Skagamaraþon

Frá 19.Janúar til 18.Febrúar fer fram Skagamaraþon í Keilusalnum á Akranesi
9 Leikir evrópskt
70% forgjöf upp að 210 miðað við meðaltal KLÍ (Mest 42)
Rástímar kl 18:00 föstudags- og laugardagskvöld (aðrir tímar koma einnig til greina ef minst 4 skrá sig)
Start 8000kr fyrir fyrsta og 6000kr fyrir annað og þriðja
1000kr Trygging (start fé til baka ef 9.leikur er sá hæsti)
1000kr pottur fyrir hæsta leik á braut
 

Skráning er á [email protected] 

21.spila til úrslita

A: 6 efstu með forgjöf úr undankeppni

B: Hæsta skor án forgjafar sem ekki tilheyrir A

C: Unglingur undir 18.ára sem ekki tilheyrir A

D: Efsta kona sem ekki tilheyrir A

E: 2 efstu sem keppa fyrir 4.feb sem ekki tilheyra A, B, C

F: Turbo ( Samanlagðir leikir 4 & 8) 

G: Næstu 9

 

18.febrúar:

kl 9:00  G: leika 3 leikiog fara 3 efstu áfram

kl:12:00 bætast B,C,D,E,F við og eru leiknir 3 leikir og fara 3 efstu áfram.

kl: 15:00 bætist A við og leika 3 leiki þar sem á eftir leika 6 efstu Round Robin og fylgir skorið.

Verðlaun:

1.sæti 125.000
2.sæti   60.000
3.sæti   30.000
4.sæti   15.000
5.sæti   10.000
6.sæti   10.000

Mótshaldari áskilur sér rétt til að lagfæra mótið ef einhver misskilningur verður

 

 

 

 

Íslendingar keppa á Opna írska

Einar Már Björnsson ÍRNokkrir Íslendingar héldu í víking til Dublinar í Írlandi en þar fer fram Opna írska mótið sem er hluti af Evrópumótaröðinni í ár. Er þetta í 30. sinn sem opna írska fer fram. Keppnin hófst í gær en mótafyrirkomulagið er nokkuð klassískt og þarf að leika 6 leikja seríu í forkeppni. Hægt er að leika fleiri en eina seríu en aðeins 54 bestu seríurnar komast í úrslitakeppnina sem fer fram núna á sunnudaginn.

Þau sem fóru út eru:

  • Bergþóra Rós Ólafsdóttir úr ÍR
  • Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir úr ÍR
  • Árni Þór Finnsson úr Keilufélagi Reykjavíkur (KFR)
  • Einar Már Björnsson úr ÍR
  • Guðjón Júlíusson úr KFR
  • Gústaf Smári Björnsson úr KFR
  • Stefán Claessen úr ÍR

Einar Már úr ÍR lék best Íslendinga í gær en hann lék 1.275 seríu eða 212,5 í meðaltal. Stefán Claessen úr ÍR var í smá brasi í fyrstu þrem leikjunum en reif sig svo í gang og endaði með 1.205 seríu eða 200,8 í meðaltal og svo var Gústaf Smári KFR með 1.181 seríu eða 196,8 í meðaltal. Mótið heldur svo áfram í dag og hafa þau öll tækifæri til að færa sig ofar í töfluna.

Allar upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess svo sem stöður og hlekki á beinar útsendingar á vefnum.

WOW RIG 2018

Auglýsing fyrir RIG 2018WOW RIG 2018 fer fram dagana 27. janúar til 4. febrúar næstkomandi í Keiluhöllinni Egilshöll. Mótið verður með sama sniði og í fyrra, leikin er forkeppni þar sem keppendur þurfa að skila 6 leikja seríu. 24 efstu keilara keppa svo úrslitadaginn sem fer fram sunnudaginn 4. febrúar.  Boðið verður upp á nokkra riðla í ár og er þá helsta breytingin að föstudaginn 2. febrúar verða tveir riðlar annarsvegar kl. 11 fyrir hádegi og svo kl. 14:30

Olíuburður í mótinu verður HIGH STREET 44 fet

Skráning í mótið fer fram á vefnum

Early Bird laugardaginn 27. janúar frá kl. 09 til 12 – Skráningu lýkur 26. janúar kl. 18 – Verð kr 5.000,-

1. riðill fimmtudaginn 1. febrúar frá kl. 17 til 20 – Skráningu lýkur 31. janúar kl. 20 – Verð kr 6.000,-

2. riðill föstudaginn 2. febrúar frá kl. 11 til 14 – Skráningu lýkur 1. febrúar kl. 18 – Verð kr 6.000,-

3. riðill föstudaginn 2. febrúar frá kl. 14:30 til 17:30 – Skráningu lýkur 1. febrúar kl. 18 Verð kr 6.000,-

4. riðill laugardaginn 3. febrúar frá kl. 09 til 12 – Skráningu lýkur 2. febrúar kl. 18 – Verð kr 6.000,-

Allar nánari upplýsingar um mótið á vef ÍR Keila.

 Að venju koma erlendir gestir á mótið. Þar má helst nefna Mattias Wetterberg sem sigraði ECC 2017 og því ríkjandi Evrópumeistari einstaklinga. Einnig kemur Jesper Agerbo frá Danmörk en hann átti heldur betur gott ár 2016 og vann þá Masters keppnina á HM, nánar á vef ÍR.

 

 

Gleðilegt ár

Keilusamband Íslands óskar öllum keilurum sem og öðrum landsmönnum nær og fjær gleðilegs árs og þakkar fyrir árið sem er að líða. Megi næsta ár verða okkur öllum gæfuríkt í keilu sem og öðru sem við tökum okkur fyrir hendur. 

Íþróttamaður ársins

Samtök íþróttafréttamanna völdu í kvöld Íþróttamann ársins 2017. 

Fyrir valinu varð Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kylfingur.
Á sama tíma voru veitt verðlaun til íþróttamanna sérsambanda ÍSÍ. Dagný Edda Þórisdóttir tók þar á móti verðlaunum sem kvennkeilari ársins 2017 en Jón Ingi Ragnarsson karlkeilari ársins 2017 var ekki viðstaddur þar sem hann er búsettur í Svíþjóð. Theódóra Ólafsdóttir íþróttastjóri KLÍ tók við verðlaununum fyrir hans hönd.
Keilusamband Íslands óskar öllum verðlaunahöfum kvöldsins til hamingju og þá sérstaklega keilurum ársins þeim Dagný og Jóni Inga  og svo Ólafíu Þórunni með verðskuldaða nafnbót.

 

 

Jón Ingi og Dagný Edda keilarar ársins.

Stjórn KLÍ hefur valið keilara ársins. Keilarar ársins 2017 eru Jón Ingi Ragnarsson og Dagný Edda Þórisdóttir. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagný Edda Þórisdóttir KFR

Helstu afrek Dagnýar á árinu 2017 eru þau að hún varð Reykjavíkurmeistari einstaklinga og fór fyrir liði sínu KFR-Valkyrjum sem varð Íslandsmeistari. Dagný tók þátt í sýningarmóti fyrir Smáþjóðarleikana í San Marino með góðum árangri ásamt því að ná góðum árangri á Reykjavík International Games og einnig AMF mótaröðinni hér heima. Dagný lék með landsliði Íslands á Heimsmeistaramótinu í Las Vegas nú í haust. Dagný hefur starfað að félagsmálum hjá félagi sínu, KFR og með því og spilamennsku sinni verið fyrirmynd ungra og efnilegra keilara.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jón Ingi Ragnarsson KFR

Jón Ingi Ragnarsson er karl keilar árins 2017. Jón Ingi, sem er búsettur í Svíþjóð, lék vel á Íslandsmóti einstaklinga. Hann lék á nokkrum mótum á Evrópumótaröðinni og ber þar hæst árangur hans á Norska opna meistaramótinu þar sem hann endaði í 5. sæti. Jón Ingi hefur spilað mjög vel með liði sínu BK Brio í sænsku 2. deildinni þar sem þeir eru 4. sæti og í harðri baráttu um að komast í umspil um sæti í efstu deild. Jón var í landsliði Íslands á Heimsmeistaramótinu í Las Vegas þar sem hann endaði í 56. sæti af 214 keppendum.  Jón Ingi er jákvæður og yfirvegaður keilari og er þannig fyrirmynd ungra og efnilegra keilara.

 

Arnar Davíð Jónsson KFR með enn einn 300 leikinn

Arnar Davíð Jónsson KFRÍ 16 liða bikarkeppni KLÍ sem fram fór í gær náði Arnar Davíð í KFR Lærlingum enn einum 300 leiknum. Arnar byrjaði kvöldið með látum með því að ná leiknum og fylgi 267 leikur í kjölfarið. Lærlingar unnu sína viðureign gegn  ÍA B nokkuð örugglega 3 – 0.

Aðrar viðureignir í 16 liða bikarkeppni KLÍ fóru þannig:

ÍR S vann Þór 3 – 0 í Egilshöll

Þór-Víkingur vann ÍR Gaura 3 – 0 í keilusalnum Akranesi

ÍA vann ÍR Fagmenn sömuleiðis 3 – 0 upp á Skaga

KFR Storfsveitin lagði KFR Frændur í bráðabana 27 – 14

KFR Lærlingar unnu eins og áður sagði ÍA B 3 – 0

KR-E lagði félaga sína í KR-A í bráðabana 29 – 27

ÍR L lagði ÍR Broskarla 3 – 0

ÍR KLS lagði KFR Grænu töffarana 3 – 1

Sjá nánar um Bikarkeppnina hér.

Einar Már og Hafþór verja Íslandsmeistaratitil sinn í tvímenningi

Hafþór Harðarson og Einar Már Björnsson Íslandsmeistarar í tvímenningi 2017Í gær lauk keppni á Íslandsmótinu í tvímenningi 2017. Svo fór að þeir Einar Már Björnsson og Hafþór Harðarson úr ÍR vörðu titil sinn frá í fyrra. Sigruðu þeir félagana Arnar Davíð Jónsson og Guðlaug Valgeirsson úr KFR í þrem leikjum í úrslitun með  430 pinnum gegn 369 í fyrsta leik úrslita. Í öðrum leik var spennan mikil og fór svo að þeir Einar og Hafþór höfðu sigur með 377 pinnum gegn 374. Í þriðja leiknum gáfu þeir félagar í og sigruðu örugglega með 488 pinnum gegn 392 og spilaði Einar þá 278 leik. Í þriðja sæti urðu svo þeir Arnar Sæbergsson og Andrés Páll Júlíusson úr ÍR KLS.

Alls tóku 16 tvímenningar þátt í mótinu í ár og má sjá lokastöðu í forkeppninni hér fyrir neðan. Tíu efstu tvímenningarnir fóru svo áfram í milliriðil og að lokum fóru 6 efstu í undanúrslit, sjá stöður:


 
Íslandsmót í tvímenningi 2017              
  Forkeppni, Keiluhöllinni Egilshöll, 10.Desember            
                       
Sæti Nafn Félag Forgjöf 1 2 3 4 Skor Samt. Forgj. Mtl. Samt.
1 Hafþór Harðarson ÍR   212 164 236 234 846 846 211,5 1.658
1 Einar Már Björnsson ÍR   169 256 197 190 812 812 203,0 1.658
2 Gústaf Smári Björnsson KFR   160 178 223 223 784 784 196,0 1.574
2 Skúli Freyr Sigurðsson KFR   218 200 225 147 790 790 197,5 1.574
3 Guðlaugur Valgeirsson KFR   143 177 212 151 683 683 170,8 1.540
3 Arnar Davíð Jónsson KFR   266 209 202 180 857 857 214,3 1.540
4 Árni Þór Finnsson KFR   181 174 215 188 758 758 189,5 1.535
4 Guðjón Júlíusson KFR   248 178 156 195 777 777 194,3 1.535
5 Arnar Sæbergsson ÍR   165 199 202 200 766 766 191,5 1.507
5 Andrés Páll Júlíusson ÍR   186 203 183 169 741 741 185,3 1.507
6 Guðmundur Sigurðsson ÍA   144 179 166 189 678 678 169,5 1.472
6 Björn Sigurðsson KFR   190 208 204 192 794 794 198,5 1.472
7 Stefán Claessen ÍR   202 191 160 161 714 714 178,5 1.454
7 Alexander Halldórsson ÍR   180 179 203 178 740 740 185,0 1.454
8 Matthías Leó Sigurðsson ÍA   148 148 118 223 637 637 159,3 1.424
8 Sigurður Þorsteinn Guðmundsson ÍA   153 188 232 214 787 787 196,8 1.424
9 Kristján Þórðarson ÍR   136 199 171 180 686 686 171,5 1.413
9 Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR   186 158 193 190 727 727 181,8 1.413
10 Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR 8 154 204 172 222 752 784 188,0 1.423
10 Svavar Þór Einarsson ÍR   145 129 176 189 639 639 159,8 1.423
11 Jóhann Ágúst Jóhannsson ÍR   153 182 162 211 708 708 177,0 1.382
11 Hannes Jón Hannesson ÍR   140 156 209 169 674 674 168,5 1.382
12 Ingólfur Ómar Valdimarsson Þór   185 157 192 168 702 702 175,5 1.379
12 Guðmundur Konráðsson Þór   152 163 204 158 677 677 169,3 1.379
13 Steindór Máni Björnsson ÍR   151 165 200 140 656 656 164,0 1.369
13 Hlynur Örn Ómarsson ÍR   153 201 182 177 713 713 178,3 1.369
14 Haukur Bergmann Gunnarsson Þór   156 163 180 140 639 639 159,8 1.313
14 Þorgeir Jónsson Þór   154 156 201 163 674 674 168,5 1.313
15 Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir Þór 8 154 164 135 172 625 625 156,3 1.187
15 Bergþóra Pálsdóttir Þór 8 162 136 120 144 562 562 140,5 1.187
16 Málfríður Jóna Freysdóttir KFR 8 142 104 142 154 542 542 135,5 1.122
16 Helga Ósk Freysdóttir KFR 8 144 139 128 169 580 580 145,0 1.122

 

Íslandsmót í tvímenningi 2017            
Milliriðill, Keiluhöllinni Egilshöll, 10. Desember          
                   
Nafn Flutt 1 2 3 4 Forgj Skor Skor m.fgj Samt.
Guðlaugur Valgeirsson 683 192 202 193 258   845 845 3.313
Arnar Davíð Jónsson 857 226 214 279 209   928 928 3.313
Hafþór Harðarson 846 247 209 203 180   839 839 3.241
Einar Már Björnsson 812 154 216 171 203   744 744 3.241
Arnar Sæbergsson 766 198 170 190 232   790 790 3.132
Andrés Páll Júlíusson 741 214 233 187 201   835 835 3.132
Gústaf Smári Björnsson 784 187 171 182 205   745 745 3.127
Skúli Freyr Sigurðsson 790 255 154 197 202   808 808 3.127
Árni Þór Finnsson 758 212 157 162 248   779 779 3.087
Guðjón Júlíusson 777 216 206 172 179   773 773 3.087
Guðmundur Sigurðsson 678 201 189 215 227   832 832 3.059
Björn Sigurðsson 794 192 193 180 190   755 755 3.059
Stefán Claessen 714 200 214 212 171   797 797 3.036
Alexander Halldórsson 740 243 179 186 177   785 785 3.036
Matthías Leó Sigurðsson 637 144 214 177 150   685 685 2.865
Sigurður Þorsteinn Guðmundsson 787 177 208 165 206   756 756 2.865
Nanna Hólm Davíðsdóttir 784 197 180 119 166 8 662 694 2.860
Svavar Þór Einarsson 639 203 233 144 163   743 743 2.860
Kristján Þórðarson 686 192 177 171 179   719 719 2.851
Þórarinn Már Þorbjörnsson 727 201 186 197 135   719 719 2.851

Matthías Leó með 4 Íslandsmet

Á íslandsmóti í tvímenning í morgun setti Matthías Leó Sigurðsson ÍA 4 íslandsmet í hæstu leikjaröð unglinga, 5.flokk pilta 10ára og yngri.

 

Voru þetta met:

í 1.leik þar sem að hann spilaði 223 og var það bæting á fyrra meti sem að hann átti um 2 pinna
í 4.leikjum þar sem hann spilaði 637, og var það bæting um 31 pinna frá fyrra meti sem hann átti
í 5.leikjum þar sem hann spilaði 781, og var það bæting um 59 pinna frá fyrra meti sem hann átti
í 6.leikjum þar sem hann spilaði 995 og var það bæting um 138 pinna frá fyrra meti sem hann átti

Fyrir á hann met í 2 og 3 leikjum 

Matthías spilaði í tvímenning með föður sínum Sigurði Guðmundssyni og enduðu þeir í 8.sæti

Við óskum Matthíasi til hamingju með Íslandsmetin

Hlynur Örn með 300 leik

 Hlynur Örn Ómarsson úr ÍR náði fullkomnum leik eða 300 pinnum í Pepsí keilunni í kvöld og jafnar þar með Íslandsmet í einum leik.

Er þetta fyrsti 300 leikurinn hjá Hlyn en hann náði leiknum í öðrum leik kvöldsins. Hlynur er 25. Íslendingurinn til að ná fullkomnum leik í keilu. Hlynur kemur upp úr unglingastarfi ÍR og er það mikið ánægjuefni að sjá einstakling sem kemur upp úr unglingastarfi félags ná þessum áfanga. Mjög öflugt ungmennastarf er rekið hjá keilufélögunum og margir efnilegir keilarar að koma úr öllum félögum innan Keilusambandsins. Framtíðin er því bara ágætlega björt.
Við óskum kappanum til hamingju með áfangann.