Brons á fyrsta degi

Þá er fyrsta keppnisdegi á Small Nations Cup lokið.  Keppt var í parakeppni og þar léku fyrir Ísland þau Magna Ýr Hjálmtýsdóttir og Arnar Davíð Jónsson annars vegar og Dagný Edda Þórisdóttir og Björn G. Sigurðsson hins vegar.

Leiknir voru 6 leikir í forkeppni og komust 4 efstu pörin áfram.  Dagný og Björn áttu ekki sinn besta dag. Dagný spilaði 1086 eða 181 í meðaltal en Björn 1149 sem gera 191,5 í meðaltal. Samtals spiluðu þau því 2235 eða 186,2 í meðaltal og skilaði það þeim í 5. sæti.
Magna Ýr og Arnar Davíð léku vel í dag. Magna spilaði 1220 eða 203,3 í meðaltal og Arnar Davíð 1279 sem gera 213,2 í meðaltal. Samtals voru þau með 2499 eða 208,2 í meðaltal.  Þetta skilaði þeim í 3. sæti í forkeppninni og sæti í undanúrslitum.
Þar mættu þau Möltu. Sá leikur var mjög spennandi allan tímann og réðust úrslitin í síðasta ramma. Magna spilaði 202 og Arnar 226. Samtals voru þau því með 428 á móti 448 stigum Maltverja. Magna og Arnar enda því í 3. – 4. sæti.
Til úrslita léku því Malta og Kýpur. Malta vann þar nokkuð þægilegan sigur 382 – 295.

Á morgun verður leikið í tvímenning. Að honum loknum hefst svo keppni í liðakeppni. 

Small nations cup San Marino

Á morgun hefst í San Marino mót sem haldið er í fyrsta skipti og er kallað Small Nations Cup.  Þetta er sýningarmót á vegum Evrópska keilusambandsins og er haldið í tengslum við Smáþjóðarleikana sem fara þar fram í sumar. Mótið er haldið til að kynna keilu sem íþrótt og koma henni inn sem keppnisgrein á Smáþjóðarleikunum í framtíðinni. Mótið hefst eins og áður segir á morgun og líkur á laugardag.
 
 

 

 

 

 

 

Ísland tekur að sjálfsögðu þátt í þessu móti og í dag héldu 4 keppendur ásamt þjálfurum og fararstjórn til San Marino.

Fyrir Íslands hönd keppa á mótinu:

Magna Ýr Hjálmtýsdóttir úr KFR

Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR
Björn G. Sigurðsson úr KFR 
Arnar Davíð Jónsson úr KFR

 
Með í för eru Hafþór Harðarson þjálfari afrekshóps kvenna og þeir Ásgrímur H. Einarsson og Guðjón Júlíusson þjálfarar afrekshóps karla.
 
Þess má einnig geta að mótsstjóri er Valgeir Guðbjartsson stjórnarmaður í Evrópska Keilusambandinu  ETBF

Keppt er í parakeppni, tvímenning og keppni blandaðra liða (tvær konur og tveir karlar). Einnig er keppt í einstaklingskeppni. Eins og áður segir þá hefst mótið á morgun með parakeppni og þar leika saman fyrir Íslands hönd Dagný og Björn annars vegar og hins vegar Magna og Arnar. 

Hægt er að fylgjast með mótinu á heimasíðu þess, www.smallnationscup.com

Íslandsmót með forgjöf 2017

Íslandsmót einstaklinga með forgjöf hófst í Keiluhöllinni Egilshöll á laugardag og lauk því í gær.

Lokakvöldið byrjaði þar sem allir léku við alla einfalda umferð, 6 karlar og 6 konur . Veitt voru 20 bónus stig fyrir að vinna andstæðinginn og lögðust þau aukastig við skor uppsafnað skor mótsins. Hjá konunum duttu út eftir þessa leiki Anna Kristín Óladóttir KFR, Halldóra Íris Ingvarsdóttir ÍR og Berglind Scheving ÍR en í karlakeppninni duttu út Guðmundur Freyr Aðalsteinsson Þór, Birgir Guðlaugsson ÍR og Jóhann Ágúst Jóhannsson ÍR. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Til úrslita í kvennaflokki léku Anna Sigríður Magnúsdóttir ÍR, Helga Ósk Freysdóttir KFR og Elva Rós Hannesdóttir ÍR. Það var Anna Sigríður sem stóð uppi sem sigurvegari og er því Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjá körlunum var það Þorleifur Jón Hreiðarsson KR sem tók Íslandsmeistaratitilinn og var það ekki fyrr en í 10 ramma sem úrslitin réðust, Gylfi Snær Sigurðsson KFA varð í öðru sæti og Jóhann Ársæll Atlason KFA í því þriðja.

Seinni degi forkeppni á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf lokið

Í morgun var spilaður seinni riðillinn í forkeppni Íslandsmóts einstaklinga með forgjöf en alls taka 16 konur og 32 karlar þátt í mótinu. 12 komast áfram úr hvorum riðli. Framhaldið er síðan annað kvöld kl: 19:00 þar spila keppendurnir í fjóra leiki, 6 efstu keppendurnir komast í undanúrslit og fylgir skorið úr forkeppninni og milliriðlinum.

 

Eftir daginn í dag eru efst í kvennaflokki þær Helga Ósk Freysdóttir KFR með 1.616 pinna, Elva Rós Hannesdóttir ÍR er í 2. sæti með 1.582 og Berglind Scheving ÍR í 3. sæti með 1.563. 

Hjá körlunum er Jóhann Ársæll Atlason ÍA í 1. sæti með 1.646, Jóhann Á Jóhannsson ÍR er í 2. sæti með 1.641 og í 3. sæti er Þorleifur Jón Hreiðarsson KR með 1.618. 

 

Matthías setti 4 ný íslandsmet.

Þessa dagana fer fram Íslandsmót einstaklinga með forgjöf í Egilshöll. Fjögur íslandsmet voru sett í mótinu í dag. 

Matthías Leó Sigurðsson ÍA spilaði 4 leiki í dag og setti íslandsmet í einum, tveimur, þremur og fjórum leikjum.   Leikir Matthíasar í dag voru  132, 196, 142 og 136.  Íslandsmetin eru sett í 5. flokki í þeim eru leikmenn 10 ára og yngri.  

Metin eru:

1 leikur  196
2 leikir   328
3 leikir   470
4 leikir   606

Til hamingju með frábæra spilamennsku Matthías.

Fyrri degi forkeppni á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf lokið

Bergþóra úr Þór og Daníel úr ÍR sigruðu mótið 2016Í morgun var spilaður fyrri riðillinn í forkeppni Íslandsmóts einstaklinga með forgjöf en alls taka 16 konur og 32 karlar þátt í mótinu. Leiknir voru fjórir leikir og verða seinni fjórir leikirnir spilaðir á morgun kl. 09 og verður eftir það skorið niður í 12 manna úrslit. 

 

Eftir daginn í dag eru efst í kvennaflokki þær Berglind Schewing með 809 pinna, Elva Rós Hannesdóttir er í 2. sæti með 800 og Geirdís Hanna Kristjánsdóttir í 3. sæti með 773. 12. sætið er svo með 722.

Hjá körlunum er Matthías Leó Sigurðsson ÍA í 1. sæti með 862, Jóhann Á Jóhannsson ÍR er í 2. sæti með 838 og í 3. sæti er Gunnar Guðjónsson ÍA með 833. 783 er skorið hjá 12. sætinu, sjá stöðuna hér fyrir neðan.

Stöðuna í mótinu eftir fyrri dag forkeppni má sjá hér.

Íslandsmót unglinga 2017

Íslandsmót unglinga fór fram helgina 4 og 5 mars þar mættu til leiks 37 ungmenni frá 4 félögum ÍR, KFR, KFA og Þór.

Aðeins er keppt til úrslita ef 4 eða fleiri mæta til keppni í 1-3 flokki, ekki er keppt til úrslita í yngri flokkum þeir raðast eftir sínu skori í 8 leikjum. Síðan er keppt í opnum flokki þar sem þrír meðaltals hæstu drengir keppa innbyrðis og þrjár meðaltals hæstu stúlkurnar innbyrðis óháð aldri og flokkum.

Leikjafyrirkomulagið er þannig að þeir sem komu inn í úrslitin í 2 og 3ja sæti spila einn leik sem veitir þeim þáttökurétt í úrslitaviðureigninni þar er spilaðir 2 leikir og er heildin úr þessum 2 leikjum það sem ákvarðar sigurvegarann.

Í 1.flokki mættu 3 piltar til leiks. Íslandsmeistari Ólafur Þór Ólafsson Þór, Ásgeir Darri Gunnarsson KFA varð í öðru sæti og Jökull Byron Magnússon KFR í því þriðja.

1.flokkur stúlkna þar mættu tvær stúlkur til leiks. Íslandsmeistari Helga Ósk Freysdóttir KFR og í öðru sæti Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir Þór

2.flokkur pilta þar öttu kappi 9 piltar. Til úrslita kepptu Arnar Daði Sigurðsson KFA, Steindór Máni Björnsson ÍR og Ágúst Ingi Stefánsson ÍR. Steindór og Ágúst háðu einvígi um sæti í úrslitaleiknum og endaði það með sigri Ágústs 211-167. Úrslitaeinvígið var spennandi Ágúst hafði sigur á Arnari í fyrsta leik með 202-198 en seinni leikurinn var Arnars 171 gegn 154 og hampaði Arnar því Íslandsmeistaratitlinum.

2.flokkur stúlkna þar voru þrjár mættar til leiks. Íslandsmeistari Elva Rós Hannesdóttir ÍR, annað sæti Dagmar Alda Leifsdóttir ÍR og Málfríður Jóna Freysdóttir í því þriðja.

3. flokkur pilta 5 keppendur. Þeir Hlynur Atlason KFA, Guðbjörn Joshua Guðjónsson KFR og Hinrik Óli Gunnarsson ÍR kepptu til úrslita. Hinrik og Guðbjörn mættust í leik um sæti í úrslitaleiknum og þar hafði Hinrik betur 142-137. Hann bætti svo um betur og vann Hlyn í 2 leikjum 170-114 og 156-129 og er því Íslandsmeistari.

3.flokkur stúlkna þar mættu 3 til leiks. Sara Bryndís Sverrisdóttir ÍR hampaði Íslandsmeistaratitlinum, Harpa Ósk Svansdóttir KFA varð í öðru sæti og Eyrún Ingadóttir KFR í því þriðja.

Í 4.flokki pilta mættu 4 til leiks allir frá KFA. Þar varð í fyrsta sæti Róbert Leó Gíslason öðru sæti Hrannar Þór Svansson og því þriðja Ólafur Hjalti Haraldsson.

Í 4.flokki stúlkna mætti ein stúlka og því Íslandsmeistari Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir

Í 5.flokki pilta og stúlkna er ekki keppt um sæti allir fá verðlaun. Eftirtaldir kepptu í 5.flokki. Mikael Aron Vilhelmsson KFR, Matthías Leó Sigurðsson KFA, Tristan Máni Nínuson ÍR, James Andre Oyola Yllescas ÍR, Ásgeir Karl Gústafsson KFR, Nína Rut Magnúsdóttir KFR og Fjóla Dís Helgadóttir KFR. 

Opinn flokkur pilta þar fóru inn Ólafur Þór Ólafsson Hjaltalín Þór, Arnar Daði Sigurðsson KFA og Steindór Máni Björnsson ÍR. Steindór og Arnar áttust við í leik um laust sæti í úrslitaleiknum þar fór Arnar á flug og vann með 223-161. Arnar lék svo úrslitaleikinn gegn Ólafi tapaði fyrri leiknum með 11 pinnum en bætti fyrir það í seinni leiknum og vann með 40. Arnar vann sér því inn 2 Íslandsmeistaratitla um helgina í 2.flokki pilta og opnum.

 Opinn flokkur stúlkna þar fóru inn Elva Rós Hannesdóttir ÍR, Helga Ósk Freysdóttir KFR og Dagmar Alda Leifsdóttir ÍR. Dagmar og Helga öttu kappi um sæti í úrslitaleiknum og þar fór Helga með sigur af hólmi 166-118. Úrslitaviðureignin einkenndist af stressi stúlknanna en Elva hafði 13 pinna sigur í fyrri leiknum 144-131 seinni leikurinn var síðan í járnum allt fram í 10 ramma Helga vann leikinn en ekki nógu stórt 9 pinna munur 158-149 og Elva hampaði því sínum öðrum Íslandsmeistaratitli þessa helgina í 2. flokki stúlkna og opnum.

 

 

 

 

 

Jón Ingi með 300 leik

Jón Ingi Ragnarsson lék frábærlega á Cross Cup í Noregi fyrir nokkrum dögum.  

 

Jón byrjaði mótið rólega en eftir fyrsta leik sem var 170 hrökk Jón í gang og spilaði 245, 300 og 217 eða samtals 932 sem gera 233 í meðaltal. Þriðji leikur Jóns var fullkominn leikur, 12 fellur í röð. Þessi spilamennska skilaði Jón öðru sætinu í mótinu en sigurvegari varð John Reidar Kindervaag frá Noregi.  Frábær árangur hjá Jóni sem er einn af efnilegri keilurum okkar íslendinga og hluti af Afrekshóp KLÍ. 
Jón Ingi var í viðtali í Sportþættinum á Útvarpi Suðurlands. Viðtalið má heyra hér.

Íslandsmót unglinga 2017

Íslandsmót unglinga verður haldið dagana 4. og 5. mars 2017.
Olíuburður er EYC 2016.

Tekið við skráningum á æfingum fram á fimmtudag

 

 

1. Flokkur 17 – 18 (f.1999 – 2000) *unglingar fæddir eftir 1/9 1998 geta spilað
2. Flokkur 15 – 16 (f. 2001 – 2002)
3. Flokkur 13 – 14 (f. 2003 – 2004)
4. Flokkur 11 – 12 (f. 2005 – 2006)
5. Flokkur 9 – 10 (f. 2007 – Yngri)

1 og 2. flokkur spila 12 leiki. 
Laugardagur 4. mars klukkan 09:00 6 leikir
Sunnudagur 5. mars klukkan 08:00 6 leikir

 

3.- 5. flokkur spila 8 leiki. 
Laugardagur 4. mars klukkan 09:00 4 leikir
Sunnudagur 5. mars klukkan 08:00 4 leikir

Úrslit 3 – 2 – 1 – 1
Spiluð sunnudaginn 5. mars að lokinni forkeppninni. Í 4 flokki er ekki spilað til úrslita heldur er skorið úr forkeppninni sem ræður úrslitum. Í 5. flokki fá allir verðlaun.
Opni flokkurinn.
Strax á eftir úrslitum í flokkunum er spilað í opna flokkum og eru úrslit þar 3 – 2 – 1 – 1.
Sjá nánar í reglugerð KLÍ um íslandsmót unglinga.
Skráning fer fram hjá þjálfurum.

Skráningu lýkur fimmtudaginn 2. mars 2017