RIG 2016

Facebook
Twitter

Auglýsing fyrir RIG16Alþjóðlegu RIG leikarnir 2016 verða haldnir dagana 21. til 31. janúar næstkomandi. Keiludeild ÍR tekur þátt í þessu eins og fyrr og sameinar 2. umferð í AMF forkeppninni við RIG2016. Hefst keilukeppnin laugardaginn  23. janúar í Egilshöll kl. 09:00 á Early Bird. Sem fyrr eru þetta 6 leikja sería sem er spiluð og fara 16 efstu eftir forkeppnina áfram í undanúrslit sem verða spiluð sunnudaginn 31. janúar kl. 09:00. Síðan verður skorið niður um 6 og fara því efstu 10 áfram í úrslitakeppnina sem hefst um kl. 13:00 og verða þau í beinni á SportTV.is. Keppa má í öllum forkeppnunum og gildir því hæsta sería einstaklings í keppninni fyrir undanúrslit.

 Leikdagar eru sem hér segir:

  • 23. janúar – Laugardagur kl. 09:00 Early Bird – 6 leikir 4.500,- kr. þátttökugjald
  • 28. janúar – Fimmtudagur kl. 17:00 Forkeppni – 6 leikir 5.500,- kr. þátttökugjald
  • 29. janúar – Föstudagur kl. 16:00 Forkeppni – 6 leikir 5.500,- kr. þátttökugjald
  • 30. janúar – Laugardagur kl. 09:00 Forkeppni – 6 leikir 5.500,- kr. þátttökugjald
  • 31. janúar – Sunnudagur kl. 09:00 Undanúrslit – 6 leikir ekkert þátttökugjald
  • 31. janúar – Sunnudagur kl. 13:00 Úrslit í beinni á SportTV 10 efstu, fækkað um tvo keppendur eftir hverja 2 leiki

Olíuburður fyrir mótið er HIGH STREET – 8144 44 fet.

Skráning í mótið fer fram á vefnum.

Auglýsingu fyrir mótið má sjá hér.

Nýjustu fréttirnar