Bikarkeppni 4 liða

Í gær fór fram einn leikur í 4 liða úrslitum kvenna.
Þar voru það KFR Valkyrjur sem að mættu ÍR BK.
Eftir Roll off var það ÍR BK sem hafði sigur.
Það kemur svo í ljós á sunnudag hver það verður sem að mætir þeim í úrslitum 8.apríl 

Á sunnudag 2.apríl kl 19:00 verða spilaðir 3 leikir

Það eru ÍR Buff á móti KFR Afturgöngum

og svo í karla flokki eru það

ÍR Fagmaður á móti KFR Grænu töffararnir

KFR Lærlingar á móti KR A

Kvetjum við alla til að koma og horfa á þessar viðureignir þar sem að allt verður lagt undir hjá öllum liðum.

Íslandsmót Öldunga 2017

Var haldið 18 & 19 mars og 25 & 26 mars
Eftir spennuþrungin leik í báðum flokkum kom í ljós í 10 ramma hver bæri sigur úr býtum.

Í kvenna flokki voru það Ragna Matthíasdóttir KFR sem að vann Jónu Gunnarsdóttir KFR

Í karla flokki voru það Guðmundur Sigurðsson ÍA sem að vann Kristján Þórðarsson KR

 Staða efstu í Báðum flokkum:

Kvenna:

1. Sæti Ragna Matthíasdóttir KFR
2. Sæti Jóna Gunnarsdóttir KFR
3. Sæti Bára Ágústsdóttir KFR

Karla:

1. Sæti Guðmundur Sigurðsson ÍA
2. Sæti Kristján Þórðarsson KR
3. Sæti Sveinn Þrastarsson KFR
4. Sæti Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR
5. Sæti Guðmundur Konráðsson Þór
6. Sæti Magnús Reynisson KR

Akureyri Open 2017

Akureyri Open verður haldið laugardaginn 8. apríl kl 19:00 í keilunni Akureyri.


Keppt verður með og án forgjafar í karla og kvennaflokkum og verðlaun veitt fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki.
Spilaðir verða 3 leikir og ráðast úrslitin í forgjafarkeppninni eftir þessa 3 leiki þar sem að hæsta meðaltalið sigrar.
Þeir 3 einstaklingar sem hafa hæstu skorin án forgjafar eftir þessa 3 leiki munu spila til úrslita um að verða Akureyri Open meistari 2017.
Úrslitin eru spiluð eins og á Íslandsmóti einstaklinga.
Olíuburður verður „
2013 EBT 15 – Columbia 300 Vienna Open – 42 fet“ betur þekktur sem langi burðurinn.

Skráning er til föstudagsins 7. apríl kl 19:00 á netfangið [email protected] eða í síma 867-7000 „Guðmundur“
Þáttökugjald 3000kr.

Þetta er síðasti séns til að spila í móti í þessu húsi þar sem að til stendur að rífa það í maí.

Íslandsmót Öldunga 2017

250Um helgina fóru fram fyrstu 8 leikir af 12 í forkeppni Íslandsmóti öldunga 2017
Næstu 4 leikir eru spilaðir Laugardaginn 25,mars kl 10:00
Og svo eru undanúrslit og úrslit  Sunnudaginn 26.mars kl 09:00

Staða efstu 3 
Kvenna flokkur:
1. Ragna Matthíasdóttir KFR
2. Jóna Gunnarsdóttir KFR
3. Bára Ágústsdóttir

Karlaflokkur:
1. Guðmundur Sigurðsson ÍA
2. Kristján Þórðarsson KR
3. Þórarinn Már Þorbjörnsson

SNC lokið í San Marino

Small nations cup lauk í San Marino í gær.  Þetta er í fyrsta skipti sem mótið er haldið. Ísland átti 4 keppendur á mótinu. 

 

 

Það voru Arnar Davíð Jónsson, Björn G. Sigurðsson, Dagný Edda Þórisdóttir og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir. Með þeim í för voru Hafþór Harðarson þjálfari afrekshóps kvenna og þjálfarar afrekshóðps karla, þeir Guðjón Júlíusson og Ásgrímur H. Einarsson

Árangur okkar fólks var mjög góður. Alls unnust 6 verðlaun á mótinu en aðeins Malta vann fleirri verðlaun eða 9. Eftirtalin verðlaun unnust:

Arnar Davíð og Magna brons í parakeppni
Björn og Arnar Davíð silfur í tvímenningi karla
Magna Ýr og Dagný Edda gull í tvímenningi kvenna
Brons í keppni blandaðara liða (tvær konur og tveir karlar)
Magna Ýr brons í Master finals (fjórir meðaltalshæstu konurnar í mótinu léku til úrslita)
Arnar Davíð gull í Master finals (fjórir meðaltalshæstu karlarnir í mótinu léku til úrslita)

Mótið tókst mjög vel undir frábærri stjórn Valgeirs Guðbjartssonar mótsstjóra og stjórnarmanns í ETBF. 

 

 

 

 

 

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Brons í liðakeppninni

Í dag var leikið til úrslita í liðakeppni Small Nations Cup á San Marino. Þar mætti Ísland Kýpur í undanúrslitum.

 
 
Leikurinn var æsispennandi. Kýpur tók forystuna fyrri hluta leiksins en Ísland sótti á seinni hlutann. Þegar aðeins eitt kast var eftir hjá Kýpur og Ísland hafði lokið leik þá þurfti Kýpur að ná niður 8 keilum til að sigra leikinn. Þau gerðu gott betur, fengu fellu og unnu með tveimur stigum.
 
Brons í liðakeppninni því staðreynd en engu að síður flottur árangur hjá okkar fólki.
 
Úrslitin í einstaklingskeppninni hefjast ca. kl. 15:30 að íslenskum tíma. Þar eru fjórir karlar og fjórar konur eftir. Magna Ýr og Arnar Davíð hafa bæði tryggt sér sæti í þessum úrslitum og verður spennandi að sjá hvort þau nái sér ekki í gullið eins og þau ætla sér.
 
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Facebook síðu Keilusambands Íslands. www.facebook.com/Keilusamband/
 

 

Stelpurnar tóku gullið

Þá er tvímenningi lokið hér á Small Nations Cup í San Marino. Eftir spennandi forkeppni komust bæði karla- og kvennalið Íslands í undanúrslit. 

Þar mættu Björn G. Sigurðsson og Arnar Davíð Jónsson heimamönnum í San Marino.  Þrátt fyrir að ná sér ekki á strik fóru þeir með sigur, 364 -359.
Í úrslitum mættu strákarnir liði Kýpur. Úrslitaleikurinn varð æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í síðasta ramma, Kýpur hafði nauman sigur 409 – 419.

Magna Ýr Hjálmtýsdóttir og Dagný Edda Þórisdóttir mættu Kýpur í undanúrslitum. Þar unnu þær sannfærandi sigur 355 – 322. Í úrslitum mættu þær svo Luxemborg sem hafði óvænt sigrað Möltu í undanúrslitum. Sá leikur var eign Íslands frá upphafi og sigruðu stelpurnar 406 – 315. Frábær árangur hjá stelpunum.

Fyrsta gullið á mótinu því staðreynd og vonandi mun þeim fjölga á morgun þegar liðakeppnin klárast. 

Sjá heimasíðu mótsins hér. og facebooksíðu mótsins hér 

 


 

Brons á fyrsta degi

Þá er fyrsta keppnisdegi á Small Nations Cup lokið.  Keppt var í parakeppni og þar léku fyrir Ísland þau Magna Ýr Hjálmtýsdóttir og Arnar Davíð Jónsson annars vegar og Dagný Edda Þórisdóttir og Björn G. Sigurðsson hins vegar.

Leiknir voru 6 leikir í forkeppni og komust 4 efstu pörin áfram.  Dagný og Björn áttu ekki sinn besta dag. Dagný spilaði 1086 eða 181 í meðaltal en Björn 1149 sem gera 191,5 í meðaltal. Samtals spiluðu þau því 2235 eða 186,2 í meðaltal og skilaði það þeim í 5. sæti.
Magna Ýr og Arnar Davíð léku vel í dag. Magna spilaði 1220 eða 203,3 í meðaltal og Arnar Davíð 1279 sem gera 213,2 í meðaltal. Samtals voru þau með 2499 eða 208,2 í meðaltal.  Þetta skilaði þeim í 3. sæti í forkeppninni og sæti í undanúrslitum.
Þar mættu þau Möltu. Sá leikur var mjög spennandi allan tímann og réðust úrslitin í síðasta ramma. Magna spilaði 202 og Arnar 226. Samtals voru þau því með 428 á móti 448 stigum Maltverja. Magna og Arnar enda því í 3. – 4. sæti.
Til úrslita léku því Malta og Kýpur. Malta vann þar nokkuð þægilegan sigur 382 – 295.

Á morgun verður leikið í tvímenning. Að honum loknum hefst svo keppni í liðakeppni. 

Small nations cup San Marino

Á morgun hefst í San Marino mót sem haldið er í fyrsta skipti og er kallað Small Nations Cup.  Þetta er sýningarmót á vegum Evrópska keilusambandsins og er haldið í tengslum við Smáþjóðarleikana sem fara þar fram í sumar. Mótið er haldið til að kynna keilu sem íþrótt og koma henni inn sem keppnisgrein á Smáþjóðarleikunum í framtíðinni. Mótið hefst eins og áður segir á morgun og líkur á laugardag.
 
 

 

 

 

 

 

Ísland tekur að sjálfsögðu þátt í þessu móti og í dag héldu 4 keppendur ásamt þjálfurum og fararstjórn til San Marino.

Fyrir Íslands hönd keppa á mótinu:

Magna Ýr Hjálmtýsdóttir úr KFR

Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR
Björn G. Sigurðsson úr KFR 
Arnar Davíð Jónsson úr KFR

 
Með í för eru Hafþór Harðarson þjálfari afrekshóps kvenna og þeir Ásgrímur H. Einarsson og Guðjón Júlíusson þjálfarar afrekshóps karla.
 
Þess má einnig geta að mótsstjóri er Valgeir Guðbjartsson stjórnarmaður í Evrópska Keilusambandinu  ETBF

Keppt er í parakeppni, tvímenning og keppni blandaðra liða (tvær konur og tveir karlar). Einnig er keppt í einstaklingskeppni. Eins og áður segir þá hefst mótið á morgun með parakeppni og þar leika saman fyrir Íslands hönd Dagný og Björn annars vegar og hins vegar Magna og Arnar. 

Hægt er að fylgjast með mótinu á heimasíðu þess, www.smallnationscup.com