Keilusalurinn í Egilshöll fékk gæðavottun frá ETBF

Facebook
Twitter

Marios Nicolaides tæknimaður ETFB og Addie Ophelders formaður ETFB afhenda Sigmari Vilhjálmssyni viðurkenningu fyrir gott ástan brautaÍ tengslum við EM unglinga í Keilu sem fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll fyrir og um páskana þá voru brautir teknar út af Marios Nicolaides, tæknimanni ETBF. Skemmst er frá því að segja að eftir þær lagfæringar sem voru gerðar frá því að brautirnar voru mældar í janúar s.l. þá mældist salurinn sem viðurkenndur og vottaður salur með brautir innan leyfilegra marka. Þessu takmarki náði salurinn ekki fyrir ECC sem var haldið hér í október 2014.

 
Við verðlaunaafhendingu á mótinu um páskana þá var gripið tækifærið og fékk Keiluhöllin viðurkenningarskjal þessu til staðfestingar, sjá mynd þar sem Addie Ophelders formaður ETBF, Roni Ashkenazi formaður tækninefndar ETBF og Marios Nicolaides tæknimaður ETBF afhenda Sigmari Vilhjálmssyni framkvæmdastjóra Keiluhallarinnar viðurkenningarskjalið.
 
Sjá má graf brauta í viðhengi.

Nýjustu fréttirnar