Liðakeppni lokið – EWC 2024

Facebook
Twitter

Liðakeppni er nú lokið á Evrópumóti kvenna í Frakklandi.
Hófst keppnin á fimmtudagsmorgun þegar fyrstu þrír leikirnir voru leiknir.
Liðið átti ekki sinn besta dag á brautunum en Ágústa og Linda áttu góðan síðasta leik. Katrín var frekar stöðug á meðan Hafdís og Nanna áttu mjög erfiðan dag. Margrét var ein á brautum þar sem leikið er í 5-kvenna liði og þá spilar ein kona stök til að ná uppí masterskeppnina. Margrét átti fínasta dag á brautunum sem skilaði henni inn í liðið fyrir seinni daginn á kostnað Nönnu.

Nú í morgun, föstudag fór fram seinni hluti liðakeppninnar og byrjaði hún ekki vel.
Liðið var lengi í gang en áttu góða leiki í sjötta og síðasta leiknum. Katrín var aftur frekar stöðug á meðan Margréti gekk brösulega. Ágústa, Linda og Hafdís náðu að laga stöðuna eftir erfiða byrjun. Nanna átti hörkudag þegar hún var ein síns liðs. Liðið var í 14. og síðasta sætinu.

5 manna liða

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Leikur 4

Leikur 5

Leikur 6

Samtals

Meðaltal

Ágústa

141

162

258

146

169

204

1080

180,00

Hafdís

155

130

157

147

190

201

980

163,33

Katrín

180

192

164

167

173

162

1038

173,00

Linda

198

173

220

152

142

189

1074

179,00

Nanna

137

152

125

0

0

0

414

138,00

Margrét

0

0

0

126

127

159

412

137,33

   

811

809

924

738

801

915

4998

166,60

                   
                   

Blandað lið

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Leikur 4

Leikur 5

Leikur 6

Samtals

meðaltal

Margrét

175

223

157

0

0

0

555

185,00

Nanna

0

0

0

179

183

202

564

188

 

Staðan í All-Event var þannig að hæsta konan í ár er Linda Hrönn en hún var í 83.sæti með 177.38 í meðaltal í 24 leikjum. Heildarstaða í All-Event er hér:

Leikmaður

Einstaklingur

Tvímenningur

Þrímenningur

Liðakeppni

Samtals

Meðaltal

Sæti

Ágústa Kristín Jónsdóttir

986

1124

1021

1080

4211

175,46

85.sæti

Hafdís Pála Jónasdóttir

1130

1033

974

980

4117

171,54

87.sæti

Katrín Fjóla Bragadóttir

955

994

1054

1038

4041

168,38

96.sæti

Linda Hrönn Magnúsdóttir

1040

1072

1071

1074

4257

177,38

83.sæti

Margrét Björg Jónsdóttir

879

1006

1048

967

3900

162,50

102.sæti

Nanna Hólm Davíðsdóttir

1092

984

999

978

4053

168,88

94.sæti

 

Keppni er þá lokið hjá íslensku konunum okkar en segja má að þetta hafi reynst þeim erfitt mót.
Aðstæður voru krefjandi og erfiðar en það verður vonandi hægt að horfa til baka og læra af því til að undirbúa næsta Evrópumót sem haldið verður í Odense í Danmörku árið 2026.
Kvennaliðinu tókst ekki að tryggja sig inná HM í Hong Kong sem verður í nóvember 2025.

Nýjustu fréttirnar