Fyrsti keppnisdagurinn á EYC2016 – Tvímenningur pilta

Facebook
Twitter

Svíarnir Robert Lindberg og William Svensson eru efstir eftir forkeppni pilta í tvímenningiÍ dag fór fram á Evrópumóti unglinga í keilu forkeppni í tvímenningi pilta. Efstir eftir daginn eru Svíarnir William Svensson og Robert Lindberg en þeir spiluðu 6 leikja seríuna með 2.663 pinnum eða 221,9 í meðaltal. Í öðru sæti eru Hollendingarnir Mike Bergmann og Yorick van Deutekom með 2.629 pinna eða 219,1 í meðaltal. Í þriðja sæti eru svo Slóvakarnir Tomás Vrabec og Roman Karlík með 2.576 pinna eða 214,7 í meðaltal og í fjórða eru Finnarnir Ville Rajala og Niko Oksanen með 2.535 pinna eða 211,2 í meðalta.

Íslensku strákunum gekk sæmilega en þeir Jóhann Ársæll Atlason úr ÍA og Ágúst Ingi Stefánsson úr ÍR urðu í 28. sæti með 2.249 pinna eða 187,4 í meðaltal og þeir Jökull Byron Magnússon KFR og Þorestinn Hanning Kristinsson ÍR urðu í 40. og næst neðsta sæti með 1.946 pinna eða 162,2 í meðaltal

Á morgun þriðjudag hefst svo tvímenningur stúlkna kl. 9 en þá fer fyrri riðillinn af stað og í honum keppa íslensku stúlkunrar Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR og Helga Ósk Freysdóttir úr KFR. Kl. 13:15 hefst svo seinni riðillinn hjá stúlkunum og þá keppa þær Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir úr Þór Akureyri og Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir úr ÍA.

Undanúrslit hjá bæði stúlkum og piltum fara svo fram á morgun þriðjudag kl. 17:30 en þá keppa fjórir efstu tvímenningarnir. Að lokum eru svo úrslit milli tveggja efstu í báðum flokkum. Sjá má úrslit dagsins á vef mótsins.

Hægt er að koma upp í Keiluhöllina Egilshöll og fylgjast með mótinu en enginn aðgangseyrir er að mótinu. Allar upplýsingar um gang mótsins, skor, dagskrá og fleira má nálgast á vef móstins www.eyc2016.eu

Nýjustu fréttirnar