ÍR Íslandsmeistarar unglingaliða

Facebook
Twitter

 

Úrslitakeppni í Íslandsmóti unglingaliða fór fram í dag

ÍA 1 og ÍA 2 öttu kappi og svo ÍR 1 og KFR 1 vinna þarf 2 leiki til að komast í úrslitaleikinn.

ÍA 1 og ÍR 1 unnu bæði tvo leiki og spiluðu því til úrslita. ÍR 1 vann fyrsta leikinn og ÍA 1 svaraði til baka og vann annan leikinn. ÍA var einungis 16 pinnum frá því að slá Íslandsmetið í 2 leikjum. Þriðji leikurinn var síðan jafn og spennandi frá upphafi til enda og réðust úrslitin í síðasta kasti ÍR vann 573 gegn 565 ÍA og hjuggu ÍR ingar nærri Íslandsmeti í 3 leikjum.

Spilamennskan stórglæsileg og skemmtun á að horfa hjá báðum liðum ÍR varði því titilinn frá í fyrra það verður eftirsjá af þessum spilurum úr þessari keppni því allir strákarnir sem spiluðu til úrslita í dag voru að keppa í unglingaliðakeppninni í síðasta skipti sökum aldurs. 

 

 

 

 

Nýjustu fréttirnar