Íslandsmót einstaklinga 2013

Facebook
Twitter

Keppni á Íslandsmóti einstaklinga í keilu 2013 fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og Keiluhöllinni í Egilshöll dagana 2. – 5. febrúar n.k. Óskað er eftir aðstoðarfólki til vinnu við mótið. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við mótanefnd á motanefnd(hjá)kli.is eða ssv(hjá)kli.is

Forkeppnin fer fram í Öskjuhlíðinni og Egilshöllinni laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. febrúar og hefst kl. 9:00 báða dagana. Spilaðir eru 12 leikir í forkeppninni, 6 leikir í stuttum olíuburði í Öskjuhlíð og 6 leikir í löngum olíuburði í Egilshöll og þurfa keppendur að ákveða við skráningu í hvoru húsinu þeir byrja. Mótanefnd áskilur sér rétt til jafna fjölda þátttakanda milli húsa. Verð í forkeppnina er kr. 10.000. Sjá brautaskipan í forkeppni

Keppni í milliriðli, undanúrslitum og úrslitum fer fram í Egilshöllinni og þá verður spilað í löngum olíuburði á vinstri braut og stuttum olíuburði á hægri braut.

Keppni í milliriðli fer fram í Egilshöllinni mánudaginn 4. febrúar og hefst kl. 19:00. Í milliriðli spila efstu 16 karlarnir og efstu 12 konurnar 6 leiki og komast 8 efstu kepppendurnir úr hvoru flokki áfram í undanúrslit. Spilað verður í löngum olíuburði á vinstri braut og stuttum olíuburði á hægri braut. Verð í milliriðilinn er kr. 5.000.

Keppni í undanúrslitum fer fram í Egilshöllinni þriðjudaginn 5. febrúar og hefst kl. 19:00. Þar keppa 8 efstu karlarnir og efstu 8 konurnar einfalda umferð allir við alla með bónusstigum fyrir unninn leik. Áfram verður spilað í löngum olíuburði á vinstri braut og stuttum olíuburði á hægri braut. Verð í undanúrslitin er kr. 5.500.

Efstu keppendurnir í hvorum flokki keppa síðan til úrslita um titilinn Íslandsmeistari einstaklinga og ávinna sér einnig keppnisrétt á Evrópubikarmóti einstaklinga ECC2013 sem haldið verður í Bratislava í Slóvakíu dagana 21. – 28 október 2013

Skráning er á netinu  og lýkur fimmtudaginn 31. janúar n.k. Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð um Íslandsmót einstaklinga Stutti olíuburðurinn í mótinu er  36 fet Järven og langi olíuburðurinn er 44 fet Älgen.

Hafþór Harðarson og Karen Rut Sigurðardóttir úr ÍR voru Íslandsmeistarar einstaklinga í keilu 2012. Sjá upplýsingar um Íslandsmeistara einstaklinga í keilu

Nýjustu fréttirnar