Íslandsmót einstaklinga 2017 með forgjöf

Íslandsmót einstaklinga 2017 með forgjöf verður haldið í Keiluhöllinni Egilshöll dagana 11 – 14 mars

Skráning inn á www.keila.eventbrite.com 

Olíuburður í mótinu er EYC2016 – 39 fet

Forkeppni helgina 11 & 12 mars.

Spilaðir eru 8 leikir í tveimur 4 leikja blokkum.

Keppni byrjar kl. 9:00 laugardag og sunnudag.

Verð í forkeppni kr. 10.000,-

12 efstu karlarnir og 12 efstu konurnar halda áfram í milliriðil.

 

Milliriðill mánudaginn 13. mars kl. 19:00

Spilaðir eru 4 leikir.

Verð í milliriðil kr. 5.500,-

Efstu 6 karlar og 6 konur halda áfram í undanúrslit.

 

Undanúrslit þriðjudaginn 14. mars kl. 19:00

Verð í undanúrslit kr. 5.500.

Undanúrslit:

Allir keppa við alla, einfalda umferð. 
Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig: 
Fyrir sigur í leik fást 20 bónusstig 
fyrir jafntefli í leik fást 10 bónusstig 
Að loknum þessum leikjum fara 2 efstu keppendurnir í úrslit.

 

Úrslit þriðjudaginn 14. mars á eftir undanúrslitum

Úrslit:

Spiluð eru úrslit milli þriggja efstu manna/kvenna sem leika allir einn leik á sama setti (fyrst annað kynið og síðan hitt) Allir leika einn leik og fellur úr leik sá sem hefur lægsta skorið.

Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn Íslandsmeistari einstaklinga. Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur. Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir.

 

Skráning fer aðeins fram á netinu og lýkur fimmtudaginn 9. mars klukkan 22:00.

 www.keila.eventbrite.com

 

Mótanefnd KLÍ

Nefndin áskilur sér rétt til breytinga ef þurfa þykir.

Magna og Gústaf Íslandsmeistarar einstaklinga.

Í gærkvöldi lauk æsispennandi Íslandsmóti einstaklinga í Keiluhöllinni. Frábær þátttaka var í mótinu, 19 konur og 33 karlar. Úrslitin voru sýnd í beinni útsendingu á RÚV2. 

Úrslitin voru eins og áður segir í beinni útsendingu á RÚV2 og þótti umgjörð og útsendingin heppnast einstaklega vel.
Í úrslitum kvenna léku þrír keppendur frá KFR, þær Magna Ýr Hjálmtýsdóttir, Dagný Edda Þórisdóttir og Ragna Matthíasdóttir. Eftir fyrsta leik var það Dagný Edda sem spilaði lakast eða 158 og datt því út. Það voru því þær Magna og Ragna sem léku til úrslita. Leikurinn var jafn framan af en síðan skyldu leiðir og Magna vann öruggan sigur, 226 – 151.  Magna Ýr, sem aldrei hefur áður orðið Íslandsmeistari, er því Íslandsmeistari 2017.

Hjá körlunum var keppnin spennandi. Þar lékur Arnar Davíð Jónsson KFR, Andrés Páll Júlíusson ÍR og Gústaf Smári Björnsson KFR. Eftir jafnan fyrsta leik var það ríkjandi Íslandsmeistari, Arnar Davíð, sem féll úr leik og það voru því Andrés Páll og Gústaf sem léku til úrslita. Í úrslitaleiknum skiptust þeir á að hafa forystu en í lokin var það Gústaf sem hafði betur, 165 – 164. Gústaf, eins og Magna, var þarna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.

Hæsta leik mótsins spilaði Arnar Davíð Jónsson KFR er  hann lék 300 í forkeppninni.

Íslandsmeistararnir unnu sér með sigrinum inn þátttökurétt á Evrópubikarmóti einstaklinga sem fram fer í Ankara á Tyrklandi í haust.

Til hamingju Magna og Gústaf.

 

 

Milliriðli lokið á Íslandsmóti einstaklinga

Í kvöld lauk milliriðli á Íslandsmóti einstaklinga í Keiluhöllinni Egilshöll. Leiknir voru 6 leikir. 

Eftir æsispennandi keppni í kvöld voru það 8 efstu í karla- og kvennaflokki sem komust áfram í undanúrslit sem leikinn verða á morgun, þriðjudag, kl. 16:30.

Efstu þrír í karlaflokki eru:

Arnar Davíð Jónsson KFR
Gústaf Smári Björnsson KFR
Jón Ingi Ragnarsson KFR

Efstu þrjár í kvennaflokki eru:

Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR
Dagný Edda Þórisdóttir KFR
Ragna Matthíasdóttir KFR

Sjá nánar stöðu eftir milliriðla hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

300 leikur á Íslandsmótinu

Arnar Davíð Jónsson KFR gerði sér lítið fyrir í forkeppni Íslandsmóts einstaklinga í dag og spilaði fullkominn leik eða 300.

Leikurinn kom í síðasta leik Arnars í forkeppninni. Með þessum frábæra leik tryggði Arnar Davíð sér efsta sætið í karlaflokki eftir forkeppnina og skaust þar upp fyrir Jón Inga Ragnarsson KFR.

Frábær leikur hjá Arnari og gaman verður að fylgjast með honum í framhaldinu en hann reynir að endurtaka leikinn frá því í fyrra þegar hann varð Íslandsmeistari.

Forkeppni Íslandsmóts einstaklinga lokið.

Þessa dagana fer fram Íslandsmót einstaklinga í Keiluhöllinni í Egilshöll

Alls voru það 19 konur og 33 karlar sem tóku þátt í forkeppninni sem leikin var um helgina. Upp úr forkeppninni komust 12 konur og 16 karlar í milliriðil sem leikinn verður á morgun mánudag kl. 19:00.

Í kvennaflokki er það Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR (sjá mynd) sem leiðir keppnina en hún spilaði leikina 12 í forkeppninni með 201,08 í meðaltal. Í öðru sæti er Dagný Edda Þórisdóttir KFR með 184,5 í meðaltal og í því þriðja Ragna Matthíasdóttir KFR með 174,83.

Í karlaflokki leiðir Arnar Davíð Jónsson KFR með 222.25 í meðaltal, í öðru sæti er Jón Ingi Ragnarsson KFR með 215,25 og í því þriðja Andrés Páll Júlíusson ÍR með 206,83.

Keppni í milliriðli hefst á morgun mánudag kl. 19:00 í Keiluhöllinni Egilshöll.

Sjá má lokastöðu í forkeppni kvenna og forkeppni karla hér.

Æfingahópur fyrir NM u-23

Þjálfarar Afrekshópa karla hafa valið þá sem munu taka þátt í undirbúningi fyrir NM u-23 sem fram fer í Finlandi í haust.

Karlar:

Alexander Halldórsson  ÍR 
Andri Freyr Jónsson KFR  
Aron Fannar Benteinsson KFR 
Gunnar Ingi Guðjónsson ÍA
Hlynur Örn Ómarsson  ÍR

Enn á eftir að velja kvennahópinn sem mun taka þátt í undirbúningi fyrir mótið.

 
 
Með hópnum fara Ásgrímur H. Einarsson og Guðjón Júlíusson þjálfarar.

Breyting á dagskrá KLÍ

 Mótanefnd hefur gert eftirfarandi breytingar á dagskrá vetrarins: 

 – Úrslit í bikarkeppni liða hafa verið færð frá 19. apríl til 8. apríl kl. 11:00 vegna beinnar útsendingar á RUV.

– Úrslit í Íslandsmóti í tvímenningi hafa verið sett á 23. apríl kl. 19:00 að beiðni Keiluhallarinnar.

Keila í beinni á RUV

Framundan eru tvær beinar útsendingar frá keilu á RUV. 

Um síðustu helgi var vel heppnuð útsending frá úrslitum RIG. Talsvert hefur verið talað um þá útsendingu og er það einróma álit að vel hafi tekist til og að gaman hafi verið að fylgjast með spennandi keppni.
Nú er orðið ljóst að úrslit Íslandsmót einstaklinga verða í beinni á RUV2 þriðjudaginn 14. febrúar kl. 19:30. Sýnt verður frá úrslitum karla og kvenna.  Einnig hefur verið gengið frá því að úrslitaleikir í Bikarkeppni karla og kvenna verða í beinni á RUV laugardaginn 8. apríl 11:00.
Það er ánægjulegt að keila sé farinn að sjást í sjónvarpinu aftur enda bráðskemmtilegt sjónvarpsefni ef rétt og vel er staðið að útsendingu.
Við hvetjum alla til að mæta í Keiluhöllina þegar þessar útsendingar eru því það er mikilvægt að mikil og góð stemning skapist.