Í framhaldi af EM unglinga sem haldið var hér á landi um páskana hélt Marios Nicolaides tæknimaður ETBF námskeiðið ETBF Lane Inspection. Þáttakendur þeir Stanko Djorovic og Guðmundur Sigurðsson sem sóttu það. Þetta er venjulega 3 daga námskeið en þar sem það voru svo fáir á námskeiðinu þá var það keyrst í gegn á 2 dögum í 7-8 tíma hvorn dag. Að námskeiði loknu var þeim Stanko og Guðmundi afhent skírteini því til staðfestingar að þeir hefðu lokið þessu námskeiði. Þess má geta að þeir eru númer 21 og 22 í Evrópu sem hafa lokið þessu námskeiði hjá ETBF.
Utandeild veturinn 2024-2025
Utandeild KLÍ verður starfrækt veturinn 2024-2025 líkt og undan farin