Skip to content

Andlátsfregn – Bjarni Sveinbjörnsson

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Bjarni SveinbjörnssonBjarni Sveinbjörnsson lést að morgni 10. janúar 68 ára að aldri.  Bjarni stundaði keilu frá upphafi hennar á Íslandi og var einn af forustumönnum íþróttarinnar alla tíð. Hann sá um landslið Íslands á upphafs árum keilunnar og fór í margar ferðir með liðið. Hann sat í stjórn KFR í fjölda mörg ár og sá um unglingastarf félagsins. Bjarna var veitt silfurmerki Keilufélagsins fyrir störf sín á 30 ára afmæli félagsins sl. haust. Hann lék lengstum með KFR – Þröstum.  Stjórn Keilusambands Íslands og félagar úr keilunni senda fjölskyldu og aðstandendum Bjarna innilegar samúðarkveðjur.

Nýjustu fréttirnar