ruiz Jr Venesúela og Francois Louw Suður Afríka.

Þriðja og síðasta 8 leikja blokkin verður svo leikin í dag og byrja karlarnir að kasta kúlum um kl. 15 að íslenskum tíma og konurnar kl. 21:30 í kvöld. Á morgun verður svo skorið niður í báðum flokkum og halda 24 efstu í hvorum flokki áfram keppni á miðvikudaginn.

Allar nánari upplýsingar um mótið, bein lýsing, úrslit og fleira má sjá á vef mótsins.

 

Alda Harðardóttir í upphitun á AMF World Cup í Las Vegas 2015   Hafþór Harðarson í upphitun á AMF World Cup í Las Vegas 2015

Arnar Davíð Jónsson KFR sigraði í samanlögðu á Norðurlandamóti ungmenna

Arnar Davíð Jónsson sigraði í samanlögðu á Norðurlandamóti ungmenna 2015Um helgina lauk Norðurlandamóti ungmenna í keilu en keppt var í Noregi. Arnar Davíð Jónsson KFR varð efstur í samnlögðu (All Events) á mótinu með 224,4 í meðaltal en þar eru tekin saman úrslit úr öllum keppnum mótsins. Sigraði hann þar m.a.  Svíann Jesper Svensson sem er í 5. sæti á Evróputúrnum í ár.

Eins og fram hefur komið náði Arnar Davíð stórglæsilegum árangri á mótinu en hann spilaði m.a. 300 leik og varð í öðru sæti í einstaklingskeppninni. Er þetta einn besti árangur sem íslenskur keilari hefur náð á Norðurlandamóti.

Vel gert Arnar Davíð.

Allar nánari upplýsingar um mótið og úrslit má finna á vef mótsins.

AMF World Cup í Las Vegas

Systkyning Hafþór og Alda Harðarbörn keppa á AMF World Cup í Las Vegas 2015Núna í dag hófst í Las Vegas AMF World Cup mótið en þar keppa AMF meistarar karla og kvenna frá hátt í 100 þjóðum. Fyrir Íslands hönd keppa systkynin Hafþór Harðarson ÍR og Alda Harðardóttir KFR. 

Byrjað var að leika í dag og voru fyrstu 8 leikirnir spilaðir. Hafþór stendur í 34. sæti með 198 í meðaltal en systir hans hún Alda er í 51. sæti með 173 í meðalta.

Fylgjast má með mótinu á vef mótsins.

Frá NYC 2015 – Arnar Davíð í 2. sæti og svo 300 leikur

Arnar Davíð Jónsson KFR varð í 2. sæti í einstaklingskeppni á Norðurlandamóti ungmenna 2015Arnar Davíð Jónsson KFR varð í 2. sæti í einstaklingskeppninni á Norðurlandamótinu í keilu sem fram fer í Noregi þessa dagana. Arnar Davíð spilaði 1.371 í sex leikjum sem gera 228,5 í meðaltal. Andri Freyr endaði í 6. sæti og þeir Einar og Guðlaugur í 14. – 15. sæti. Glæsilegur árangur hjá Arnari Davíð.

Uppfært!

Arnar Davíð gerði sér síðan lítið fyrir og henti í einn 300 leik í liðakeppninni. Tók hann þann leik í öðrum leik liðsins. Samtals spilaði hann 213 – 300 – 204 = 717

Úrslit urðu annars sem hér segir:

Arnar Davíð 209-221-256-223-203-259 – 1371

Andri Freyr 178-188-198-201-231-253 – 1249

Einar S 172-191-191-204-187-190 – 1135

Guðlaugur 200-175-176-173-209-178 – 1111

Katrín 127-183-162-184-153-172 –  981

 

Hafdís 180-169-130-178-170-150 –  977

Nánari upplýsingar á vef mótsins.

Norðurlandamót ungmenna 2015

Hópurinn sem keppir fyrir Íslands hönd. Fremri röð frá vinstri: Hafdís Pála og Katrín Fjóla. Aftari röð: Andri Freyr, Arnar Davíð, Guðlaugur og Einar Sigurður.Í dag hefst Norðurlandamót Ungmenna (Nordic Youth Cup) í Hönefoss í Noregi. Þátttakendur fyrir íslands hönd eru: 

Piltaflokkur: 

  • Andri Freyr Jónsson
  • Arnar Davíð Jónsson 
  • Einar Sigurður Sigurðsson 
  • Guðlaugur Valgeirsson 

Stúlknaflokkur: 

  • Hafdís Pála Jónasdóttir 
  • Katrín Fjóla Bragadóttir

 

Með liðinu eru Thedóra Ólafsdóttir, þjálfari og Sesselja Unnur Vilhjálmsdótir, fararstjóri og aðstoð.

Í dag er mæting í mót og fyrstu æfingar. Keppni hefst á morgun í einstaklings- og fyrri hluta liðakeppni. Á föstudag er síðan seinni hluta liðakeppninnar og síðan tvímenningur. Á laugardag er “masters” keppni en þar keppa átta efstu einstaklingarnir og síðan eru úrslit í framhaldinu. 

Hægt verður að fylgjast með mótinu (livescoring) hér.

Úrslit úr mótinu má finna hér.

Óskum keppendum góðs gengis.