Pepsí mótin halda áfram

Hin sívinsælu Pepsí mót keiludeildar ÍR halda áfram. Mótin eru á sunnudagskvöldum í Keiluhöllinni Egilshöll og hefst keppni kl. 20:00. Spilaðir eru 4 leikir, skipt um sett eftir tvo leiki. Fjórir flokkar eru í mótinu * flokkur með 185 og yfir í meðaltal. A flokkur með 170 – 184,9 í meðaltal. B flokkur með 150 – 169,9 í meðaltal og svo C flokkur með 149,9 og undir. Olíuburður eftir áramót er sá sami og er notaður í deildarkeppninni 2006 San Marino Open – 37 fet – ratio 4.29. Því er um að gera að mæta og nýta mótið sem æfingu fyrir deild og hver veit nema þú nælir þér í smá Pepsí í vinning.

RIG 2016

 Auglýsing fyrir RIG 2016Dagana 21. til 31. janúar næstkomandi fara fram Reykjavík International Games fram hér í bæ. Að vana verður keppt í keilu og koma nokkrir sterkir gestir frá Norðurlöndunum til að keppa á mótinu. Sjá má auglýsingu hér og verður mótið auglýst nánar síðar.

Áramót KFR 2015

Áramót KFR verður haldið á Gamlársdag kl. 11:00 í Keiluhöllinni í Egilshöll.  Keppt er í 4 flokkum og eru spilaðir 3 leikir. Að venju eru glæsileg verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin í hverjum flokki sem koma sér vel yfir áramótin.Áramót KFR 2015

Flokkar:

Stjörnuflokkur 185 og yfir

1. Flokkur 170 – 184

2. Flokkur 150 – 169

3. Flokkur 149 og undir

 

Glæsileg verðlaun:

1. Sæti – Freyðivín og flugeldar

2. Sæti – Freyðivín

3. Sæti – Freyðivín

 

Olíuburður: 2006 San Marino Open – 37 fet – ratio 4.29

Skráning á staðnum – verð kr. 3.500.-

Jólamót KFR 2015

Jólamót KFR verður haldið laugardaginn 26. desember kl. 11:00 í Keiluhöllinni í Egilshöll.  Keppt er í 4 flokkum og eru spilaðir 3 leikir. Að venju eru glæsileg verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin í hverjum flokki sem koma sér vel yfir hátíðirnar.

Glæsileg verðlaun frá Nettó

1. sæti – gjafabréf kr. 15.000

2. sæti – gjafabréf kr. 10.000

3. sæti – gjafabréf kr. 5.000

Aukavinningar frá Lín Design & Nings 

 

 

4 flokkar

Stjörnu flokkur 185 og yfir

1. flokkur 170-184

2. flokkur 150-169

3. flokkur 149 og undir

 

Olíuburður: 2006 San Marino Open – 37 fet – ratio 4.29 

 

Skráning á staðnum – Verð kr. 3.500.-

 

 

 

Lokadagurinn í Abu Dhabi

Landslið Íslands í Abu Dhabi (Mynd af Facebook)Þá er þessu lokið hjá stelpunum í Abu Dhabi. Seinni dagurinn í liðakeppninni var í gær og náðu stelurnar ágætis árangri og enduðu í 19. sæti. Markmiðið hjá þeim var að vera fyrir ofan spænsku stelpurnar og hafðist það. Spilaði liðið núna 2.863 eða 190,87 í meðaltal. Ástrós spilaði best eða 621, því næst Dagný Edda með 612, HAfdís Pála náði 598, Katrín Fjóla var með 559 og Linda Hrönn var með 473. Næsta verkefni verður svo EM og hefur liðið náð sér þá í góðan undirbúning fyrir þá keppni.

Keilarar ársins 2015

Dagný Edda Þórisdóttir KFR og Hafþór Harðarson ÍR eru keilarar ársins 2015 hjá Keilusambandi ÍslandsKeilusamband Íslands hefur valið eftirfarandi aðila sem Íþróttamann og Íþróttakonu ársins í keilu árið 2015.

Dagný Edda Þórisdóttir KFR

og

Hafþór Harðarson ÍR

Dagný Edda Þórisdóttir

Helstu afrek Dagnýar á árinu 2015 eru þau að hún varð Íslandsmeistari Para með Hafþóri Harðarsyni, hún varð Íslandsmeistari í Tvímenningi með Ástrósu Pétursdóttur og hún varð Reykjavíkumeistari einstaklinga.  Á árinu 2015 setti Dagný ný Íslandsmet í 2, 3 og 4 leikjum auk mets í Tvímenning kvenna með Ástrósu Pétursdóttur. Dagný er nú með landsliði Íslands við keppni á Heimsmeistarmóti kvenna landsliða, en keppnin er nú í gangi í Abu Dhabi. Um árabil hefur Dagný verið fyrirmynd ungra og enilegra keilara.
 
Hafþór Harðarson ÍR
Helstu afrek Hafþórs á árinu 2015 eru að hann varð Íslandsmeistari, Reykjavíkurmeistari, Íslandsmeistari Para ásamt Dagnýu Eddu Þórisdóttur. Hafþór varð í 69. sæti  af 185 keppendum á Evróðumóti landsliða sem fram fór í Álaborg á árinu og í 20 sæti af 38 keppendum á Evrópumóti landsmeistara 2015.  Í sumar tók Hafþór þátt fyrir Íslands hönd í Heimsbikarmótir skipulögðu af Japönum, en mótið var hluti af umsókn Japana um að keila yrði á OL. Í mótinu í Japan hafnaði Hafþór í 17.-19. sæti einungis 4 pinnum frá því að komast áfrm en 16 efstu kepptu til úrslita.   Hafþór sigraði í forkeppni AMF World Cup á Íslandi  og í nóvember mánuði tók Hafþór, sem fulltrúi Íslands, þátt á AMF World Cup í Las Vegas og þar varð hann í 27. sæti af 86 keppendum.  Við útgáfu á síðasta meðaltali Keilusambands Íslands kom í ljós að Hafþór er með næst hæsta meðaltal íslenskra karla 205,64 að meðaltali. Hafþór er góð fyrirmynd ungra keilara.
 

Liðakeppnin í Abu Dhabi

Linda, Ástrós, Hafdís, Katrín og Dagný í keppni í liðakeppni kvenna á HM í Abu DhabiÍ dag var spilaður fyrri hlutinn af liðakeppninni á heimsmeistaramótninu í Abu Dhabi. Íslensku stelpurnar eru í 19. sæti eftir daginn. Spilaðir voru þrír leikir og náði Ástrós besta árangri eða 590 (196,67 mt.). Dagný hefur verið að glíma við meiðsli í mjöðm og niður í fót sem hefur afrtað henni í keppninni. Guðný er úr leik vegna veikinda svo vonandi er að Dagný hresist fyrir morgundaginn. Liðið hefur notið aðstoðar frá sjúkraþjálfara ástralska liðsins og er það von okkar að andfætlingar okkar nái að hjálpa til.

Stelpurnar spiluðu annars svona:

Ástrós 590
Katrín 550
Hafdís 549
Linda 546
Dagný 468

Samtals 2.703 eða 180,2 í meðaltal.

Áframhald liðakeppni verður svo á morgun. Allar nánari upplýsingar má finna á vef mótsins. Á Facebook síðu mótsins má sjá töluverða umfjöllun, myndir frá mótinu og fleira.

Tvímenningur í Abu Dhabi

Bandaríkin urðu heimsmeistarar í tvímenningi á HM kvennaÍ dag var spilaður tvímenningur á heimsmeistaramóti kvenna í keilu sem fram fer í Abu Dhabi. Það gekk upp og ofan hjá okkar stelpum, Guðný er að berjast við veikindi en hún kláraði þó daginn. Hæst náðu þær Dagný og Ástrós sem eru Íslandsmeistarar í tvímenningi 2015 en þær enduðu í 56. sæti. Spiluðu þær samtals 2.201 eða 183.42 í meðaltal.

 Síðan komu þær Guðný og Linda í 67. sæti með samtals 1.957 eða 163,1 í meðaltal og í næsta sæti á eftir eða því 68. voru þær Hafdís Pála og Katrín Fjóla með samtals 1.948 eða 162,33 í meðaltal.

Sigurvegarar í tvímenningi urðu bandarísku konurnar Danielle McEwan og Kelly Kulick en þær sigruðu Suður-kóresku stelpurnar Hyerin Son og Eunhee Jeon með 486 pinnum gegn 461.

Á morgun fer svo fram fimmenningur en þá hvílir líklegast hún Guðný. Allar nánari upplýsingar má finna á vef mótsins. Á Facebook síðu mótsins má sjá töluverða umfjöllun, myndir frá mótinu og fleira.

Jólamót ÍR 2015

Helgina 12. og 13. desember verður hið árlega jólamót ÍR haldið í Keiluhöllinni Egilshöll. Mótið er með sama sniði og undanfarin ár þ.e. keppnin er einstaklingkeppni í fimm flokkum. Þrjú efstu sætin í hverjum flokki fá verðlaun.

Spiluð er þriggja leikja sería og getur hver keppandi spilað báða dagana en gildir aðeins betri serían. Ekki er spilað til úrslita í flokkunum.

Olíuburður er deildarolían sem verður seinni hluta tímabilsins.

Verð er kr. 3.000,- fyrir fyrstu seríu og kr. 2.500,- ef seinni serían er tekin.

 

Leikdagar:
Laugardagurinn 12. desember kl. 09:00
Sunnudagurinn 13. desember kl. 09:00

Að venju verður hið geysivinsæla happdrætti.

Flokkaskipting:
* flokkur 180 og yfir
A flokkur 170 – 179,9
B flokkur 155 – 169,9
C flokkur 140 – 154,5
D flokkur 139,9 og undir

Skráning í mótið fer fram hér.