Skip to content

Forkeppni RIG2016 – Íslandsmet

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Dagný Edda Þórisdóttir KFR setti glæsilegt Íslandsmet í 6 leikjum kvenna 1.388Nú er forkenni á RIG2016 lokið. Dagný Edda Þórisdóttir KFR og Steinþór Jóhannsson KFR settu bæði met í 6 leikja seríu kvenna og karla. Dagný spilaði í gær 1.388 og Steinþór í dag 1.545. Steinþór fór þar með í efsta sætið í forkeppninni. Einnig átti hann hæsta leikinn í forkeppninni 290. Undanúrslit 16 efstu fer fram í fyrramálið kl. 09. Úrslitin sjálf fara fram kl. 13 og verða í beinni sjónvarpsútsendingu á SportTV.is Keilarar eru þó hvattir til að mæta í Egilshöll og fylgjast með. 

 Staða 16 efstu eftir forkeppnina er þessi:

Sæti Nafn Félag Forgj Besta sería M.tal
1 Steinþór Jóhannsson KFR   1.545 257,50
2 Björn Birgisson KFR   1.471 245,17
3 Jesper Agerbo DEN   1.470 245,00
4 Þorleifur Jón Hreiðarsson KR   1.470 245,00
5 Gústaf Smári Björnsson KFR   1.457 242,83
6 Rikke Holm Agerbo DEN 48 1.451 241,83
7 Dagný Edda Þórisdóttir KFR 48 1.436 239,33
8 Stefán Claessen ÍR   1.436 239,33
9 Frederik Öhrgaard DEN   1.425 237,50
10 Jóhannes Ragnar Ólafsson KR   1.424 237,33
11 Hafþór Harðarson ÍR   1.406 234,33
12 Jolene Persson Planefors SWE 48 1.398 233,00
13 Freyr Bragason KFR   1.388 231,33
14 Andrés Páll Júlíusson ÍR   1.376 229,33
15 Björn Guðgeir Sigurðsson KFR   1.361 226,83
16 Arnar Sæbergsson ÍR   1.334 222,33

Allar nánari upplýsingar um mótið má finna á vef keiludeildar ÍR og á Fésbókarsíðu Keiludeildarinnar.

Steinþór Jóhannsson KFR setti einnig met í 6 leikjum karla 1.545 Erlendu gestirnir á RIG2016

Nýjustu fréttirnar