Skip to content

Íslandsmeistarar einstaklinga með forgjöf 2016

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Bergþóra Pálsdóttir úr Þór og Daníel Rogriguez úr ÍR eru Íslandsmeistarar einstaklinga með fogjöf 2016Á þriðjudaginn lauk keppni á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf. Forkeppnin var á laugardag og sunnudag og fóru 10 efstu karlar og konur áfram í milliriðil og svo 6 efstu áfram í undanúrslit. Daníel Rodriguez úr ÍR og Bergþóra Pálsdóttir úr Þór urðu Íslandsmeistarar einstaklinga með forgjöf 2016. Alls tóku 36 karlar og 26 konur þátt í mótinu og er þetta með fjölmennara Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf sem haldið hefur verið.

Daníel Rodriguez sigraði Höskuld Stefánsson í úrslitum í 4 leikjum 199 – 209, 198 – 179, 152 179 og svo 232 – 179. Bergþóra Pálsdóttir sigraði Kristrúnu Helgu Pétursdóttir einnig úr Þór í þrem leikjum 220 – 206, 223 – 231 og svo 202 -175. Ef minni fréttaritara bregst ekki þá er þetta fyrsti landstitill sem keilari úr Þór vinnur og óskum við Bergþóru og Þór til hamingju með titilinn sem og einnig Daníel Rodriguez úr ÍR.

Í 3. sæti í karlaflokki varð svo Steindór Máni Björnsson úr ÍR og í 3. sæti í kvennaflokki varð svo Karen Lynn Thorsteinsson úr KFR.

Lokastaða eftir undanúrslit var þessi:

Sæti Nafn Félag Forgjöf Flutt Skor Auka- pinnar Sam- tals Meðal- tal Mism. í 2. sæti
1 Daníel Rodriguez Keiludeild ÍR 36 2502 958 60 3520 203,53 49
2 Höskuldur Stefánsson Þór 54 2321 1060 90 3471 198,88 0
3 Steindór Máni Björnsson Keiludeild ÍR 38 2349 1052 60 3461 200,06 -10
4 Guðjón  Gunnarsson Keilufélag Akraness 45 2395 975 70 3440 198,24 -31
5 Valdimar G. Valdimarsson Þór 30 2322 975 20 3317 193,94 -154
6 Guðjón Reyr Þorsteinsson Keiludeild ÍR 43 2323 859 0 3182 187,18 -289

 

Sæti Nafn Félag Forgjöf Flutt Skor Auka- pinnar Sam- tals Meðal- tal Mism. í 2. sæti
1 Bergþóra Pálsdóttir Þór 44 2493 969 60 3522 203,65 15
2 Kristrún Helga Pétursdóttir Þór 57 2415 1022 70 3507 202,18 0
3 Karen Lynn Thorsteinsson Keilufélag Reykjavíkur 38 2387 1015 100 3502 200,12 -5
4 Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Þór 54 2393 949 40 3382 196,59 -125
5 Vilborg Lúðvíksdóttir Keilufélag Akraness 47 2405 924 10 3339 195,82 -168
6 Margrét Björg Jónsdóttir Keilufélag Akraness 42 2394 920 20 3334 194,94 -173

 

Efstu þrír karlarnir  Efstu þrjár konurnar

Nýjustu fréttirnar