
Frá 19.Janúar til 18.Febrúar fer fram Skagamaraþon í Keilusalnum á Akranesi
9 Leikir evrópskt
70% forgjöf upp að 210 miðað við meðaltal KLÍ (Mest 42)
Rástímar kl 18:00 föstudags- og laugardagskvöld (aðrir tímar koma einnig til greina ef minst 4 skrá sig)
Start 8000kr fyrir fyrsta og 6000kr fyrir annað og þriðja
1000kr Trygging (start fé til baka ef 9.leikur er sá hæsti)
1000kr pottur fyrir hæsta leik á braut
Skráning er á [email protected]
21.spila til úrslita
A: 6 efstu með forgjöf úr undankeppni
B: Hæsta skor án forgjafar sem ekki tilheyrir A
C: Unglingur undir 18.ára sem ekki tilheyrir A
D: Efsta kona sem ekki tilheyrir A
E: 2 efstu sem keppa fyrir 4.feb sem ekki tilheyra A, B, C
F: Turbo ( Samanlagðir leikir 4 & 8)
G: Næstu 9
18.febrúar:
kl 9:00 G: leika 3 leikiog fara 3 efstu áfram
kl:12:00 bætast B,C,D,E,F við og eru leiknir 3 leikir og fara 3 efstu áfram.
kl: 15:00 bætist A við og leika 3 leiki þar sem á eftir leika 6 efstu Round Robin og fylgir skorið.
Verðlaun:
1.sæti 125.000
2.sæti 60.000
3.sæti 30.000
4.sæti 15.000
5.sæti 10.000
6.sæti 10.000
Mótshaldari áskilur sér rétt til að lagfæra mótið ef einhver misskilningur verður
Nokkrir Íslendingar héldu í víking til Dublinar í Írlandi en þar fer fram Opna írska mótið sem er hluti af Evrópumótaröðinni í ár. Er þetta í 30. sinn sem opna írska fer fram. Keppnin hófst í gær en mótafyrirkomulagið er nokkuð klassískt og þarf að leika 6 leikja seríu í forkeppni. Hægt er að leika fleiri en eina seríu en aðeins 54 bestu seríurnar komast í úrslitakeppnina sem fer fram núna á sunnudaginn.
WOW RIG 2018 fer fram dagana 27. janúar til 4. febrúar næstkomandi í Keiluhöllinni Egilshöll. Mótið verður með sama sniði og í fyrra, leikin er forkeppni þar sem keppendur þurfa að skila 6 leikja seríu. 24 efstu keilara keppa svo úrslitadaginn sem fer fram sunnudaginn 4. febrúar. Boðið verður upp á nokkra riðla í ár og er þá helsta breytingin að föstudaginn 2. febrúar verða tveir riðlar annarsvegar kl. 11 fyrir hádegi og svo kl. 14:30
Samtök íþróttafréttamanna völdu í kvöld Íþróttamann ársins 2017.
Stjórn KLÍ hefur valið keilara ársins. Keilarar ársins 2017 eru Jón Ingi Ragnarsson og Dagný Edda Þórisdóttir. 
Jón Ingi Ragnarsson KFR
Í 16 liða bikarkeppni KLÍ sem fram fór í gær náði Arnar Davíð í KFR Lærlingum enn einum 300 leiknum. Arnar byrjaði kvöldið með látum með því að ná leiknum og fylgi 267 leikur í kjölfarið. Lærlingar unnu sína viðureign gegn ÍA B nokkuð örugglega 3 – 0.
Í gær lauk keppni á Íslandsmótinu í tvímenningi 2017. Svo fór að þeir Einar Már Björnsson og Hafþór Harðarson úr ÍR vörðu titil sinn frá í fyrra. Sigruðu þeir félagana Arnar Davíð Jónsson og Guðlaug Valgeirsson úr KFR í þrem leikjum í úrslitun með 430 pinnum gegn 369 í fyrsta leik úrslita. Í öðrum leik var spennan mikil og fór svo að þeir Einar og Hafþór höfðu sigur með 377 pinnum gegn 374. Í þriðja leiknum gáfu þeir félagar í og sigruðu örugglega með 488 pinnum gegn 392 og spilaði Einar þá 278 leik. Í þriðja sæti urðu svo þeir Arnar Sæbergsson og Andrés Páll Júlíusson úr ÍR KLS.
Á íslandsmóti í tvímenning í morgun setti Matthías Leó Sigurðsson ÍA 4 íslandsmet í hæstu leikjaröð unglinga, 5.flokk pilta 10ára og yngri.