Akureyri Open 2017

Facebook
Twitter

Akureyri Open verður haldið laugardaginn 8. apríl kl 19:00 í keilunni Akureyri.


Keppt verður með og án forgjafar í karla og kvennaflokkum og verðlaun veitt fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki.
Spilaðir verða 3 leikir og ráðast úrslitin í forgjafarkeppninni eftir þessa 3 leiki þar sem að hæsta meðaltalið sigrar.
Þeir 3 einstaklingar sem hafa hæstu skorin án forgjafar eftir þessa 3 leiki munu spila til úrslita um að verða Akureyri Open meistari 2017.
Úrslitin eru spiluð eins og á Íslandsmóti einstaklinga.
Olíuburður verður „
2013 EBT 15 – Columbia 300 Vienna Open – 42 fet“ betur þekktur sem langi burðurinn.

Skráning er til föstudagsins 7. apríl kl 19:00 á netfangið [email protected] eða í síma 867-7000 „Guðmundur“
Þáttökugjald 3000kr.

Þetta er síðasti séns til að spila í móti í þessu húsi þar sem að til stendur að rífa það í maí.

Nýjustu fréttirnar