Hafdís og Arnar Davíð keilarar ársins.

Facebook
Twitter

Keilusamband Íslands hefur valið Hafdísi Pálu Jónasdóttir úr KFR og Arnar Davíð Jónsson úr KFR sem keilara ársins 2016.

Hafdís Pála Jónasdóttir KFR

Helstu afrek Hafdísar á árinu 2016 eru þau að hún varð Íslandsmeistari einstaklinga, Reykjavikurmeistari einstaklinga og Íslandsmeistari með liði sínu KFR-Valkyrjum.  Hafdís varð einnig fyrsta íslenska konan til að spila 300 eða fullkominn leik. Hafdís var í landsliði Íslands sem lék á Evrópumótinu í Austurríki í sumar en liðið tryggði sér þar þátttökurétt á HM 2017. Hafdís hefur starfað við unglingaþjálfun hjá félagi sínu, KFR, og þannig verið fyrirmynd ungra og efnilegra keilara.

Arnar Davíð Jónsson KFR

Helstu afrek Arnars á árinu 2016 eru að hann varð Íslandsmeistari einstaklinga en það var eina mótið sem hann tók þátt í á Íslandi á árinu. Arnar Davíð er búsettur í Noregi og stundar íþróttina þaðan. Hann leikur þar með liðinu Frogner BK og situr Arnar í 7. sæti norska styrkleikalistans. Meðal sterkra móta sem hann tók þátt í erlendis eru Kongsvinger Open 3. sæti, Drammen open 8. sæti, Norwegian Open 10 sæti og Ringerike open 6. sæti. Arnar Davíð var fyrirliði íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Belgíu í sumar og tók þátt í Evrópumóti landsmeistara í Tékklandi í haust og endaði í 8. sæti. Við útgáfu á síðasta meðaltali Keilusambands Íslands kom í ljós að Arnar Davíð er með næst hæsta meðaltal íslenskra karla 215 að meðaltali. Arnar Davið er góð fyrirmynd ungra keilara.

Nýjustu fréttirnar