SNC lokið í San Marino

Facebook
Twitter

Small nations cup lauk í San Marino í gær.  Þetta er í fyrsta skipti sem mótið er haldið. Ísland átti 4 keppendur á mótinu. 

 

 

Það voru Arnar Davíð Jónsson, Björn G. Sigurðsson, Dagný Edda Þórisdóttir og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir. Með þeim í för voru Hafþór Harðarson þjálfari afrekshóps kvenna og þjálfarar afrekshóðps karla, þeir Guðjón Júlíusson og Ásgrímur H. Einarsson

Árangur okkar fólks var mjög góður. Alls unnust 6 verðlaun á mótinu en aðeins Malta vann fleirri verðlaun eða 9. Eftirtalin verðlaun unnust:

Arnar Davíð og Magna brons í parakeppni
Björn og Arnar Davíð silfur í tvímenningi karla
Magna Ýr og Dagný Edda gull í tvímenningi kvenna
Brons í keppni blandaðara liða (tvær konur og tveir karlar)
Magna Ýr brons í Master finals (fjórir meðaltalshæstu konurnar í mótinu léku til úrslita)
Arnar Davíð gull í Master finals (fjórir meðaltalshæstu karlarnir í mótinu léku til úrslita)

Mótið tókst mjög vel undir frábærri stjórn Valgeirs Guðbjartssonar mótsstjóra og stjórnarmanns í ETBF. 

 

 

 

 

 

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Nýjustu fréttirnar