Skip to content

RIG 2016

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Auglýsing fyrir RIG16Alþjóðlegu RIG leikarnir 2016 verða haldnir dagana 21. til 31. janúar næstkomandi. Keiludeild ÍR tekur þátt í þessu eins og fyrr og sameinar 2. umferð í AMF forkeppninni við RIG2016. Hefst keilukeppnin laugardaginn  23. janúar í Egilshöll kl. 09:00 á Early Bird. Sem fyrr eru þetta 6 leikja sería sem er spiluð og fara 16 efstu eftir forkeppnina áfram í undanúrslit sem verða spiluð sunnudaginn 31. janúar kl. 09:00. Síðan verður skorið niður um 6 og fara því efstu 10 áfram í úrslitakeppnina sem hefst um kl. 13:00 og verða þau í beinni á SportTV.is. Keppa má í öllum forkeppnunum og gildir því hæsta sería einstaklings í keppninni fyrir undanúrslit.

 Leikdagar eru sem hér segir:

  • 23. janúar – Laugardagur kl. 09:00 Early Bird – 6 leikir 4.500,- kr. þátttökugjald
  • 28. janúar – Fimmtudagur kl. 17:00 Forkeppni – 6 leikir 5.500,- kr. þátttökugjald
  • 29. janúar – Föstudagur kl. 16:00 Forkeppni – 6 leikir 5.500,- kr. þátttökugjald
  • 30. janúar – Laugardagur kl. 09:00 Forkeppni – 6 leikir 5.500,- kr. þátttökugjald
  • 31. janúar – Sunnudagur kl. 09:00 Undanúrslit – 6 leikir ekkert þátttökugjald
  • 31. janúar – Sunnudagur kl. 13:00 Úrslit í beinni á SportTV 10 efstu, fækkað um tvo keppendur eftir hverja 2 leiki

Olíuburður fyrir mótið er HIGH STREET – 8144 44 fet.

Skráning í mótið fer fram á vefnum.

Auglýsingu fyrir mótið má sjá hér.

Nýjustu fréttirnar