Venslasamningar

Stjórn KLÍ vill minna á reglugerð KLÍ um Venslasamninga liða.

Venslasamningur liða felur það í sér að tvö lið innan sama félags gera samning sín á milli umað þau geti skipst á leikmönnum á því tímabili sem samningurinn kveður á um. Eftir aðslíkur samningur tekur gildi verða leikmenn hlutgengir með báðum liðum og mega því takaþátt í leikjum beggja liða í tilteknum mótum á viðkomandi keppnistímabili.  
Lið í deildakeppni KLÍ eru hvött til að kynna sér vel þessa reglugerð, þ.e. með hvaða hætti leikmenn geta gengið á milli liða og eins minnum við á að byrjun leikviku er skilgreind í reglugerðinni, hefst á laugardegi og lýkur á föstudegi.
Á vef KLÍ er hægt að sjá hvaða lið eru með venslasamning sín á milli.
 
 
 

 

Bikarkeppni 32ja liða

Minni á að Bikarkeppni 32ja liða byrjar eftir helgi.

 

 Olíuburður er: Elitserien 39 

http://www.swebowl.se/globalassets/svenskabowlingforbundet/oljeprofiler-1617/elitserien-39-2016.pdf 

 

 

Leikirnir sem eru í næstu viku eru sem hér segir:  

18.Okt kl 19:00

Akranes:
ÍA – ÍR Gaurar (3-4)

18.Okt kl 19:00
Egilshöll
KR C – ÍA B (21-22)
KFR Þröstur – ÍR Keila.is (19-20)
KFR JP Kast – ÍR Broskarlar (17-18)

22.Okt kl 12:00
Egilshöll
KR E – Þór Vikingur (15-16)

23.Okt kl 13:00
Egilshöll
KFR Stormsveitin – Þór Mjölnismenn (17-18)

Íslandsmót unglingaliða 1.umferð

 8 lið þriggja félaga áttust við í tveim riðlum í fyrstu umferð af 5

 Íslandsmót unglingaliða 2016-2017 staðan eftir 1.umferð

A riðill   L U J T Stig Skor    
ÍA 1   3 3 0 0 6 1490 : 1089
ÍR 2   3 1 0 2 2 1113 : 1150
KFR 1   3 1 0 2 2 1113 : 1199
ÍR 4   3 1 0 2 2 902 : 1180

B riðill   L U J T Stig Skor    
ÍR 1   3 3 0 0 6 1469 : 965
ÍA 2   3 2 0 1 4 1201 : 1016
ÍR 3   3 1 0 2 2 964 : 1192
KFR 2   3 0 0 3 0 772 : 1233

 

 

 

Björn og Katrín Íslandsmeistarar Para

Um helgina urðu Katrín Fjóla Bragadóttir og Björn G. Sigurðsson úr KFR Íslandsmeistarar para. Þau sigruðu Lindu Hrönn Magnúsdóttur og Stefán Claessen úr ÍR í úrslitum. 

Til að tryggja sér sigur þurftu Linda og Stefán að vinna 3 leiki, en Katrínu og Birni dugði að vinna tvo þar sem þau höfðu verið ofar í forkeppninni. Katrín og Björn unnu fyrsta leik með 385 pinnum á móti 366 hjá Lindu og Stefáni. Linda og Stefán sigruðu svo næstu tvo leiki (432-393 og 368-366). Katrín og Björn tryggðu sér svo titilinn í síðasta leik með 383 pinnum á móti 330.
Í þriðja sæti voru Helga Sigurðardóttir og Gústaf Smári Björnsson úr KFR. 

Breyting á Dagskrá

 Breytingar hafa verið gerðar á 4 umferð

 Íslandsmót Félaga sem vera átti 24.okt hefur verið fært til  31.Okt

Tvímenningur Deildarliða sem vera átti 25.okt hefur verið fært til 1.Nóv

 

 

2 & 3 deild Karla sem átti að spila 31.Okt hefur verið færð til 24.Okt

1 deild karla & Kvenna sem átti að spila 1.Nóv hefur verið færð til 25.Okt

2 deild kvenna Sem átti að spila 1.Nóv hefur verið færð til 24.okt (Mánudagur)

1.umferð Meistarakeppni ungmenna 2016

 1.umferð Meistarakeppni ungmenna fór fram 24. september 

53 Keppendur voru þar mættir til leiks frá fjórum félögum

 Úrslit urðu sem hér segir 

1.flokkur pilta 

  • 1. sæti Hlynur Örn Ómarsson ÍR
  • 2. sæti Aron Fannar Benteinsson KFR
  • 3. sæti Benedikt Svavar Björnsson ÍR
  • Aron-Hlynur-Benedikt

1. flokkur stúlkna

  • 1. sæti Katrín Fjóla Bragadóttir KFR
  • 2. sæti Jóhanna Guðjónsdóttir ÍR
  • Á myndina vantar Katrínu Fjólu

2. flokkur pilta 

  • 1. sæti Ágúst Ingi Stefánsson ÍR
  • 2. sæti Steindór Máni Björnsson ÍR
  • 3. sæti Sæþór Kristinn Guðmundsson KFA
  • Steindór-Ágúst-Sæþór

2. flokkur stúlkna

  • 1. sæti Helga Ósk Freysdóttir KFR
  • 2. sæti Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir Þór
  • Á myndina vantar Guðbjörgu

3. flokkur pilta

  • 1. sæti Lárus Björn Halldórsson ÍR
  • 2. sæti Guðbjörn Joshua Guðjónsson KFR
  • 3. sæti Adam Geir Baldursson ÍR
  • Guðbjörn-Lárus-Adam

3. flokkur stúlkna 

  • 1. sæti Elva Rós Hannesdóttir ÍR
  • 2. sæti Málfríður Jóna Freysdóttir KFR
  • 3. sæti Sara Bryndís Sverrisdóttir ÍR
  • Málfríður-Elva-Sara

4. flokkur pilta

  • 1. sæti Tristan Máni Nínuson ÍR
  • 2. sæti Mikael Aron Vilhjálmsson KFR
  • 3. sæti Matthías Leó Sigurðsson KFA
  • Mikael-Tristan-Matthías

4. flokkur stúlkna

  • 1. sæti Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR
  • 2. sæti Sigrún Efemía Halldórsdóttir ÍR
  • 3. sæti Nína Rut Magnúsdóttir KFR
  • Sigrún-Hafdís-Nína

5. flokkur pilta

  • James Andre Oyola Yllescas ÍR

 

Íslandsmót para 2016

Dagný Edda Þórisdóttir og Hafþór Harðarson ÍR sigruðu 2015Íslandsmót para verður haldið í Keiluhöllinni Egilshöll helgina 1. til 2. október 2016, sjá reglugerð um Íslandsmót para

Forkeppni laugardaginn 1.okt kl. 9:00

Spilaðir eru 6 leikir. Efstu 8 pörin halda áfram í milliriðil.

Verð í forkeppni kr. 10.500,- pr. Par

Milliriðill sunnudaginn 2.okt kl. 9:00

 

Skráning fer fram á vefnum.

Spilaðir eru 6 leikir. Efstu 2. pörin leika til úrslita strax að loknum milliriðli.

Verð í milliriðil kr. 10.000- pr. Par

Úrslit – strax að loknum milliriðli:

Tvö stigahæstu pörin leika síðan til úrslita, það par sem er efst að stigum fyrir úrslit nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig). Jafnteflis viðureignir skal útkljá með því að pörin kasta einu kasti hvert og ræður samtala parsins úrslitum. Ef enn er jafnt skal kasta aftur og endurtaka þar til úrslit liggja fyrir. Ef jafnt er í síðasta leik skal hver leikmaður kasta einu kasti. Ef enn er jafnt skal kasta öðru kasti og halda þannig áfram þar til úrslit liggja fyrir.

Sigurvegararnir hljóta titilinn „Íslandsmeistarar para“.

Olíuburður: Elitserien 41 fet

Mótanefnd KLÍ

Nefndin áskilur sér rétt til breytinga ef þurfa þykir.