Evrópumót unglinga undir U18 fer fram nú á dögunum í Tali keilusalnum í Helsinki. Fyrir Íslands hönd keppa fjórir drengir og fjórar stúlkur.
Liðið er þannig skipað:
Ágúst Ingi Stefánsson (ÍR)
Jóhann Ársæll Atlason (ÍA)
Ólafur Þór Ólafsson Hjaltalín (ÞÓR)
Steindór Máni Björnsson (ÍR)
Elva Ósk Hannesdóttir (ÍR)
Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir (ÞÓR)
Helga Ósk Freysdóttir (KFR)
Málfríður Jóna Freysdóttir (KFR)
Þjálfarar eru þeir Guðmundur Sigurðsson.og Stefán Claessen
Formleg æfing kláraðist fyrr í dag og í kvöld fer fram opnunarhátið. Mótið byrjar á morgun með tvímenningi drengja klukkan 09:00 á staðartíma (06:00 á Íslandi) þar sem þeir Ágúst Ingi og Steindór Máni hefja leik en Jóhann Ársæll og Ólafur Þór spila kl 13:15 að staðartíma. Stúlkurnar hefja leik í tvímenning stúlkna á þriðjudaginn þegar þær Helga Ósk og Elva Rós spila kl 09:00 og lýkur tvímenningnum þegar þær Guðbjörg og Málfríður spila kl 13:15 að staðartíma.
Spilað er í þremur greinum sem eru tvímenningur, liða og einstaklingskeppni og að þeim loknum fara 24 efstu með samanlagðan árangur í útsláttarkeppni sem kallast Masters. Aðstæður í Tali keilusalnum eru frábærar og leggst mótið vel í íslenska liðið. Olíuburðurinn virðist vera vel spilanlegur en búast má við ágætis skori í mótinu þar sem þarna eru á ferð bestu ungmenni í Evrópu.
Mótinu lýkur svo á sunnudaginn 16. Apríl en hægt er að fylgjast með gangi mála á:
http://www.bowling.fi/eyc2017/
en einnig er boðið upp á að fylgjast með skori í rauntíma á slóðinni:
http://www.striqe.com/scoring.asp?alley=110&showdate=3333
Allar fréttir tengdar mótinu má finna hér á heimasíðu og Fésbókarsíðu KLÍ https://www.facebook.com/Keilusamband.
Nú er komið í ljós hvaða lið það eru sem að spila til úrslita í bikarkeppni KLI.
Sofía Erla Stefánsdóttir úr ÍR BK lést miðvikudaginn 22. mars s.l. eftir erfið veikindi. Sofía hóf að stunda keilu fyrir rúmum 30 árum eða um 1985 eða svo. Eins og aðrir sem hófu að spila keilu á þeim árum gekk hún til liðs við Keilufélag Reykjavíkur og var þar í allmörg ár. Eftir smá hlé frá iðkun kom hún aftur inn í keiluna árið 2003 og gekk þá til liðs við ÍR KK en síðar fór hún yfir í ÍR BK liðið þar sem hún varð til loka.
Í gær fór fram einn leikur í 4 liða úrslitum kvenna.
Var haldið 18 & 19 mars og 25 & 26 mars
Akureyri Open verður haldið laugardaginn 8. apríl kl 19:00 í keilunni Akureyri.
Í kvöld lauk Íslandsmóti félaga
Um helgina fóru fram fyrstu 8 leikir af 12 í forkeppni Íslandsmóti öldunga 2017