Þríhyrningsmót

Merki keiludeildar Þórs á AkureyriÞríhyrningsmótið verður haldið í Keilunni Akureyri laugardaginn 20. febrúar n.k. og hefst kl. 18:30. Spilaðir verða 3 leikir og svo verður farið í úrslit. Það kemur svo í ljós hversu margir munu komast í úrslit þegar skráningu líkur og frekari útlistanir á reglum mun Ingólfur bóndi skýra fyrir keppendum á mótsdag.

Þar sem að Ingólfur er örfhentur hefur hann ákveðið olíuburður verður 2006 San Marino Open – 37 fet vinstra megin á brautinni en 45 fet júgorsmyrsl hægra megin. Þetta getur þó breyst á keppnisdegi ef Ingó er í þannig skapi.
 
Mótið er C mót og eins og allir vita sem tekið hafa þátt í því áður að þá er þetta eingöngu gert til að hafa gaman.
 
Eftir keppni verður svo matur fyrir keppendur í Friðrikusetri þar sem boðið verður upp á kjötsúpu og verðlaunaafhendingu og eru þar vinningar í anda sveitasælunnar, í formi  landbúnaðarafurða að hætti Ingó. Verð er 3000kr.
 
Skráning er í afgreiðslu keilunnar til kl. 18:00 föstudaginn 19. febrúar eða í síma 461-1126 (keilan).

Rikke Holm Agerbo frá Danmörku sigraði á RIG 2016 leikunum í keilu

Rikke Holm Agerbo sigraði RIG2016Núna rétt í þessu var að ljúka keppni í keilu á RIG 2016 í Keiluhöllinni Egilshöll. Rikke Holm Agerbo frá Danmörku sigraði í úrlsitum með 3.825 pinnum eða 239 í meðaltal. Þetta er í annað sinn sem Rikke sigar á RIG móti í keilu en hún vann einnig árið 2011. í öðru sæti varð Hafþór Harðarson úr ÍR með 3.786 pinna eða 237 í meðaltal. Alls voru leiknir 10 leikir í úrslitum hjá þessum keilurum og var spennan alveg fram í síðustu köstin hjá þeim. Rikke hafði leitt mótið í úrslitakeppninni en Hafþór sótti gríðarlega á hana í síðustu leikjunum.

 
Þorleifur Jón Hreiðarsson úr KR náði fullkomnum leik í úrslitakeppninni eða 300 pinnum. Tvö önnur Íslandsmet voru sett á leikunum en það voru þau Dagný Edda úr Keilufélagi Reykjavíkur (KFR) og Steinþór Jóhannsson einnig úr KFR sem settu hvort sitt metið í 6 leikja seríu í forkeppni mótsins

Lokastaða eftir 10 manna úrslit var þessi:

 
1. Rikke Holm Agerbo frá Danmörk
2. Hafþór Harðarson úr ÍR
3. Þorleifur Jón Hreiðarsson úr KR
4. Stefán Claessen úr ÍR
5. Frederik Öhrgaard frá Danmörk
6. Andrés Páll Júlíusson úr ÍR
7. Jesper Agerbo frá Danmörk
8. Gústaf Smári Björnsson úr KFR
9. Steinþór Jóhannsson úr KFR
10. Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR
 
Alls tóku 61 keilarar þátt í mótinu í ár þar af 4 sterkir erlendi keilarar. Spilaðir voru samtals 834 keiluleikir af öllum þátttakendum í mótinu. Til að komast í úrslit þurfti 224 í meðaltal. Hæsti leikurinn var eins og áður sagði 300 og sá næsti þar á eftir 290.
 
Um leið og við í keiludeil ÍR viljum þakka öllum keppendum fyrir þátttökuna á þessu frábæra móti óskum við að sjálfsögðu Rikke og öðrum sigurvegurum til hamingju með árangurinn.
 
Eftir ár verður RIG2017 en það verður þá í 10. sinn sem þeir leikar fara fram og þá í 9. sinn sem ÍR tekur þátt með þessu móti.
 
 
RIG2016_Keila_Urslit_top4
 
RIG2016_Keila_Urslit_Rikke_Holm_01
 
RIG2016_Keila_Urslit_Rikke_Holm_04
 
RIG2016_Keila_Urslit_Rikke_Holm_03

Forkeppni RIG2016 – Íslandsmet

Dagný Edda Þórisdóttir KFR setti glæsilegt Íslandsmet í 6 leikjum kvenna 1.388Nú er forkenni á RIG2016 lokið. Dagný Edda Þórisdóttir KFR og Steinþór Jóhannsson KFR settu bæði met í 6 leikja seríu kvenna og karla. Dagný spilaði í gær 1.388 og Steinþór í dag 1.545. Steinþór fór þar með í efsta sætið í forkeppninni. Einnig átti hann hæsta leikinn í forkeppninni 290. Undanúrslit 16 efstu fer fram í fyrramálið kl. 09. Úrslitin sjálf fara fram kl. 13 og verða í beinni sjónvarpsútsendingu á SportTV.is Keilarar eru þó hvattir til að mæta í Egilshöll og fylgjast með. 

 Staða 16 efstu eftir forkeppnina er þessi:

Sæti Nafn Félag Forgj Besta sería M.tal
1 Steinþór Jóhannsson KFR   1.545 257,50
2 Björn Birgisson KFR   1.471 245,17
3 Jesper Agerbo DEN   1.470 245,00
4 Þorleifur Jón Hreiðarsson KR   1.470 245,00
5 Gústaf Smári Björnsson KFR   1.457 242,83
6 Rikke Holm Agerbo DEN 48 1.451 241,83
7 Dagný Edda Þórisdóttir KFR 48 1.436 239,33
8 Stefán Claessen ÍR   1.436 239,33
9 Frederik Öhrgaard DEN   1.425 237,50
10 Jóhannes Ragnar Ólafsson KR   1.424 237,33
11 Hafþór Harðarson ÍR   1.406 234,33
12 Jolene Persson Planefors SWE 48 1.398 233,00
13 Freyr Bragason KFR   1.388 231,33
14 Andrés Páll Júlíusson ÍR   1.376 229,33
15 Björn Guðgeir Sigurðsson KFR   1.361 226,83
16 Arnar Sæbergsson ÍR   1.334 222,33

Allar nánari upplýsingar um mótið má finna á vef keiludeildar ÍR og á Fésbókarsíðu Keiludeildarinnar.

Steinþór Jóhannsson KFR setti einnig met í 6 leikjum karla 1.545 Erlendu gestirnir á RIG2016

RIG 2016 – Fimmtudagur

Gústaf Smári úr KFRÍ kvöld var keppt í forkeppni á RIG16. Gústaf Smári Björnsson KFR spilaði manna best 1.457 eða 242,83 í meðaltal. Tillti hann sér því í efsta sætið í forkeppninni. Í öðru sæti í kvöld var Þorleifur Jón Hreiðarsson KR og í 3. sæti varð Hafþór Harðarson ÍR. Næst verður keppt á morgun föstudag kl. 16:00 og þá bætast við erlendu gestirnir. Síðasti riðillinn í forkeppninni verður svo á laugardagsmorgun kl. 09:00 og svo undanúrslit og úrstli á sunnudeginum. Úrslitin verða í beinni á vef SportTV.is

 Staða 16 efstu í forkeppninin er þessi:

Sæti Nafn Félag Forgj L1 L2 L3 L4 L5 L6 Samtals Meðaltal
1 Gústaf Smári Björnsson KFR               1.457 242,83
2 Stefán Claessen ÍR               1.436 239,33
3 Þorleifur Jón Hreiðarsson KR               1.382 230,33
4 Björn Guðgeir Sigurðsson KFR               1.361 226,83
5 Hafþór Harðarson ÍR               1.337 222,83
6 Bjarni Páll Jakobsson ÍR               1.322 220,33
7 Arnar Sæbergsson ÍR               1.321 220,17
8 Skúli Freyr Sigurðsson KFA               1.316 219,33
9 Andrés Páll Júlíusson ÍR               1.301 216,83
10 Hlynur Örn Ómarsson ÍR               1.292 215,33
11 Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR               1.288 214,67
12 Ástrós Pétursdóttir ÍR 48             1.281 213,50
13 Björn Birgisson KFR               1.280 213,33
14 Andri Freyr Jónsson KFR               1.258 209,67
15 Aron Fannar Benteinson KFA               1.254 209,00
16 Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson KR               1.250 208,33

RIG 2016

Merki RIG2016RIG2016 hófst með svokalluðum Early Bird riðli s.l. laugardag í Keiluhöllinni Egilshöll. 40 keilarar tóku þátt í þessum fyrsta riðli og hafa aldrei fleiri keilarar tekið þátt í Early Bird. Stefán Claessen ÍR skellti sér í efsta sætið með 1.436 seríu eða 239,33 í meðaltal og setur þar með hátt markmið annarra keilara til að ná honum. Næstu riðlar fara fram á fimmtudag kl. 17:00, föstudaginn kl. 16:00 og á laugardaginn kl. 09:00 en það er síðasta tækifærið fyrir keilara að ná hagstæðri 6 leikja seríu til að koma sér i undanúrslitakeppnina sem fram fer sunnudaginn 31. janúar kl. 09:00. Úrslitin verða sama dag kl. 13:00 og verða í beinni á SportTV.is Enn er hægt að skrá sig og er það gert á vefnum.

Eftir Early Bird laugardaginn 23. janúar er staðan þessi:

Sæti Nafn Félag Forgj L1 L2 L3 L4 L5 L6 Samtals Meðaltal
1 Stefán Claessen ÍR   246 269 224 237 231 229 1.436 239,33
2 Björn Guðgeir Sigurðsson KFR   215 215 214 247 257 213 1.361 226,83
3 Bjarni Páll Jakobsson ÍR   201 244 200 266 263 148 1.322 220,33
4 Arnar Sæbergsson ÍR   211 211 233 255 230 181 1.321 220,17
5 Skúli Freyr Sigurðsson KFA   214 254 221 208 239 180 1.316 219,33
6 Hlynur Örn Ómarsson ÍR   226 208 204 196 255 203 1.292 215,33
7 Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR   253 222 198 192 186 237 1.288 214,67
8 Andrés Páll Júlíusson ÍR   197 226 190 237 215 223 1.288 214,67
9 Ástrós Pétursdóttir ÍR 48 226 153 256 210 144 244 1.281 213,50
10 Björn Birgisson KFR   219 237 179 217 235 193 1.280 213,33
11 Aron Fannar Benteinson KFA   189 178 171 189 248 279 1.254 209,00
12 Einar Már Björnsson ÍR   211 198 189 246 244 159 1.247 207,83
13 Þorsteinn Hanning Kristinsson ÍR   204 183 204 246 179 204 1.220 203,33
14 Ágúst Ingi Stefánsson ÍR   236 160 235 163 192 211 1.197 199,50
15 Alexander Halldórsson ÍR   189 225 243 182 172 180 1.191 198,50
16 Njörður Stefánsson ÍR   172 191 222 180 209 201 1.175 195,83
17 Bára Ágústsdóttir KFR 48 214 162 162 212 200 176 1.174 195,67
18 Guðný Gunnarsdóttir ÍR 48 182 169 183 247 136 206 1.171 195,17
19 Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR 48 179 143 192 203 200 199 1.164 194,00
20 Jökull Byron Magnússon KFR   233 167 168 199 207 188 1.162 193,67
21 Jóel Eiður Einarsson KFR   177 209 179 185 204 181 1.135 189,17
22 Katrín Fjóla Bragadóttir KFR 48 214 147 161 209 184 171 1.134 189,00
23 Daníel Ingi Gottskálksson ÍR   182 139 219 191 222 178 1.131 188,50
24 Ásgrímur Helgi Einarsson KFR   178 243 189 169 194 156 1.129 188,17
25 Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR 48 174 161 193 179 189 182 1.126 187,67
26 Erlingur Sigvaldason ÍR   166 191 184 186 195 178 1.100 183,33
27 Benedikt Svavar Björnsson ÍR   206 195 157 177 150 213 1.098 183,00
28 Elva Rós Hannesdóttir ÍR 48 145 158 181 201 191 146 1.070 178,33
29 Eiríkur Garðar Einarsson ÍR   168 166 140 192 198 202 1.066 177,67
30 Ólafur Sveinn Ólafsson KFA   154 144 162 176 189 235 1.060 176,67
31 Gunnar Guðjónsson KFA   160 194 156 173 187 188 1.058 176,33
32 Steindór Máni Björnsson ÍR   165 181 185 168 182 167 1.048 174,67
33 Jóhann Ársæll Atlason KFA   200 128 189 189 178 161 1.045 174,17
34 Nanna Hólm Davíðsdóttir ÞÓR 48 145 160 127 137 197 190 1.004 167,33
35 Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir KFA 48 137 148 191 147 154 161 986 164,33
36 Helga Ósk Freysdóttir KFR 48 124 159 151 182 170 137 971 161,83
37 Bharat Singh ÍR   147 146 163 148 168 172 944 157,33
38 Geirdís Hanna Kristjánsdóttir ÞÓR 48 174 133 112 146 138 152 903 150,50
39 Arnar Daði Sigurðsson KFA   147 99 160 126 170 177 879 146,50
40 Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR   247 265 0 0 0 0 512 85,33

 

Meistarakeppni ungmenna – 4. umferð

Meistarakeppni ungmenna fór fram í Egilshöll í morgun. Leiknir voru að venju 6 leikir og urðu úrslit sem hér segir:

1. fl. pilta 18 – 20 ára (fæddir1995 – 1997)

Alexander Halldórsson ÍR  með 1.364

Hlynur Örn Ómarsson ÍR með 1.258

Daníel Ingi Gottskálksson ÍR með 1.161

Aron Fannar Benteinson KFA með 1.128

Andri Freyr Jónsson KFR með 1.061

Gylfi Snær Sigurðsson KFA með 973

Benedikt Svavar Björnsson ÍR með 907

Theódór Arnar Örvarsson ÍR með 846

Bjarki Steinarsson ÍR með 705

1. flokkur stúlkna 18 – 20 ára (fæddar 1995 – 1997)

Katrín Fjóla Bragadóttir KFR með 1.173

Hafdís Pála Jónasdóttir KFR með 985

2. flokkur pilta 15 – 17 ára (fæddir 1998 – 2000)

Jökull Byron Magnússon KFR með 1.149

Þorsteinn Hanning Kristinsson ÍR 1.098

Ólafur Þór Ólafsson Þór með 1.065

Ásgeir Darri Gunnarsson KFA með 1.031

Gunnar Ingi Guðjónsson KFA með 932

Erlingur Sigvaldason ÍR með 924

Eysteinn Ön Jónsson KFR með 803

2. flokkur stúlkna 15 – 17 ára (fæddar 1998 – 2000)

Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir Þór með 990

Jóhanna Guðjónsdóttir KFA með 989

Helga Ósk Freysdóttir KFR með 884

3. flokkur pilta 12 – 15 ára (fæddir 2001 – 2003)

Ágúst Ingi  Stefánsson ÍR með 1.184

Jóhann Ársæll Atlason KFA með 1.144

Steindór Máni Björnsson ÍR með 1.012

Ólafur Sveinn Ólafsson KFA með 996

Arnar Daði Sigurðsson KFA með 993

Einar Máni Daníelsson KFR með 896

Lárus Björn Halldórsson ÍR með 833

Daníel Trausti Höskuldsson KFA með 816

Adam Geir Baldursson ÍR með 796

Hlynur Snær Árnason ÍR með 683

3. flokkur stúlkna 12 – 15 ára (fæddar 2001 – 2003)

Elva Rós Hannesdóttir ÍR með 893

Dagmar Alda Leifsdóttir ÍR með 827

Málfríður Jóna Freysdóttir KFR með 772

Ardís Marela Unnarsdóttir KFR með 732

4. flokkur pilta 9 – 11 ára (fæddir 2004 – 2006)

Hinrik Óli Gunnarsson ÍR með 393

Hrannar Þór Svansson KFA með 324

Guðbjörn Joshua Guðjónsson KFR með 308

Hlynur Atlason KFA með 273

Ólafur Hjalti Haraldsson KFA með 115

4. flokkur stúlkna 9 – 11 ára (fæddar 2004 – 2006)

Eyrún Ingadóttir KFR með 428

Sara Bryndís Sverrrisdóttir ÍR með 407

Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR með 403

Sigrún Efemía Halldórsdóttir ÍR með 311

Harpa Ósk Svansdóttir KFA með 286

Agnes Rún Marteinsdóttir KFA með 207

Bergrún Birta Liljudóttir KFA 184

5. flokkur pilta 8 – 10 ára fæddir (2007 – 2011)

Tristan Máni Nínuson ÍR með 269

James Andre Oyola Yllescas ÍR með 211

Ísak Freyr Konráðsson KFA með 174

5. flokkur stúlkna 8 – 10 ára (fæddar 2007 – 2011)

Svava Lind Haraldsdóttir KFR með 240

RIG 2016

Auglýsing fyrir RIG16Alþjóðlegu RIG leikarnir 2016 verða haldnir dagana 21. til 31. janúar næstkomandi. Keiludeild ÍR tekur þátt í þessu eins og fyrr og sameinar 2. umferð í AMF forkeppninni við RIG2016. Hefst keilukeppnin laugardaginn  23. janúar í Egilshöll kl. 09:00 á Early Bird. Sem fyrr eru þetta 6 leikja sería sem er spiluð og fara 16 efstu eftir forkeppnina áfram í undanúrslit sem verða spiluð sunnudaginn 31. janúar kl. 09:00. Síðan verður skorið niður um 6 og fara því efstu 10 áfram í úrslitakeppnina sem hefst um kl. 13:00 og verða þau í beinni á SportTV.is. Keppa má í öllum forkeppnunum og gildir því hæsta sería einstaklings í keppninni fyrir undanúrslit.

 Leikdagar eru sem hér segir:

  • 23. janúar – Laugardagur kl. 09:00 Early Bird – 6 leikir 4.500,- kr. þátttökugjald
  • 28. janúar – Fimmtudagur kl. 17:00 Forkeppni – 6 leikir 5.500,- kr. þátttökugjald
  • 29. janúar – Föstudagur kl. 16:00 Forkeppni – 6 leikir 5.500,- kr. þátttökugjald
  • 30. janúar – Laugardagur kl. 09:00 Forkeppni – 6 leikir 5.500,- kr. þátttökugjald
  • 31. janúar – Sunnudagur kl. 09:00 Undanúrslit – 6 leikir ekkert þátttökugjald
  • 31. janúar – Sunnudagur kl. 13:00 Úrslit í beinni á SportTV 10 efstu, fækkað um tvo keppendur eftir hverja 2 leiki

Olíuburður fyrir mótið er HIGH STREET – 8144 44 fet.

Skráning í mótið fer fram á vefnum.

Auglýsingu fyrir mótið má sjá hér.

Breytingar á dagskrá – Frá mótanefnd

Keppt í keiluMótanefnd tilkynnir breytingar á dagsrká. Vinsamlegast kynnið ykkur þetta vel. Breytingarnar ná til bikarleikja, Íslandsmóts í tvímmenningi deildarliða, Íslandsmóts unglinga og deildarleikja.

Breytingarnar eru m.a.:

Bikarkeppnin

Bikar – 4 liða færist frá 18. jan til 24. feb.
Bikar – Úrslit færist frá 29. mar til 20. apr.
Íslandsmót í tvímmenningi deildarliða 4.umf. færist frá 24. feb til 29. mar.
Íslandsmót í tvímmenningi deildarliða 5.umf. færist frá 6. apr. til 13. apr.

Unglingar

Íslandsmót unglinga færist frá 20. – 21. feb. til 5. – 6. mar. Þann dag eru leikir í deild við norðanmenn og munu þeir allir færast til hádegis og gera þarf ráðstafanir vegna Skagaleikja sem fundið verður útúr í samstarfi við liðin.

Íslandsmót unglinga liða 4. umf. færist frá 5. mar. til 2. apr. og verður leikin samhliða 1.forkeppni öldunga

Íslandsmót unglinga liða 5. umf. færist frá 9. apr. til 16. apr.

Íslandsmót unglinga liða úrslit færist frá 16. apr. til 17. apr.

Utandeild

Úrslit utandeildar verða 6. apr.

 

Mótanefnd

Andlátsfregn – Bjarni Sveinbjörnsson

Bjarni SveinbjörnssonBjarni Sveinbjörnsson lést að morgni 10. janúar 68 ára að aldri.  Bjarni stundaði keilu frá upphafi hennar á Íslandi og var einn af forustumönnum íþróttarinnar alla tíð. Hann sá um landslið Íslands á upphafs árum keilunnar og fór í margar ferðir með liðið. Hann sat í stjórn KFR í fjölda mörg ár og sá um unglingastarf félagsins. Bjarna var veitt silfurmerki Keilufélagsins fyrir störf sín á 30 ára afmæli félagsins sl. haust. Hann lék lengstum með KFR – Þröstum.  Stjórn Keilusambands Íslands og félagar úr keilunni senda fjölskyldu og aðstandendum Bjarna innilegar samúðarkveðjur.